Innlent

Kviknaði í eld­húsinu um miðja nótt

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Útkallið barst um miðja nótt.
Útkallið barst um miðja nótt. vísir/vilhelm

Brunavarnir Suðurnesja slökktu í nótt eld í fjölbýli í Garði. Húsið er töluvert skemmt en sá eini sem var inni í húsinu slapp.

Tilkynning barst klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú í nótt.

„Í fyrstu tilkynningu var jafnvel talið að það væri fólk inni. Þetta er skráð sem gistiheimili og við vorum með fullt viðbragð. Fljótlega kom í ljós að sá eini sem var inni hafði komið sér út,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson 

Eldur hafi verið staðbundinn á annarri hæð í eldhúsinu. Sá eini sem var inni fór á heilsugæslu til aðhlynningar en hann sakaði ekki. Slökkvistarf gekk vel.

„Þetta var að fara milli veggja og hæða, við náðum að rjúfa og stoppa það strax,“ segir Eyþór Rúnar. Töluverðar skemmdir eru á húsinu.

„Efri hæðin og eldhúsið er illa farið. Reykur og vatn skemmdi neðri hæðina aðeins og svo þurfti að rjúfa þakið til að tryggja að það væru engin glóð. Þannig húsið er töluvert skemmt.“

Lögregla rannsakar nú eldsupptök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×