AGF vann þá 4-2 heimasigur á Nordsjælland þrátt fyrir að lenda undir.
AGF var 1-2 undir í hálfleik þrátt fyrir að hafa komist yfir í leiknum eftir aðeins tíu mínútna leik. Nordsjælland svaraði með tveimur mörkum.
Mikael Neville snéri hins vegar við leiknum á upphafsmínútum seinni hálfleiksins.
Fyrst lagði hann upp mark fyrir Tobias Bech á 49. mínútu og Mikael skoraði síðan sjálfur fjórum mínútum síðar. Markið skoraði Mikael með skoti fyrir utan vítateiginn.
Fjórða markið skoraði síðan Frederik Tingager mínútu fyrir leikslok og sigurinn var í höfn.
Eftir þennan sigur þá er AGF í efsta sæti deildarinnar með einu stigi meira en Silkeborg sem á reyndar leik inni.