Kærir UEFA fyrir að nota nýja keppnisfyrirkomulagið án leyfis Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2024 22:17 Dregið var í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í dag. UEFA Síleskur íþróttafræðingur hefur kært evrópska knattspyrnusambandið UEFA fyrir að nota keppnisfyrirkomulag sem hann kveðst hafa fundið upp. UEFA hefur tekið upp nýtt fyrirkomulag í Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeildinni, þar sem liðum er ekki skipt niður í riðla heldur öllum raðað í 36 liða deild. Þau mætast ekki öll innbyrðis heldur fær hvert lið átta leiki og safnar stigum eftir árangri. Efstu átta liðin komast beint áfram í úrslitakeppni, næstu sextán lið spila umspilsleik um sæti í úrslitakeppni en síðustu tíu liðin detta úr leik. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér, dregið var í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í dag en niðurstöður úr drættinum má sjá hér fyrir neðan. Dregið verður í Evrópu- og Sambandsdeildina á morgun. Þetta nýja fyrirkomulag hefur verið nefnt svissneska leiðin af UEFA þar sem það svipar mikið til þess sem þekkist í svissneskum skákmótum, en er þó ekki alveg eins. Leandro Shara, síleskur íþróttafræðingur, heldur því fram að hann hafi fundið keppnisfyrirkomulagið upp og eigi skilið viðurkenningu UEFA. Hann hafi þróað það síðan árið 2006 og kynnt það margsinnis síðan 2013, bæði á einkafundum með UEFA og á opinberum ráðstefnum. Þá hefur hann einnig unnið með síleska knattspyrnusambandinu við að hrinda því í framkvæmd í keppnum þar í landi. Shara hefur kært UEFA fyrir að nota fyrirkomulagið án hans leyfis og brjóta gegn höfundarrétti. Hann hefur einnig farið mikinn í gagnrýni á UEFA á samfélagsmiðlum. Simple question: By who and when was the format was "figured out"? UEFA keeps saying it was a long process of consultation, but at the end someone had to come up with the idea and write it down. Who? https://t.co/rEVMgy6S7i— Leandro Shara (@LeandroShara) August 29, 2024 UEFA now says the claim are "baseless", yet they are not referring to any claim and say in a very superior manner "it is hardly worth the effort".Doesn't the football world deserve a transparency? Why don't they answer the questions? https://t.co/41B01UVWFi— Leandro Shara (@LeandroShara) August 29, 2024 Hann krefst þess í kærunni að MatchVision, fyrirtæki hans, og þremur starfsmönnum þess verði boðið á viðburði UEFA til að tala um fyrirkomulagið sem þeir fundu upp og þeim verði greitt fyrir höfundarréttinn. UEFA hafði til hádegis í dag að bregðast við kröfunum en gerði það ekki og segir engan fót fyrir málflutningi Shara. Lögsóknarferli er því framundan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
UEFA hefur tekið upp nýtt fyrirkomulag í Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeildinni, þar sem liðum er ekki skipt niður í riðla heldur öllum raðað í 36 liða deild. Þau mætast ekki öll innbyrðis heldur fær hvert lið átta leiki og safnar stigum eftir árangri. Efstu átta liðin komast beint áfram í úrslitakeppni, næstu sextán lið spila umspilsleik um sæti í úrslitakeppni en síðustu tíu liðin detta úr leik. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér, dregið var í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í dag en niðurstöður úr drættinum má sjá hér fyrir neðan. Dregið verður í Evrópu- og Sambandsdeildina á morgun. Þetta nýja fyrirkomulag hefur verið nefnt svissneska leiðin af UEFA þar sem það svipar mikið til þess sem þekkist í svissneskum skákmótum, en er þó ekki alveg eins. Leandro Shara, síleskur íþróttafræðingur, heldur því fram að hann hafi fundið keppnisfyrirkomulagið upp og eigi skilið viðurkenningu UEFA. Hann hafi þróað það síðan árið 2006 og kynnt það margsinnis síðan 2013, bæði á einkafundum með UEFA og á opinberum ráðstefnum. Þá hefur hann einnig unnið með síleska knattspyrnusambandinu við að hrinda því í framkvæmd í keppnum þar í landi. Shara hefur kært UEFA fyrir að nota fyrirkomulagið án hans leyfis og brjóta gegn höfundarrétti. Hann hefur einnig farið mikinn í gagnrýni á UEFA á samfélagsmiðlum. Simple question: By who and when was the format was "figured out"? UEFA keeps saying it was a long process of consultation, but at the end someone had to come up with the idea and write it down. Who? https://t.co/rEVMgy6S7i— Leandro Shara (@LeandroShara) August 29, 2024 UEFA now says the claim are "baseless", yet they are not referring to any claim and say in a very superior manner "it is hardly worth the effort".Doesn't the football world deserve a transparency? Why don't they answer the questions? https://t.co/41B01UVWFi— Leandro Shara (@LeandroShara) August 29, 2024 Hann krefst þess í kærunni að MatchVision, fyrirtæki hans, og þremur starfsmönnum þess verði boðið á viðburði UEFA til að tala um fyrirkomulagið sem þeir fundu upp og þeim verði greitt fyrir höfundarréttinn. UEFA hafði til hádegis í dag að bregðast við kröfunum en gerði það ekki og segir engan fót fyrir málflutningi Shara. Lögsóknarferli er því framundan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira