Hrun hjá Everton og nýliðarnir náðu í fyrsta stigið Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 16:22 James Tarkowski trúir ekki sínum eigin augum eftir tap Everton gegn Bournemouth. Vísir/Getty Everton er enn án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir ótrúlegt tap gegn Bournemouth á heimavelli í dag. Þá nældi Aston Villa í þrjú stig þegar liðið heimsótti nýliða Leicester. Everton fer ekki vel af stað í enska boltanum þetta tímabilið. Liðið tapaði 3-0 gegn Brighton á heimavelli í fyrstu umferðinni og síðan 4-0 gegn Tottenham í annarri umferðinni. Í dag gegn Bournemouthe leit reyndar lengi vel út fyrir að lærisveinar Sean Dyche myndu ná að snúa blaðinu við. Eftir 0-0 stöðu í hálfleik komu reynsluboltarnir Michael Keane og Dominic Calvert-Lewin Everton í 2-0 með mörkum á 50. og 57. mínútu. Þannig var staðan staðan allt þar til þrjár mínútur voru til leikskoka. Þá minnkaði Antoine Semenyo muninn fyrir gestina og þegar komið var fram í uppbótartíma jafnaði Lewis Cook metin. Gestirnir létu hins vegar ekki þar við sitja. Luis Sinisterra skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Bournemouth ótrúlegan sigur en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni á tímabilinu. Góður sigur Villa og Hákon Rafn sat á bekknum Í Leicester tóku heimamenn á móti Aston Villa. Amadou Onana kom Villa yfir eftir sniðuga útfærslu á aukaspyrnu þar sem Youri Tielemans og Ollie Watkins unnu vel saman. Jhon Duran kom Villa í 2-0 í síðari hálfleik aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður fyrir Watkins. Facundo Buonanotte minnkaði muninn fyrir Leicester sem komust þó ekki lengra og urðu því að sætta sig við 2-1 tap. Jhon Duran skoraði gott skallamark fyrir Aston Villa í dag.Vísir/Getty Nýliðar Ipswich náðu hins vegar í sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fulham á heimavelli. Heimamenn komust yfir á 15. mínútu með marki Liam Delap en Adama Traore jafnaði metin fyrir Fulham á 32. mínútu. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og urðu því að sættast á jafnan hlut. Þá vann Brentford sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið tók á móti Southampton á heimavelli. Bryan Mbuemo skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum og Youane Wissa kom heimamönnum í 3-0 með marki á 69. mínútu. Yukinari Sugawara skoraði sárabótamark fyrir Southampton í uppbótartíma sem var að tapa sínum þriðja leik í jafnmörgum leikjum. Bryan Mbuemo átti góðan leik í dag og skoraði tvö mörk fyrir Brentford.Vísir/Getty Hákon Rafn Valdimarsson sat allan tímann á bekk Brentford eftir góða frammistöðu í vikunni í deildabikarnum. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sjá meira
Everton fer ekki vel af stað í enska boltanum þetta tímabilið. Liðið tapaði 3-0 gegn Brighton á heimavelli í fyrstu umferðinni og síðan 4-0 gegn Tottenham í annarri umferðinni. Í dag gegn Bournemouthe leit reyndar lengi vel út fyrir að lærisveinar Sean Dyche myndu ná að snúa blaðinu við. Eftir 0-0 stöðu í hálfleik komu reynsluboltarnir Michael Keane og Dominic Calvert-Lewin Everton í 2-0 með mörkum á 50. og 57. mínútu. Þannig var staðan staðan allt þar til þrjár mínútur voru til leikskoka. Þá minnkaði Antoine Semenyo muninn fyrir gestina og þegar komið var fram í uppbótartíma jafnaði Lewis Cook metin. Gestirnir létu hins vegar ekki þar við sitja. Luis Sinisterra skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Bournemouth ótrúlegan sigur en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni á tímabilinu. Góður sigur Villa og Hákon Rafn sat á bekknum Í Leicester tóku heimamenn á móti Aston Villa. Amadou Onana kom Villa yfir eftir sniðuga útfærslu á aukaspyrnu þar sem Youri Tielemans og Ollie Watkins unnu vel saman. Jhon Duran kom Villa í 2-0 í síðari hálfleik aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður fyrir Watkins. Facundo Buonanotte minnkaði muninn fyrir Leicester sem komust þó ekki lengra og urðu því að sætta sig við 2-1 tap. Jhon Duran skoraði gott skallamark fyrir Aston Villa í dag.Vísir/Getty Nýliðar Ipswich náðu hins vegar í sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fulham á heimavelli. Heimamenn komust yfir á 15. mínútu með marki Liam Delap en Adama Traore jafnaði metin fyrir Fulham á 32. mínútu. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og urðu því að sættast á jafnan hlut. Þá vann Brentford sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið tók á móti Southampton á heimavelli. Bryan Mbuemo skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum og Youane Wissa kom heimamönnum í 3-0 með marki á 69. mínútu. Yukinari Sugawara skoraði sárabótamark fyrir Southampton í uppbótartíma sem var að tapa sínum þriðja leik í jafnmörgum leikjum. Bryan Mbuemo átti góðan leik í dag og skoraði tvö mörk fyrir Brentford.Vísir/Getty Hákon Rafn Valdimarsson sat allan tímann á bekk Brentford eftir góða frammistöðu í vikunni í deildabikarnum.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sjá meira