Gott veður fram að jólum en veturinn þungur eftir það Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2024 20:09 Kristín Heiða Garðarsdóttir, starfsmaður á Dalbæ og umsjónarmaður veðurklúbbsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Haustið verður gott og veturinn fram að jólum en eftir það verður hann þungur. Þetta er niðurstaða nýjasta fundar veðurklúbbsins á Dalbæ á Dalvík. „Fundur er settur í veðurklúbbi Dalbæjar, verið þið velkomin.” Veðurklúbburinn á hjúkrunarheimilinu Dalbæ er löngu orðin landsþekktur fyrir veðurspár sínar en klúbburinn fundar reglulega og fer yfir stöðu mála og rýnir þá í stjörnukort og stöðu himintunglsins til að reyna að fá sem nákvæmustu spá. Og hvað viljið þið segja með haustið og veturinn, hvernig verður þetta? „Vonandi verður hann góður fram að jólum að minnsta kosti en svo gæti hann orðið þungur eftir það, janúar, febrúar og mars,” segir Þóra Jóna Finnsdóttir, félagi í veðurklúbbnum. En þið lofið góðu veðri fram að jólum? „Já, verðum við ekki að gera það, verður maður ekki að vera jákvæður,” bætir Þóra Jóna við. Þóra Jóna Finnsdóttir og Magnús Páll Gunnlaugsson, félagar í veðurklúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við byrjum á tungli, hvar það kemur upp og út frá því hvort það er snemma mánaðar og í hvað átt, það fer mikið eftir því. Og svo má líka kíkja á hvaða stjarna er nálægt jörðu, Það verður alveg þokkalegt veður fram að jólum en svo koma kaflaskipti upp úr áramótum,” segir Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, félagi í veðurklúbbnum. Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, félagi í veðurklúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér koma veðuráhugamenn saman, þetta er grundvöllur þar sem veðuráhugafólk kemur saman og hver spáir í sín spil eða tunglstöðu, já, hver hefur ekki áhuga á veðrinu,” segir Kristín Heiða Garðarsdóttir, starfsmaður á Dalbæ og umsjónarmaður veðurklúbbsins. En er klúbburinn sannspár eða er ekkert að marka hann? „Já, það hefur alveg verið. Stundum hefur eitthvað fipast til en þá er þungt hljóð í mönnum,” segir Kristín Heiða og bætir við. „Ég trúi því sem Alli sagði um að veturinn verður kannski mildur framan af en svo vitum við ekki hvað gerist.” Síðasti fundur klúbbsins þar sem spáð var í veðrið í haust og vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalvíkurbyggð Veður Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
„Fundur er settur í veðurklúbbi Dalbæjar, verið þið velkomin.” Veðurklúbburinn á hjúkrunarheimilinu Dalbæ er löngu orðin landsþekktur fyrir veðurspár sínar en klúbburinn fundar reglulega og fer yfir stöðu mála og rýnir þá í stjörnukort og stöðu himintunglsins til að reyna að fá sem nákvæmustu spá. Og hvað viljið þið segja með haustið og veturinn, hvernig verður þetta? „Vonandi verður hann góður fram að jólum að minnsta kosti en svo gæti hann orðið þungur eftir það, janúar, febrúar og mars,” segir Þóra Jóna Finnsdóttir, félagi í veðurklúbbnum. En þið lofið góðu veðri fram að jólum? „Já, verðum við ekki að gera það, verður maður ekki að vera jákvæður,” bætir Þóra Jóna við. Þóra Jóna Finnsdóttir og Magnús Páll Gunnlaugsson, félagar í veðurklúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við byrjum á tungli, hvar það kemur upp og út frá því hvort það er snemma mánaðar og í hvað átt, það fer mikið eftir því. Og svo má líka kíkja á hvaða stjarna er nálægt jörðu, Það verður alveg þokkalegt veður fram að jólum en svo koma kaflaskipti upp úr áramótum,” segir Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, félagi í veðurklúbbnum. Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, félagi í veðurklúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér koma veðuráhugamenn saman, þetta er grundvöllur þar sem veðuráhugafólk kemur saman og hver spáir í sín spil eða tunglstöðu, já, hver hefur ekki áhuga á veðrinu,” segir Kristín Heiða Garðarsdóttir, starfsmaður á Dalbæ og umsjónarmaður veðurklúbbsins. En er klúbburinn sannspár eða er ekkert að marka hann? „Já, það hefur alveg verið. Stundum hefur eitthvað fipast til en þá er þungt hljóð í mönnum,” segir Kristín Heiða og bætir við. „Ég trúi því sem Alli sagði um að veturinn verður kannski mildur framan af en svo vitum við ekki hvað gerist.” Síðasti fundur klúbbsins þar sem spáð var í veðrið í haust og vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Dalvíkurbyggð Veður Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira