Biðin eftir Gylfa ætti að enda núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2024 07:31 Gylfi Þór fagnar marki í leiknum sem hann sló markametið í október í fyrra. Hann hefur ekki spilað síðan. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að spila síðustu átta landsleiki án Gylfa Þórs Sigurðssonar en það er von til þess að biðin eftir Gylfa endi í næsta landsliðsglugga. Hópurinn verður tilkynntur í dag. Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir þá landsliðshópinn sinn fyrir leiki á móti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni en Þjóðadeild UEFA fer aftur á stað í haust. Flestir búast við því að Gylfi Þór Sigurðsson snúi þar aftur í íslenska landsliðið. Spilaði síðast í október 2023 Gylfi hefur ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan í október í fyrra þegar hann bætti markametið með tveimur mörkum á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Gylfi skoraði þá sitt 26. og 27. landsliðsmark í sínum átttugasta landsleik og bætti með því markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Gylfi Þór Sigurðsson hefur spila 80 A-landsleiki og skorað í þeim 27 mörk.Vísir/Hulda Margrét Síðan eru liðnir rúmir tíu mánuðir og við höfum ekki séð Gylfa klæðast landsliðstreyjunni aftur. Gylfi var ekki með í síðustu tveimur leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM sem voru spilaðir í nóvember í fyrra. Hann dró sig út úr hópnum vegna meiðsla. Hann var líka valinn í hópinn fyrir leiki á móti Gvatemala og Hondúras í janúar er gat heldur ekki verið með í því verkefni vegna meiðsla. Fyrst meiddur en svo ekki valinn Í hinum leikjum ársins 2024 var Gylfi síðan ekki valinn í hópinn þar sem að hann var ekki búinn að spila fótbolta í marga mánuði og var án liðs. Hann var því ekki með í umspilinu um sæti á EM, þar sem liðið vann Ísrael en tapaði svo fyrir Úkraínu. Gylfi Þór Sigurðsson þrumar boltanum í netið.Vísir/Hulda Margrét Þá kom fram að Gylfi hafi ekki verið ánægður með að vera ekki valinn. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Age aðspurður um ákvörðun sína að velja ekki Gylfa og ummæli hans í kjölfarið í íslenskum fjölmiðlum. Ósanngjarnt fyrir hina „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn,“ sagði Age þá. Gylfi var heldur ekki með í maí þegar íslenska liðið vann Englandi og tapaði fyrir Hollandi. Þá sammæltust Gylfi og þjálfarinn Åge Hareide um að hann þyrfti lengri tíma til að koma sér í sitt besta stand. Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Valsmönnum í sumar.vísir/PAWEL Einn af þeim fimm markahæstu Nú hefur Gylfi aftur á móti spilað stóran hluta úr tímabili með Valsmönnum í Bestu deildinni og er í hópi fimm markahæstu manna deildarinnar með átta mörk í fjórtán leikjum. Það ætti því ekkert að koma í veg fyrir að Gylfi verði í hópnum sem tilkynntur verður í dag en við munum fylgjast vel með blaðamannafundi landsliðsþjálfarans í dag. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir þá landsliðshópinn sinn fyrir leiki á móti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni en Þjóðadeild UEFA fer aftur á stað í haust. Flestir búast við því að Gylfi Þór Sigurðsson snúi þar aftur í íslenska landsliðið. Spilaði síðast í október 2023 Gylfi hefur ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan í október í fyrra þegar hann bætti markametið með tveimur mörkum á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Gylfi skoraði þá sitt 26. og 27. landsliðsmark í sínum átttugasta landsleik og bætti með því markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Gylfi Þór Sigurðsson hefur spila 80 A-landsleiki og skorað í þeim 27 mörk.Vísir/Hulda Margrét Síðan eru liðnir rúmir tíu mánuðir og við höfum ekki séð Gylfa klæðast landsliðstreyjunni aftur. Gylfi var ekki með í síðustu tveimur leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM sem voru spilaðir í nóvember í fyrra. Hann dró sig út úr hópnum vegna meiðsla. Hann var líka valinn í hópinn fyrir leiki á móti Gvatemala og Hondúras í janúar er gat heldur ekki verið með í því verkefni vegna meiðsla. Fyrst meiddur en svo ekki valinn Í hinum leikjum ársins 2024 var Gylfi síðan ekki valinn í hópinn þar sem að hann var ekki búinn að spila fótbolta í marga mánuði og var án liðs. Hann var því ekki með í umspilinu um sæti á EM, þar sem liðið vann Ísrael en tapaði svo fyrir Úkraínu. Gylfi Þór Sigurðsson þrumar boltanum í netið.Vísir/Hulda Margrét Þá kom fram að Gylfi hafi ekki verið ánægður með að vera ekki valinn. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Age aðspurður um ákvörðun sína að velja ekki Gylfa og ummæli hans í kjölfarið í íslenskum fjölmiðlum. Ósanngjarnt fyrir hina „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn,“ sagði Age þá. Gylfi var heldur ekki með í maí þegar íslenska liðið vann Englandi og tapaði fyrir Hollandi. Þá sammæltust Gylfi og þjálfarinn Åge Hareide um að hann þyrfti lengri tíma til að koma sér í sitt besta stand. Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Valsmönnum í sumar.vísir/PAWEL Einn af þeim fimm markahæstu Nú hefur Gylfi aftur á móti spilað stóran hluta úr tímabili með Valsmönnum í Bestu deildinni og er í hópi fimm markahæstu manna deildarinnar með átta mörk í fjórtán leikjum. Það ætti því ekkert að koma í veg fyrir að Gylfi verði í hópnum sem tilkynntur verður í dag en við munum fylgjast vel með blaðamannafundi landsliðsþjálfarans í dag.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira