Dregið í nýja Meistaradeild í beinni: Hvaða stórleiki býður tölvan upp á? Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2024 10:01 Luka Modric og félagar í Real Madrid eru vanir því að handleika bikarinn eftirsótta. Nú þurfa liðin að takast á við nýtt fyrirkomulag og fleiri leiki. Getty/Angel Martinez Nýja útgáfan af Meistaradeild Evrópu í fótbolta er að hefjast og í dag ræðst það hvaða lið mætast í 36 liða deildakeppninni sem búin hefur verið til. Búast má við stórleikjum í hverri leikviku og spennu fram á síðustu stundu. Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16. Keppninni hefur verið gjörbylt og nú spila 36 lið öll í einni deild. Safna þar þremur stigum fyrir hvern sigur og einu stigi fyrir jafntefli. Þau munu ekki mætast öll innbyrðis heldur fær hvert lið átta leiki – fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli – og snýst drátturinn í dag um það hverjir andstæðingar hvers liðs verða. Þannig gæti Liverpool til dæmis fengið heimaleik við Bayern og liðin myndu þá ekki mætast aftur í Þýskalandi. Aðrir leikir Liverpool gætu svo orðið við allt önnur lið en Bayern mætir. Liðin í efsta styrkleikaflokki mætast Liðunum hefur verið raðað í fjóra styrkleikaflokka en segja má að flokkarnir skipti ekki lengur máli. Að minnsta kosti ekki fyrir liðin sem keppa. Þau dragast nefnilega gegn tveimur liðum úr hverjum flokki, líka sínum eigin. Liðin munu fá einn heimaleik gegn liði úr hverjum flokki, og einn útileik gegn liði úr hverjum flokki. Þetta tryggir mun fleiri innbyrðis leiki stórliða en áður hefur verið, og líklega að minnsta kosti einn stórleik í hverri leikviku. Styrkleikaflokkarnir fjórir. Hvert lið mætir tveimur liðum úr hverjum flokki, öðru á heimavelli og hinu á útivelli, og spilar því samtals átta leiki. Til þess að drátturinn taki ekki marga klukkutíma mun tölva raða niður leikjum fyrir liðin. Fyrst mun fyrrverandi leikmaður draga nafn liðs upp úr skál, en svo mun tölvan með handahófskenndum hætti velja átta mótherja fyrir það lið, og segja til um hvaða leikir verða á heimavelli og hvaða leikir verða á útivelli. Dæmi um niðurstöðuna í dag ESPN hefur sýnt dæmi um það hvernig niðurstaða dráttarins gæti litið út í dag, fyrir sex af stærstu liðunum. Dæmið má sjá hér að neðan. Dæmi um leikjadagskrána sem stórliðin gæetu fengið. Benda má á að dagsetning hvers leiks ræðst ekki fyrr en á laugardaginn.ESPN Helstu skorðurnar fyrir dráttinn eru að lið frá sama landi geta ekki mæst (Liverpool og Arsenal geta til dæmis ekki mæst), og lið geta ekki fengið leiki gegn fleiri en tveimur liðum frá sama landi (ef til dæmis Liverpool dregst gegn Bayern og Leverkusen getur liðið ekki dregist gegn Stuttgart líka). Það kemur svo ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi á laugardaginn nákvæmlega hvenær hver leikur verður spilaður. Átta lið falla alveg úr keppni Eins og fyrr segir spila 36 lið í deildakeppni Meistaradeildarinnar í vetur, og verða fyrstu leikdagar 17.-19. september en síðasti leikdagur 29. janúar. Efstu átta liðin að því loknu komast svo beint í nokkuð hefðbundna 16-liða úrslitakeppni, en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslit. Liðin sem enda í 25.-36. sæti falla úr keppni en öfugt við síðustu ár þá fara heldur engin lið úr Meistaradeildinni niður í Evrópudeildina eftir áramót. Þegar liðin falla úr leik þá eru þau alveg úr leik. Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira
Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16. Keppninni hefur verið gjörbylt og nú spila 36 lið öll í einni deild. Safna þar þremur stigum fyrir hvern sigur og einu stigi fyrir jafntefli. Þau munu ekki mætast öll innbyrðis heldur fær hvert lið átta leiki – fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli – og snýst drátturinn í dag um það hverjir andstæðingar hvers liðs verða. Þannig gæti Liverpool til dæmis fengið heimaleik við Bayern og liðin myndu þá ekki mætast aftur í Þýskalandi. Aðrir leikir Liverpool gætu svo orðið við allt önnur lið en Bayern mætir. Liðin í efsta styrkleikaflokki mætast Liðunum hefur verið raðað í fjóra styrkleikaflokka en segja má að flokkarnir skipti ekki lengur máli. Að minnsta kosti ekki fyrir liðin sem keppa. Þau dragast nefnilega gegn tveimur liðum úr hverjum flokki, líka sínum eigin. Liðin munu fá einn heimaleik gegn liði úr hverjum flokki, og einn útileik gegn liði úr hverjum flokki. Þetta tryggir mun fleiri innbyrðis leiki stórliða en áður hefur verið, og líklega að minnsta kosti einn stórleik í hverri leikviku. Styrkleikaflokkarnir fjórir. Hvert lið mætir tveimur liðum úr hverjum flokki, öðru á heimavelli og hinu á útivelli, og spilar því samtals átta leiki. Til þess að drátturinn taki ekki marga klukkutíma mun tölva raða niður leikjum fyrir liðin. Fyrst mun fyrrverandi leikmaður draga nafn liðs upp úr skál, en svo mun tölvan með handahófskenndum hætti velja átta mótherja fyrir það lið, og segja til um hvaða leikir verða á heimavelli og hvaða leikir verða á útivelli. Dæmi um niðurstöðuna í dag ESPN hefur sýnt dæmi um það hvernig niðurstaða dráttarins gæti litið út í dag, fyrir sex af stærstu liðunum. Dæmið má sjá hér að neðan. Dæmi um leikjadagskrána sem stórliðin gæetu fengið. Benda má á að dagsetning hvers leiks ræðst ekki fyrr en á laugardaginn.ESPN Helstu skorðurnar fyrir dráttinn eru að lið frá sama landi geta ekki mæst (Liverpool og Arsenal geta til dæmis ekki mæst), og lið geta ekki fengið leiki gegn fleiri en tveimur liðum frá sama landi (ef til dæmis Liverpool dregst gegn Bayern og Leverkusen getur liðið ekki dregist gegn Stuttgart líka). Það kemur svo ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi á laugardaginn nákvæmlega hvenær hver leikur verður spilaður. Átta lið falla alveg úr keppni Eins og fyrr segir spila 36 lið í deildakeppni Meistaradeildarinnar í vetur, og verða fyrstu leikdagar 17.-19. september en síðasti leikdagur 29. janúar. Efstu átta liðin að því loknu komast svo beint í nokkuð hefðbundna 16-liða úrslitakeppni, en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslit. Liðin sem enda í 25.-36. sæti falla úr keppni en öfugt við síðustu ár þá fara heldur engin lið úr Meistaradeildinni niður í Evrópudeildina eftir áramót. Þegar liðin falla úr leik þá eru þau alveg úr leik. Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira