Hertha Berlín staðfestir komu Jóns Dags Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2024 10:47 Jón Dagur fagnar marki sínu gegn Englandi í júní. Richard Pelham/Getty Images Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er genginn í raðir þýska félagsins Herthu Berlínar frá OH Leuven í Belgíu. Þetta staðfestir Hertha á heimasíðu félagsins. Hertha hefur verið á meðal stærri félaga Þýskalands en man fífil sinn fegurri. Liðið er sem stendur í B-deild Þýskalands. Jón Dagur mætti beint á sína fyrstu æfingu í morgun.Twitter/Hertha Jón Dagur skrifar undir þriggja ára samning við Herthu Berlín, út leiktíðina 2026 til 2027. Hann er annar Íslendingurinn til að semja við félagið en Eyjólfur Sverrisson var leikmaður Herthu við góðan orðstír frá 1995 til 2003. Þó nokkur félög sóttust eftir kröftum hins 25 ára gamla Jóns Dags í sumar en Hertha hreppti hnossið. Hann hefur leikið vel fyrir Leuven frá því að hann gekk í raðir belgíska liðsins frá AGF í Danmörku. Vegna óvissu um framtíð hans hefur hann minna spilað í upphafi leiktíðar. Fastlega má gera ráð fyrir að Jón Dagur verði í landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni við Svartfjallaland og Tyrkland. Landsliðshópurinn verður kynntur á morgun, miðvikudag. Hann skoraði sigurmark Íslands í fræknum 1-0 sigri á Englandi á Wembley í júní og hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hertha Berlín endaði um miðja 2. deildina í fyrra en er með fjögur stig eftir þá þrjá deildarleiki sem liðið hefur spilað á yfirstandandi leiktíð. Þýski boltinn Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fleiri fréttir Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sjá meira
Hertha hefur verið á meðal stærri félaga Þýskalands en man fífil sinn fegurri. Liðið er sem stendur í B-deild Þýskalands. Jón Dagur mætti beint á sína fyrstu æfingu í morgun.Twitter/Hertha Jón Dagur skrifar undir þriggja ára samning við Herthu Berlín, út leiktíðina 2026 til 2027. Hann er annar Íslendingurinn til að semja við félagið en Eyjólfur Sverrisson var leikmaður Herthu við góðan orðstír frá 1995 til 2003. Þó nokkur félög sóttust eftir kröftum hins 25 ára gamla Jóns Dags í sumar en Hertha hreppti hnossið. Hann hefur leikið vel fyrir Leuven frá því að hann gekk í raðir belgíska liðsins frá AGF í Danmörku. Vegna óvissu um framtíð hans hefur hann minna spilað í upphafi leiktíðar. Fastlega má gera ráð fyrir að Jón Dagur verði í landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni við Svartfjallaland og Tyrkland. Landsliðshópurinn verður kynntur á morgun, miðvikudag. Hann skoraði sigurmark Íslands í fræknum 1-0 sigri á Englandi á Wembley í júní og hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hertha Berlín endaði um miðja 2. deildina í fyrra en er með fjögur stig eftir þá þrjá deildarleiki sem liðið hefur spilað á yfirstandandi leiktíð.
Þýski boltinn Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fleiri fréttir Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sjá meira