„Banna mér alfarið að hugsa um föt sem karla- og kvennaföt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 11:30 Torfi Tómasson er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Tónlistarmaðurinn og dansarinn Torfi Tómasson segir tískuna geta verið ákveðin framlenging af manni sjálfum og hefur gengið í gegnum ýmis konar tísku tímabil. Hann hefur sérstaklega gaman af því að klæða sig upp fyrir sviðið og tengir flíkurnar ekki við afmarkað kyn. Torfi er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Torfi Tómasson er viðmælandi vikunnar í Tískutali.Guðrún Ísabella Kjartansdóttir Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Að hún getur verið framlenging af manni sjálfum. Mér finnst svo spennandi að maður getur miðlað ákveðnum hugmyndum út frá klæðaburði sem að eru hluti að einhverju stærra samhengi. Ég held að það sé kannski ekki heilbrigt að vera alltaf að pæla í því hvaða skilaboð maður sjálfur er að senda með klæðaburðinum sínum eða hvernig aðrir eru að lesa úr því. En möguleikinn að geta gert það á völdum augnablikum, sérstaklega þegar maður er tónlistarmaður, er eitthvað sem mér finnst spennandi. Torfi starfar sem tónlistarmaður og dansari og hefur sérstaklega gaman af því að klæða sig upp fyrir sviðið.Sunna Ben Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég keypti nýlega trylltan, handmálaðan bomber jakka í B12 Space á Bankastræti. Ég hef verið í honum nánast daglega frá því að ég keypti hann. Ég elska föt sem eru með sérstakri áferð og gat hreinlega ekki skilið við hann í búðinni. Jakkinn er í miklu uppáhaldi hjá Torfa.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Alveg talsverðum tíma. Ég reyni að taka eins meðvitaðar ákvarðanir og ég get og kaupa sem minnst nýtt. Ég elska góð vintage kaup og eyði miklum tíma í að leita uppi gersemar á nytjamörkuðum. Ef ég kaupi eitthvað nýtt þá er það oftast af minni fatahönnuðum sem eru að selja sitt eigið stuff á sölusíðum á borð við Depop og Grailed. Torfi vandar valið á flíkunum vel.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Örugglega bara „genderfluid“. View this post on Instagram A post shared by TORFI (@torfitomasson) Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já ekkert smá! Ég hef gengið í gegnum alls konar tímabil þegar kemur að fatastíl. Eins og flestir þá mátaði ég á mig alls konar týpur í menntaskóla. Þegar ég flutti síðan til Berlínar eftir menntaskólann þá varð ég algjör minimalisti. Ég átti minna en 10 flíkur, allar svart-hvítar og frekar dannaðar. Síðan eftir að ég byrjaði að gefa út tónlist og spila út um allt tók fataskápurinn miklum breytingum. Ég fór að kaupa mun meira „flashy“ flíkur sem að ég vissi að myndu líta vel út á sviði og það hefur síðan smitast inn í hversdags klæðnaðinn. Torfi í flíkum eftir Karl Christoph Rebane.Kaja Sigvalda Nýturðu þess að klæða þig upp? Ég geri það upp að ákveðnu marki. Þegar ég er að spila þá fer ég all out og legg mikinn metnað í fatavalið, förðunina og heildarlookið. En svona dags daglega þá er ég ekkert mikið að klæða mig upp. Sérstaklega út af því að ég er að læra samtímadans við LHÍ og þar er maður bara sveittur í jogginggallanum allan daginn. Torfi stundar nám við samtímadans í LHÍ.Axel Sigurðarson Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég lít mikið upp til ballroom-senunnar bæði vestanhafs og í Evrópu. Bæði tónlistin mín og fatastílinn minn er mikið innblásinn af þeirri senu. Ég lít líka mikið upp til tónlistarmanna sem hafa notað tísku til upphefja tónlistina sína, eins og t.d. David Bowie, Prince, Madonna og FKA twigs. Torfi sækir meðal annars innblástur til David Bowie, Prince, Madonna og FKA twigs.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég banna mér alfarið að hugsa um föt sem karla- og kvennaföt. Ef að mér finnst eitthvað flott þá finnst mér það flott! Svona 50% af fataskápnum mínum myndi örugglega flokkast sem kvenmannsföt. View this post on Instagram A post shared by TORFI (@torfitomasson) Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Þegar ég gaf út plötuna mína EITT fyrr á árinu gerði ég kynningarmyndbönd til að auglýsa. Í þeim var ég í Victor Clavelly topp, Entire Studios pleður buxum og Syro hælaskóm. Síðan þá hef ég spilað nokkrum sinnum í þessu sama outfitti og mér líður alltaf eins og einhverri ofurhetju, á góðan hátt! Eftirminnilegasti klæðnaður sem Torfi hefur klæðst.