Flýgur þyrlunni á myndbandinu og braut engar reglur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. ágúst 2024 11:09 Fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína á gosstöðvarnar undanfarna daga. Sumir taka myndir úr lofti með dróna. Vísir/vilhelm Þyrluflugmaður segir að drónaflugmenn hafi verið að fljúga drónum sínum alltof hátt við gosstöðvarnar síðustu daga, og það skapi hættu fyrir þyrlur. Drónaflugmaður segir að það séu pottþétt einhverjir drónaflugmenn sem fljúgi of hátt, en það sé aðallega almenningur með dróna. Umræðan um háloftin við gosstöðvarnar kemur í kjölfar fréttar sem birtist í gær, þar sem þyrla sást í lágflugi við eldgosið. Drónaflugmaður tók myndband af þessu og sagði áberandi hve nálægt gígnum þyrluflugmennirnir fóru. Einn þyrluflugmaðurinn hafi farið niður í um sjötíu metra hæð. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu er mönnuðum loftförum ekki heimilt að fara neðar en 500 fet (um 150 metrum) frá jörðu, nema í flugtaki og lendingu. Þyrlan í ljósmyndaflugi og hafi ekki brotið reglur Reynir Freyr Pétursson, hjá þyrluflugfyrirtækinu HeliAir Iceland, segir að umrætt myndband sé af sér. Hann segir að engar reglur hafi verið brotnar við þetta flug, og að öllu farið með gát. Hann segir að HeliAir Iceland sé með svokallað Special Operation leyfi, sem hann segir hafa verið kallað verkflugsheimildir í gamla daga. Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður hjá HeilAir Iceland, sem flaug með félagana í Galtalæk og hafði gaman af.Magnús Hlynur Hreiðarsson „HeliAir Iceland er með leyfi fyrir ljósmyndaflug og líka high risk approval sem gerir okkur kleift að fara undir lágmarks flughæðir í ljósmyndaflugi og kvikmyndaflugi. Einnig var flogið fyrir utan haftasvæðið sem er í gildi við gosstöðvarnar,“ segir Reynir. Hann segir að svona lágflug sé eingöngu gert í ljósmyndaflugi, aldrei í farþegaflugi. „Það er algjör misskilningur hjá drónaflugmönnum að þeir eigi flughelgina undir 500 fetunum. Þetta snýst allt um að menn taki tillit hver til annars og öryggi sé í fyrirrúmi,“ segir Reynir. „Venjulega hefur þetta ekki verið neitt stórkostlegt vandamál. Flestir drónar færa sig frá þegar það kemur flugfar. Það vill enginn drónamaður vera þess valdandi að einhver þyrla nauðlendi útaf þeim,“ segir hann. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt drónarnir fljúgi stundum ofar en þeir mega til að ná góðum skotum, svo lengi sem það sé ekki gert innan um önnur flugför. „Á meðan það er einhver skynsemi þarf þetta ekki að vera neitt vandamál,“ segir hann. Pottþétt einhverjir sem fljúgi of hátt Ísak Atli Finnbogason drónaflugmaður, segir að það geti verið að einhverjir drónar séu of hátt uppi. Það séu þó ekki fagmenn. Ísak Atli Finnbogason hefur vakið athygli fyrir beinar útsendingar af gosstöðvunum úr drónum. „Það er haugur af fólki sem er að fara frá bílastæðinu við Grindavíkurveg sem er að dúndra drónunum sínum út, og þau eru ekkert að pæla í hæðarlínunni,“ segir Ísak. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu mega drónar almennt ekki fljúga hærra en 120 metrum yfir jörðu. Hann segir að fagmenn í drónaupptökum fylgi yfirleitt öllum reglum. Þyrlur séu reglulega í lágflugi á svæðinu. „Við fáum tilkynningu á fjarstýringuna okkar þegar það er að koma þyrla, og þá getur maður verið vakandi,“ segir hann. Sem dæmi hafi komið tilkynning um að Landhelgisgæslan væri á flugi í gær, og þá hafi hann lækkað drónann eins og hann gat, því Landhelgisgæslan sé oft í miklu lágflugi. Hann telur að það þurfi að fræða fólk betur um drónaflug og hæðartakmarkanir. Fá ábendingar um flughæðir bæði dróna og þyrlna Samgöngustofa fær ábendingar um flughæðir, sem varða ýmist meint lágflug þyrlna og flugvéla og dróna sem talið er að fljúgi of hátt. Þetta kemur fram í skriflegu svari Samgöngustofu til fréttastofu. Þá segir að það hafi reynst nokkuð snúið að sanna flughæðir með ljósmyndum einum saman, því fjarlægðir og afstaða geti haft áhrif. „Loftrými er takmörkuð auðlind. Til að allir geti nýtt það á öruggan hátt er afar brýnt að allir flugmenn, bæði loftfara og dróna, fylgi settum reglum. Mönnuðum loftförum er ekki heimilt að fara neðar en 500 fet (um 150 metrum) frá jörðu, nema í flugtaki og lendingu. Hafi strangari reglur ekki verið settar við eldgosið, mega drónar almennt ekki fljúga hærra en 120 metrum yfir jörðu. Þeir skulu víkja fyrir mönnuðum loftförum og þeim má ekki fljúga utan sjónsviðs stjórnanda hans,“ segir Þórhildur Elínardóttir hjá Samgöngustofu. Hér má finna almennar upplýsingar um notkun dróna. Fjallað var um mikinn áhuga ferðamanna á eldgosinu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Umræðan um háloftin við gosstöðvarnar kemur í kjölfar fréttar sem birtist í gær, þar sem þyrla sást í lágflugi við eldgosið. Drónaflugmaður tók myndband af þessu og sagði áberandi hve nálægt gígnum þyrluflugmennirnir fóru. Einn þyrluflugmaðurinn hafi farið niður í um sjötíu metra hæð. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu er mönnuðum loftförum ekki heimilt að fara neðar en 500 fet (um 150 metrum) frá jörðu, nema í flugtaki og lendingu. Þyrlan í ljósmyndaflugi og hafi ekki brotið reglur Reynir Freyr Pétursson, hjá þyrluflugfyrirtækinu HeliAir Iceland, segir að umrætt myndband sé af sér. Hann segir að engar reglur hafi verið brotnar við þetta flug, og að öllu farið með gát. Hann segir að HeliAir Iceland sé með svokallað Special Operation leyfi, sem hann segir hafa verið kallað verkflugsheimildir í gamla daga. Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður hjá HeilAir Iceland, sem flaug með félagana í Galtalæk og hafði gaman af.Magnús Hlynur Hreiðarsson „HeliAir Iceland er með leyfi fyrir ljósmyndaflug og líka high risk approval sem gerir okkur kleift að fara undir lágmarks flughæðir í ljósmyndaflugi og kvikmyndaflugi. Einnig var flogið fyrir utan haftasvæðið sem er í gildi við gosstöðvarnar,“ segir Reynir. Hann segir að svona lágflug sé eingöngu gert í ljósmyndaflugi, aldrei í farþegaflugi. „Það er algjör misskilningur hjá drónaflugmönnum að þeir eigi flughelgina undir 500 fetunum. Þetta snýst allt um að menn taki tillit hver til annars og öryggi sé í fyrirrúmi,“ segir Reynir. „Venjulega hefur þetta ekki verið neitt stórkostlegt vandamál. Flestir drónar færa sig frá þegar það kemur flugfar. Það vill enginn drónamaður vera þess valdandi að einhver þyrla nauðlendi útaf þeim,“ segir hann. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt drónarnir fljúgi stundum ofar en þeir mega til að ná góðum skotum, svo lengi sem það sé ekki gert innan um önnur flugför. „Á meðan það er einhver skynsemi þarf þetta ekki að vera neitt vandamál,“ segir hann. Pottþétt einhverjir sem fljúgi of hátt Ísak Atli Finnbogason drónaflugmaður, segir að það geti verið að einhverjir drónar séu of hátt uppi. Það séu þó ekki fagmenn. Ísak Atli Finnbogason hefur vakið athygli fyrir beinar útsendingar af gosstöðvunum úr drónum. „Það er haugur af fólki sem er að fara frá bílastæðinu við Grindavíkurveg sem er að dúndra drónunum sínum út, og þau eru ekkert að pæla í hæðarlínunni,“ segir Ísak. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu mega drónar almennt ekki fljúga hærra en 120 metrum yfir jörðu. Hann segir að fagmenn í drónaupptökum fylgi yfirleitt öllum reglum. Þyrlur séu reglulega í lágflugi á svæðinu. „Við fáum tilkynningu á fjarstýringuna okkar þegar það er að koma þyrla, og þá getur maður verið vakandi,“ segir hann. Sem dæmi hafi komið tilkynning um að Landhelgisgæslan væri á flugi í gær, og þá hafi hann lækkað drónann eins og hann gat, því Landhelgisgæslan sé oft í miklu lágflugi. Hann telur að það þurfi að fræða fólk betur um drónaflug og hæðartakmarkanir. Fá ábendingar um flughæðir bæði dróna og þyrlna Samgöngustofa fær ábendingar um flughæðir, sem varða ýmist meint lágflug þyrlna og flugvéla og dróna sem talið er að fljúgi of hátt. Þetta kemur fram í skriflegu svari Samgöngustofu til fréttastofu. Þá segir að það hafi reynst nokkuð snúið að sanna flughæðir með ljósmyndum einum saman, því fjarlægðir og afstaða geti haft áhrif. „Loftrými er takmörkuð auðlind. Til að allir geti nýtt það á öruggan hátt er afar brýnt að allir flugmenn, bæði loftfara og dróna, fylgi settum reglum. Mönnuðum loftförum er ekki heimilt að fara neðar en 500 fet (um 150 metrum) frá jörðu, nema í flugtaki og lendingu. Hafi strangari reglur ekki verið settar við eldgosið, mega drónar almennt ekki fljúga hærra en 120 metrum yfir jörðu. Þeir skulu víkja fyrir mönnuðum loftförum og þeim má ekki fljúga utan sjónsviðs stjórnanda hans,“ segir Þórhildur Elínardóttir hjá Samgöngustofu. Hér má finna almennar upplýsingar um notkun dróna. Fjallað var um mikinn áhuga ferðamanna á eldgosinu í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira