„Snýst um að ég fái að sitja í sófanum eftir tíu ár að horfa á þessa snillinga“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 08:00 Anton Sveinn McKee. Vísir/Arnar Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee vill hvetja ungt íþróttafólk til dáða með því að gefa því ólympíuvörurnar sem hann fékk í París í sumar, á sínum fjórðu og síðustu Ólympíuleikum. Þar á meðal er gullsími sem gerður var sérstaklega fyrir keppendur leikanna. Anton á í geymslu sinni ýmsa gripi frá fyrri Ólympíuleikum en nú þegar styttist í að ferlinum ljúki vill hann leyfa öðrum að njóta góðs af. Hann sýndi gullsímann og fleira á samfélagsmiðlum sínum og ætlar að draga út sigurvegara en einnig svara ungum iðkendum sem einn daginn gætu komist á stærsta svið íþróttanna. „Ástæðan fyrir því að ég er að gefa þetta er til þess að geta hvatt næstu kynslóð áfram. Þetta voru síðustu leikarnir mínir og ég vil geta veitt öðrum innblástur til að þora að dreyma og stefna langt, og hafa þá eitthvað til að minna sig á hver markmið þeirra eru, og reyna að fylgja þeim eftir. Þetta snýst um að ég fái að sitja í sófanum eftir tíu ár að horfa á þessa snillinga gera eitthvað flott á svona leikum.“ Allt of heitt í ólympíuþorpinu Á meðal þess sem Anton ætlar að gefa er sæng sem allir keppendur fengu, sem hann gat þó aldrei notað. Umhverfisverndarsjónarmið réðu því að herbergin í ólympíuþorpinu voru illa loftkæld. „Ég notaði aldrei þessa sæng því það var allt of heitt inni í ólympíuþorpinu. Mótshaldarar sköffuðu enga innbyggða loftkælingu. Við fengum reyndar einhverjar græjur en þær virkuðu ekki eins og maður vonaðist til,“ segir Anton brosandi. Hann bjó til léttan leik á TikTok til að gefa ólympíuvörurnar og viðbrögðin létu ekki á sér standa: „Ég þarf að fara í gegnum helling af skilaboðum. Ég mun ekki ná að gefa öllum varning en að minnsta kosti sent baráttukveðjur.“ Anton flutti formlega heim til Íslands í gær, eftir að hafa sótt búslóðina til Bandaríkjanna, og býr hjá móður sinni í Hafnarfirðinum fyrst um sinn. Núna tekur við nýtt og öðruvísi líf, þó að Anton ætli sér að keppa á einu stórmóti til viðbótar; HM í 25 metra laug í Búdapest í desember. Nýtt líf hafið og ferlinum lýkur á HM í Búdapest „Það var áhugavert að klára leikana og fara svo beint til Bandaríkjanna, ná í búslóðina og hundinn, og flytja allt lífið til Íslands. Það er bæði ótrúlega spennandi og líka áhugaverð kaflaskil. Núna mun sundið ekki hafa fyrsta sætið í lífinu lengur. Maður er búinn að lifa sem atvinnusundmaður síðustu 4-5 árin og nú er nýtt líf að taka við sem ég er ótrúlega spenntur fyrir. Ég er að byrja að vinna hjá HS Orku og hlakka til að láta til mín taka þar. Sundið er ekki alveg búið, ég ætla að halda aðeins áfram og vera í því út desember. Leyfa því að fjara út í stað þess að hætta allt í einu,“ segir Anton. „Ég byrja á að æfa út september og vonandi smellur þetta allt saman. Ég bý að rosalegri vinnu fyrir Ólympíuleikana og er enn í fantaformi þannig að ég þarf ekki endilega að bæta neinu við, heldur bara viðhalda. Fá svo bara að klára sundferilinn í Búdapest [á HM í desember]. Það er kominn tími á aðra hluti í lífinu.“ Ólympíuleikar 2024 í París Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn gefur Ólympíusímann sinn Langar þig að eignast snjallsímann sem íþróttafólkið á Ólympíuleikunum í París fékk gefins? Ef svarið er já þá væri ekki óvitlaust að taka þátt í gjafaleik íslenska Ólympíufarans Antons Sveins McKee. 26. ágúst 2024 07:31 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Körfubolti Fleiri fréttir Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Sjá meira
Anton á í geymslu sinni ýmsa gripi frá fyrri Ólympíuleikum en nú þegar styttist í að ferlinum ljúki vill hann leyfa öðrum að njóta góðs af. Hann sýndi gullsímann og fleira á samfélagsmiðlum sínum og ætlar að draga út sigurvegara en einnig svara ungum iðkendum sem einn daginn gætu komist á stærsta svið íþróttanna. „Ástæðan fyrir því að ég er að gefa þetta er til þess að geta hvatt næstu kynslóð áfram. Þetta voru síðustu leikarnir mínir og ég vil geta veitt öðrum innblástur til að þora að dreyma og stefna langt, og hafa þá eitthvað til að minna sig á hver markmið þeirra eru, og reyna að fylgja þeim eftir. Þetta snýst um að ég fái að sitja í sófanum eftir tíu ár að horfa á þessa snillinga gera eitthvað flott á svona leikum.“ Allt of heitt í ólympíuþorpinu Á meðal þess sem Anton ætlar að gefa er sæng sem allir keppendur fengu, sem hann gat þó aldrei notað. Umhverfisverndarsjónarmið réðu því að herbergin í ólympíuþorpinu voru illa loftkæld. „Ég notaði aldrei þessa sæng því það var allt of heitt inni í ólympíuþorpinu. Mótshaldarar sköffuðu enga innbyggða loftkælingu. Við fengum reyndar einhverjar græjur en þær virkuðu ekki eins og maður vonaðist til,“ segir Anton brosandi. Hann bjó til léttan leik á TikTok til að gefa ólympíuvörurnar og viðbrögðin létu ekki á sér standa: „Ég þarf að fara í gegnum helling af skilaboðum. Ég mun ekki ná að gefa öllum varning en að minnsta kosti sent baráttukveðjur.“ Anton flutti formlega heim til Íslands í gær, eftir að hafa sótt búslóðina til Bandaríkjanna, og býr hjá móður sinni í Hafnarfirðinum fyrst um sinn. Núna tekur við nýtt og öðruvísi líf, þó að Anton ætli sér að keppa á einu stórmóti til viðbótar; HM í 25 metra laug í Búdapest í desember. Nýtt líf hafið og ferlinum lýkur á HM í Búdapest „Það var áhugavert að klára leikana og fara svo beint til Bandaríkjanna, ná í búslóðina og hundinn, og flytja allt lífið til Íslands. Það er bæði ótrúlega spennandi og líka áhugaverð kaflaskil. Núna mun sundið ekki hafa fyrsta sætið í lífinu lengur. Maður er búinn að lifa sem atvinnusundmaður síðustu 4-5 árin og nú er nýtt líf að taka við sem ég er ótrúlega spenntur fyrir. Ég er að byrja að vinna hjá HS Orku og hlakka til að láta til mín taka þar. Sundið er ekki alveg búið, ég ætla að halda aðeins áfram og vera í því út desember. Leyfa því að fjara út í stað þess að hætta allt í einu,“ segir Anton. „Ég byrja á að æfa út september og vonandi smellur þetta allt saman. Ég bý að rosalegri vinnu fyrir Ólympíuleikana og er enn í fantaformi þannig að ég þarf ekki endilega að bæta neinu við, heldur bara viðhalda. Fá svo bara að klára sundferilinn í Búdapest [á HM í desember]. Það er kominn tími á aðra hluti í lífinu.“
Ólympíuleikar 2024 í París Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn gefur Ólympíusímann sinn Langar þig að eignast snjallsímann sem íþróttafólkið á Ólympíuleikunum í París fékk gefins? Ef svarið er já þá væri ekki óvitlaust að taka þátt í gjafaleik íslenska Ólympíufarans Antons Sveins McKee. 26. ágúst 2024 07:31 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Körfubolti Fleiri fréttir Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Sjá meira
Anton Sveinn gefur Ólympíusímann sinn Langar þig að eignast snjallsímann sem íþróttafólkið á Ólympíuleikunum í París fékk gefins? Ef svarið er já þá væri ekki óvitlaust að taka þátt í gjafaleik íslenska Ólympíufarans Antons Sveins McKee. 26. ágúst 2024 07:31