Elías Rafn Ólafsson og félegar í Midtjylland unnu þá 3-1 útsigur á Silkeborg. Með þessi þrjú stig í rútunni heim þá er Midtjylland komið með eins stigs forskot á toppi deildarinnar.
Þeir komu til baka eftir svekkjandi tap á móti Slovan Bratislava í undankeppni Meistaradeildarinnar í vikunni þar sem liðið fékk á sig tvö mörk á síðustu tíu mínútunum og datt úr leik.
Midtjylland hefur aftur á móti verið að klára deildarleiki sína þrátt fyrir að vera á fullu í Evrópukeppninni.
Dario Osorio, Franculino og Ousmane Diao skoruðu mörk Midtjylland í leiknum en liðið komst i 1-0 áður en Silkeborg jafnaði. Mark rétt fyrir hálfleik kom liðinu yfir og Diao skoraði síðan lokamarkið undir lokin.
Elías Rafn náði ekki að halda marki sínu hreinu en varði tvisvar vel í leiknum.
Þetta var fimmti deildarsigurinn í röð hjá Midtjylland.