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Tíska er huglæg. Ekki taka henni of alvarlega! Tíska og hönnun Tískutal Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Torfi Tómasson er viðmælandi vikunnar í Tískutali.Guðrún Ísabella Kjartansdóttir Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Að hún getur verið framlenging af manni sjálfum. Mér finnst svo spennandi að maður getur miðlað ákveðnum hugmyndum út frá klæðaburði sem að eru hluti að einhverju stærra samhengi. Ég held að það sé kannski ekki heilbrigt að vera alltaf að pæla í því hvaða skilaboð maður sjálfur er að senda með klæðaburðinum sínum eða hvernig aðrir eru að lesa úr því. En möguleikinn að geta gert það á völdum augnablikum, sérstaklega þegar maður er tónlistarmaður, er eitthvað sem mér finnst spennandi. Torfi starfar sem tónlistarmaður og dansari og hefur sérstaklega gaman af því að klæða sig upp fyrir sviðið.Sunna Ben Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég keypti nýlega trylltan, handmálaðan bomber jakka í B12 Space á Bankastræti. Ég hef verið í honum nánast daglega frá því að ég keypti hann. Ég elska föt sem eru með sérstakri áferð og gat hreinlega ekki skilið við hann í búðinni. Jakkinn er í miklu uppáhaldi hjá Torfa.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Alveg talsverðum tíma. Ég reyni að taka eins meðvitaðar ákvarðanir og ég get og kaupa sem minnst nýtt. Ég elska góð vintage kaup og eyði miklum tíma í að leita uppi gersemar á nytjamörkuðum. Ef ég kaupi eitthvað nýtt þá er það oftast af minni fatahönnuðum sem eru að selja sitt eigið stuff á sölusíðum á borð við Depop og Grailed. Torfi vandar valið á flíkunum vel.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Örugglega bara „genderfluid“. View this post on Instagram A post shared by TORFI (@torfitomasson) Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já ekkert smá! Ég hef gengið í gegnum alls konar tímabil þegar kemur að fatastíl. Eins og flestir þá mátaði ég á mig alls konar týpur í menntaskóla. Þegar ég flutti síðan til Berlínar eftir menntaskólann þá varð ég algjör minimalisti. Ég átti minna en 10 flíkur, allar svart-hvítar og frekar dannaðar. Síðan eftir að ég byrjaði að gefa út tónlist og spila út um allt tók fataskápurinn miklum breytingum. Ég fór að kaupa mun meira „flashy“ flíkur sem að ég vissi að myndu líta vel út á sviði og það hefur síðan smitast inn í hversdags klæðnaðinn. Torfi í flíkum eftir Karl Christoph Rebane.Kaja Sigvalda Nýturðu þess að klæða þig upp? Ég geri það upp að ákveðnu marki. Þegar ég er að spila þá fer ég all out og legg mikinn metnað í fatavalið, förðunina og heildarlookið. En svona dags daglega þá er ég ekkert mikið að klæða mig upp. Sérstaklega út af því að ég er að læra samtímadans við LHÍ og þar er maður bara sveittur í jogginggallanum allan daginn. Torfi stundar nám við samtímadans í LHÍ.Axel Sigurðarson Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég lít mikið upp til ballroom-senunnar bæði vestanhafs og í Evrópu. Bæði tónlistin mín og fatastílinn minn er mikið innblásinn af þeirri senu. Ég lít líka mikið upp til tónlistarmanna sem hafa notað tísku til upphefja tónlistina sína, eins og t.d. David Bowie, Prince, Madonna og FKA twigs. Torfi sækir meðal annars innblástur til David Bowie, Prince, Madonna og FKA twigs.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég banna mér alfarið að hugsa um föt sem karla- og kvennaföt. Ef að mér finnst eitthvað flott þá finnst mér það flott! Svona 50% af fataskápnum mínum myndi örugglega flokkast sem kvenmannsföt. View this post on Instagram A post shared by TORFI (@torfitomasson) Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Þegar ég gaf út plötuna mína EITT fyrr á árinu gerði ég kynningarmyndbönd til að auglýsa. Í þeim var ég í Victor Clavelly topp, Entire Studios pleður buxum og Syro hælaskóm. Síðan þá hef ég spilað nokkrum sinnum í þessu sama outfitti og mér líður alltaf eins og einhverri ofurhetju, á góðan hátt! Eftirminnilegasti klæðnaður sem Torfi hefur klæðst.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Tíska er huglæg. Ekki taka henni of alvarlega!
Tíska og hönnun Tískutal Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira