Aldrei spilað leik en á leið í NFL-deildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2024 16:32 Travis Clayton var valinn númer 221 í nýliðavalinu í ár. vísir/getty Síðasta vetur var Bretinn Travis Clayton í skrifstofuvinnu en nú styttist í að hann spili sinn fyrsta leik í NFL-deildinni. Clayton var ekki bara í skrifstofuvinnu heldur spilaði hann rúgbý í 8. deildinni á Englandi. Er nema von að fólk spyrji sig að því hvernig í fjandanum hann fékk samning hjá stórliði Buffalo Bills? Það kom nefnilega ekkert meira á óvart í nýliðavali deildarinnar en er Bills valdi Clayton. Nýtti tækifærið vel Clayton er mikill íþróttamaður og árið 2019 fór hann í NFL Academy sem þá var að byrja í Bretlandi. Þar fá táningar frá Evrópu og Afríku tækifæri til þess að sýna sig fyrir NFL-liðunum. Hann var svo einn af sextán sem komst á annað NFL-námskeið þar sem leikmenn utan Bandaríkjanna fá annað tækifæri til þess að sanna sig. Það námskeið stóð yfir í tíu vikur og Bretinn sló í gegn þar. Fyrir vikið fékk hann boð á Pro Day í mars þar sem útsendarar allra liða skoða leikmenn fyrir nýliðavalið sem fór fram mánuði síðar. Þar sem hann hefur aldrei spilað leik í amerískum fótbolta þá var ákveðið að gera hann að sóknarlínumanni. Það er ekki bara styrkurinn sem vakti athygli heldur hraðinn líka. Enginn sóknarlínumaður í tíu hefur hlaupið 40 jarda hlaup hraðar en hann. Clayton hljóp 40 jarda á 4,79 sekúndum sem er ótrúlegur tími fyrir 140 kílóa mann. Clayton fagnar með móður sinni eftir að Bills hafði valið hann í nýliðavalinu.vísir/getty Honum var í kjölfarið boðið í heimsókn til fimm félaga. Buffalo var ekki eitt þeirra þó svo menn á vegum félagsins hafi hringt í hann. „Ég var kominn á þann stað að ég átti aldrei von á því að vera valinn. Svo kom símtal frá Bills sem kom mér mjög á óvart. Ég hélt að félagið hefði engan áhuga,“ sagði Clayton. „Þetta varð ekki raunverulegt fyrr en ég kom inn í klefa Bills og sá nafnið mitt þar. Nú þarf ég að láta hendur standa fram úr ermum.“ Þarf að vera þolinmóður Hann varð aftur á móti fyrir axlarmeiðslum í júlí og hefur ekki getað tekið þátt í undirbúningsleikjum Bills. Á morgun verður æfingahópurinn svo skorinn niður í 53 leikmenn. Clayton verður líklega ekki einn af hinum útvöldu. Aftur á móti verður hann væntanlega í æfingahópnum og bíður eftir sínu tækifæri. Meiðsli í NFL-deildinni eru algengari en í flestum öðrum íþróttum og því gæti tækifærið komið með skömmum fyrirvara. NFL Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira
Clayton var ekki bara í skrifstofuvinnu heldur spilaði hann rúgbý í 8. deildinni á Englandi. Er nema von að fólk spyrji sig að því hvernig í fjandanum hann fékk samning hjá stórliði Buffalo Bills? Það kom nefnilega ekkert meira á óvart í nýliðavali deildarinnar en er Bills valdi Clayton. Nýtti tækifærið vel Clayton er mikill íþróttamaður og árið 2019 fór hann í NFL Academy sem þá var að byrja í Bretlandi. Þar fá táningar frá Evrópu og Afríku tækifæri til þess að sýna sig fyrir NFL-liðunum. Hann var svo einn af sextán sem komst á annað NFL-námskeið þar sem leikmenn utan Bandaríkjanna fá annað tækifæri til þess að sanna sig. Það námskeið stóð yfir í tíu vikur og Bretinn sló í gegn þar. Fyrir vikið fékk hann boð á Pro Day í mars þar sem útsendarar allra liða skoða leikmenn fyrir nýliðavalið sem fór fram mánuði síðar. Þar sem hann hefur aldrei spilað leik í amerískum fótbolta þá var ákveðið að gera hann að sóknarlínumanni. Það er ekki bara styrkurinn sem vakti athygli heldur hraðinn líka. Enginn sóknarlínumaður í tíu hefur hlaupið 40 jarda hlaup hraðar en hann. Clayton hljóp 40 jarda á 4,79 sekúndum sem er ótrúlegur tími fyrir 140 kílóa mann. Clayton fagnar með móður sinni eftir að Bills hafði valið hann í nýliðavalinu.vísir/getty Honum var í kjölfarið boðið í heimsókn til fimm félaga. Buffalo var ekki eitt þeirra þó svo menn á vegum félagsins hafi hringt í hann. „Ég var kominn á þann stað að ég átti aldrei von á því að vera valinn. Svo kom símtal frá Bills sem kom mér mjög á óvart. Ég hélt að félagið hefði engan áhuga,“ sagði Clayton. „Þetta varð ekki raunverulegt fyrr en ég kom inn í klefa Bills og sá nafnið mitt þar. Nú þarf ég að láta hendur standa fram úr ermum.“ Þarf að vera þolinmóður Hann varð aftur á móti fyrir axlarmeiðslum í júlí og hefur ekki getað tekið þátt í undirbúningsleikjum Bills. Á morgun verður æfingahópurinn svo skorinn niður í 53 leikmenn. Clayton verður líklega ekki einn af hinum útvöldu. Aftur á móti verður hann væntanlega í æfingahópnum og bíður eftir sínu tækifæri. Meiðsli í NFL-deildinni eru algengari en í flestum öðrum íþróttum og því gæti tækifærið komið með skömmum fyrirvara.
NFL Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira