„Við munum ekkert fá mörg svona mörk“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2024 19:52 Jökull var eðlilega sáttur með stigin þrjú. Vísir/Diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega sáttur með leik sinna manna eftir 3-0 sigur gegn FH í 21. umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þrátt fyrir þriggja marka sigur þurftu Stjörnumenn að hafa fyrir hlutunum í kvöld. FH-ingar voru hættulegri framan af leik, en eftir að gestirnir úr Garðabænum komust yfir eftir um klukkutíma leik fór allt að smella fyrir þá bláklæddu. „Við vorum svolítið lengi að aðlaga okkur að því hvernig þeir sátu bara í blokkinni sinni og fórum að reyna erfiða hluti sem endaði með því að við vorum í rauninni að rétta þeim alltaf boltann,“ sagði Jökull í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur og það er alltaf mjög erfitt að koma hingað. Það er alltaf erfitt að spila á móti FH. Þeir fengu slatta af færum, mikið úr hornspyrnum, svona klafs, og svo spörkum við honum einu sinni bara beint til þeirra og komast í færi.“ „En fyrir utan það og í seinni hálfleik fannst mér okkur líða vel og við vera með tök á leiknum.“ Þá hrósaði Jökull varnarleik sinna manna. „Ég var mjög ánægður með hvað mér fannst þeir skapa lítið seinni hluta leiks. Liðið var bara þétt, en á tímabili í seinni hálfleik föllum við svolítið aftarlega og erum aðeins passívir í varnarleiknum. En við löguðum það og stigum upp og þá bara bættum við við mörkum.“ Mörkin sem Óli Valur og Guðmundur Baldvin skoruðu fyrir Stjörnuna í kvöld komu bæði með skoti fyrir utan teig. Jökull segir að það sé ekki endilega eitthvað sem liðið vilji treysta á, en að það hafi vissulega verið skemmtilegt að sjá boltann syngja í netinu. „Þetta var skemmtilegt. Þetta eru tveir öflugir spyrnumenn og bara öflugir leikmenn. Mér fannst þetta samt bara vera þannig að við værum búnir að vinna fyrir þessu og mér fannst við eiga þetta skilið. En við munum ekkert fá mörg svona mörk, ég held að það sé alveg ljóst.“ Sigur Stjörnunnar þýðir að liðið er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp. Jökull segir þó að liðið sé bara að einbeita sér að næsta leik, frekar en að vera að horfa á mögulegt Evrópusæti. „Við horfum bara á næsta leik og ætlum að vera betri en við vorum í dag. Við erum að fara að spila á móti Vestra sem er bara erfitt lið að eiga við og brjóta niður og mjög hættulegir fram á við. Þeir eru með öfluga menn þar. Við þurfum bara að vera betri og ef við gerum það þá verð ég sáttur,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Sjá meira
Þrátt fyrir þriggja marka sigur þurftu Stjörnumenn að hafa fyrir hlutunum í kvöld. FH-ingar voru hættulegri framan af leik, en eftir að gestirnir úr Garðabænum komust yfir eftir um klukkutíma leik fór allt að smella fyrir þá bláklæddu. „Við vorum svolítið lengi að aðlaga okkur að því hvernig þeir sátu bara í blokkinni sinni og fórum að reyna erfiða hluti sem endaði með því að við vorum í rauninni að rétta þeim alltaf boltann,“ sagði Jökull í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur og það er alltaf mjög erfitt að koma hingað. Það er alltaf erfitt að spila á móti FH. Þeir fengu slatta af færum, mikið úr hornspyrnum, svona klafs, og svo spörkum við honum einu sinni bara beint til þeirra og komast í færi.“ „En fyrir utan það og í seinni hálfleik fannst mér okkur líða vel og við vera með tök á leiknum.“ Þá hrósaði Jökull varnarleik sinna manna. „Ég var mjög ánægður með hvað mér fannst þeir skapa lítið seinni hluta leiks. Liðið var bara þétt, en á tímabili í seinni hálfleik föllum við svolítið aftarlega og erum aðeins passívir í varnarleiknum. En við löguðum það og stigum upp og þá bara bættum við við mörkum.“ Mörkin sem Óli Valur og Guðmundur Baldvin skoruðu fyrir Stjörnuna í kvöld komu bæði með skoti fyrir utan teig. Jökull segir að það sé ekki endilega eitthvað sem liðið vilji treysta á, en að það hafi vissulega verið skemmtilegt að sjá boltann syngja í netinu. „Þetta var skemmtilegt. Þetta eru tveir öflugir spyrnumenn og bara öflugir leikmenn. Mér fannst þetta samt bara vera þannig að við værum búnir að vinna fyrir þessu og mér fannst við eiga þetta skilið. En við munum ekkert fá mörg svona mörk, ég held að það sé alveg ljóst.“ Sigur Stjörnunnar þýðir að liðið er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp. Jökull segir þó að liðið sé bara að einbeita sér að næsta leik, frekar en að vera að horfa á mögulegt Evrópusæti. „Við horfum bara á næsta leik og ætlum að vera betri en við vorum í dag. Við erum að fara að spila á móti Vestra sem er bara erfitt lið að eiga við og brjóta niður og mjög hættulegir fram á við. Þeir eru með öfluga menn þar. Við þurfum bara að vera betri og ef við gerum það þá verð ég sáttur,“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Sjá meira