Biðin eftir Gylfa ætti að enda núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2024 07:31 Gylfi Þór fagnar marki í leiknum sem hann sló markametið í október í fyrra. Hann hefur ekki spilað síðan. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að spila síðustu átta landsleiki án Gylfa Þórs Sigurðssonar en það er von til þess að biðin eftir Gylfa endi í næsta landsliðsglugga. Hópurinn verður tilkynntur í dag. Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir þá landsliðshópinn sinn fyrir leiki á móti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni en Þjóðadeild UEFA fer aftur á stað í haust. Flestir búast við því að Gylfi Þór Sigurðsson snúi þar aftur í íslenska landsliðið. Spilaði síðast í október 2023 Gylfi hefur ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan í október í fyrra þegar hann bætti markametið með tveimur mörkum á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Gylfi skoraði þá sitt 26. og 27. landsliðsmark í sínum átttugasta landsleik og bætti með því markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Gylfi Þór Sigurðsson hefur spila 80 A-landsleiki og skorað í þeim 27 mörk.Vísir/Hulda Margrét Síðan eru liðnir rúmir tíu mánuðir og við höfum ekki séð Gylfa klæðast landsliðstreyjunni aftur. Gylfi var ekki með í síðustu tveimur leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM sem voru spilaðir í nóvember í fyrra. Hann dró sig út úr hópnum vegna meiðsla. Hann var líka valinn í hópinn fyrir leiki á móti Gvatemala og Hondúras í janúar er gat heldur ekki verið með í því verkefni vegna meiðsla. Fyrst meiddur en svo ekki valinn Í hinum leikjum ársins 2024 var Gylfi síðan ekki valinn í hópinn þar sem að hann var ekki búinn að spila fótbolta í marga mánuði og var án liðs. Hann var því ekki með í umspilinu um sæti á EM, þar sem liðið vann Ísrael en tapaði svo fyrir Úkraínu. Gylfi Þór Sigurðsson þrumar boltanum í netið.Vísir/Hulda Margrét Þá kom fram að Gylfi hafi ekki verið ánægður með að vera ekki valinn. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Age aðspurður um ákvörðun sína að velja ekki Gylfa og ummæli hans í kjölfarið í íslenskum fjölmiðlum. Ósanngjarnt fyrir hina „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn,“ sagði Age þá. Gylfi var heldur ekki með í maí þegar íslenska liðið vann Englandi og tapaði fyrir Hollandi. Þá sammæltust Gylfi og þjálfarinn Åge Hareide um að hann þyrfti lengri tíma til að koma sér í sitt besta stand. Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Valsmönnum í sumar.vísir/PAWEL Einn af þeim fimm markahæstu Nú hefur Gylfi aftur á móti spilað stóran hluta úr tímabili með Valsmönnum í Bestu deildinni og er í hópi fimm markahæstu manna deildarinnar með átta mörk í fjórtán leikjum. Það ætti því ekkert að koma í veg fyrir að Gylfi verði í hópnum sem tilkynntur verður í dag en við munum fylgjast vel með blaðamannafundi landsliðsþjálfarans í dag. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir þá landsliðshópinn sinn fyrir leiki á móti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni en Þjóðadeild UEFA fer aftur á stað í haust. Flestir búast við því að Gylfi Þór Sigurðsson snúi þar aftur í íslenska landsliðið. Spilaði síðast í október 2023 Gylfi hefur ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan í október í fyrra þegar hann bætti markametið með tveimur mörkum á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Gylfi skoraði þá sitt 26. og 27. landsliðsmark í sínum átttugasta landsleik og bætti með því markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Gylfi Þór Sigurðsson hefur spila 80 A-landsleiki og skorað í þeim 27 mörk.Vísir/Hulda Margrét Síðan eru liðnir rúmir tíu mánuðir og við höfum ekki séð Gylfa klæðast landsliðstreyjunni aftur. Gylfi var ekki með í síðustu tveimur leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM sem voru spilaðir í nóvember í fyrra. Hann dró sig út úr hópnum vegna meiðsla. Hann var líka valinn í hópinn fyrir leiki á móti Gvatemala og Hondúras í janúar er gat heldur ekki verið með í því verkefni vegna meiðsla. Fyrst meiddur en svo ekki valinn Í hinum leikjum ársins 2024 var Gylfi síðan ekki valinn í hópinn þar sem að hann var ekki búinn að spila fótbolta í marga mánuði og var án liðs. Hann var því ekki með í umspilinu um sæti á EM, þar sem liðið vann Ísrael en tapaði svo fyrir Úkraínu. Gylfi Þór Sigurðsson þrumar boltanum í netið.Vísir/Hulda Margrét Þá kom fram að Gylfi hafi ekki verið ánægður með að vera ekki valinn. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Age aðspurður um ákvörðun sína að velja ekki Gylfa og ummæli hans í kjölfarið í íslenskum fjölmiðlum. Ósanngjarnt fyrir hina „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn,“ sagði Age þá. Gylfi var heldur ekki með í maí þegar íslenska liðið vann Englandi og tapaði fyrir Hollandi. Þá sammæltust Gylfi og þjálfarinn Åge Hareide um að hann þyrfti lengri tíma til að koma sér í sitt besta stand. Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Valsmönnum í sumar.vísir/PAWEL Einn af þeim fimm markahæstu Nú hefur Gylfi aftur á móti spilað stóran hluta úr tímabili með Valsmönnum í Bestu deildinni og er í hópi fimm markahæstu manna deildarinnar með átta mörk í fjórtán leikjum. Það ætti því ekkert að koma í veg fyrir að Gylfi verði í hópnum sem tilkynntur verður í dag en við munum fylgjast vel með blaðamannafundi landsliðsþjálfarans í dag.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira