Enski boltinn

Raheem Sterling orðaður við Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling þarf að finna sér nýtt lið því ekki vill stjóri Chelsea nota hann.
Raheem Sterling þarf að finna sér nýtt lið því ekki vill stjóri Chelsea nota hann. Getty/James Gill

Arsenal er sagt hafa áhuga á því að fá til sín Raheem Sterling frá nágrönnum sínum í Chelsea.

Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur gefið það út að hann ætli ekki að nota Sterling á þessu tímabili.

Chelsea er því að reyna að selja leikmanninn áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Sterling er enn bara 29 ára gamall og hefur mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni sem hann hefur unnið fjórum sinnum.

The Independent slær því upp að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, sé mikill aðdáandi Sterling en þeir unnu saman hjá Manchester City.

Þar kemur líka fram að Arsenal vilji fá leikmanninn en það gæti þó verið flókið að komast að samkomulagi við Chelsea.

Arsenal vill fá hann á láni og að Chelsea borgi hluti launa hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×