„Ótrúlegri hlutir hafa gerst en þeir sem við erum að trúa á“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. ágúst 2024 19:40 Jónatan Ingi átti góðan leik fyrir Val í dag. Vísir/Anton Brink Jónatan Ingi Jónsson var frábær í sigri Vals á Vestra í Bestu deildinni. Hann lagði upp eitt mark og skoraði annað í 3-1 sigri Valsara sem reyna að halda í við efstu sætin í deildinni. Hann var kátur eftir leik er Vísir ræddi við hann og viðurkenndi að það væri léttir að hafa náð í sigurinn eftir erfiða byrjun. „Gott að fá þrjú stig. Vestri er sterkt lið. Vissum alltaf að þetta yrði erfitt í dag en vorum klaufar að vera komnir undir, einum fleiri. Það er ekki nógu gott að okkar hálfu.Við sýndum karakter að hengja ekki haus og skapa fleiri færi. Hefðum átt að vera búnir að skora fleiri. Tökum þessum þremur stigum fagnandi.“ Vestri komst yfir eftir 10 mínútna leik og sagði Jónatan það hafa verið snúna stöðu að vera komnir í, einum manni fleiri. „Það er mjög erfitt en þú horfir samt á klukkuna og hugsar það eru 80 mínútur eftir. Við rífum okkur í gang. Þetta getur verið dýrt, sem betur fer var það ekki í dag en verðum að læra af þessu.“ Eins og áður segir var Jónatan frábær í dag og skóp sigur Vals með einstaklingsframmistöðu sinni. Hann var sáttur en vildi samt meira. „Frammistaðan var fín en hefði getað skorað fleiri mörk. Það var alvöru færi í byrjun seinni þegar hann ver á línu. Veit ekki afhverju ég ákvað að skjóta með hægri þar, ekki beinlínis betri fóturinn minn. Gott að skora og vinna leikinn,“ sagði Jónatan og bætti við um framhaldið hjá Val. „Þurfum bara að halda áfram. Fótbolti er bara þannig að það hafa ótrúlegri hlutir gerst en þeir sem við erum að trúa á. Við þurfum að hafa trú á þessu og taka einn leik í einu. Megum ekki pæla í hvað hin liðin eru að gera. Þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvar við stöndum eftir 27 leiki.“ Túfa tók við þjálfum Vals fyrir nokkrum vikum og virðist Jónatan vera ánægður með hann. Hvaða breytingar hefur hann komið með inní þetta? „Bara jákvætt. Það eru nýjar áherslur og öðruvísi sýn á hlutina. Það verður spennandi að vinna áfram með honum,“ sagði Jónatan að lokum. Besta deild karla Valur Vestri Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Hann var kátur eftir leik er Vísir ræddi við hann og viðurkenndi að það væri léttir að hafa náð í sigurinn eftir erfiða byrjun. „Gott að fá þrjú stig. Vestri er sterkt lið. Vissum alltaf að þetta yrði erfitt í dag en vorum klaufar að vera komnir undir, einum fleiri. Það er ekki nógu gott að okkar hálfu.Við sýndum karakter að hengja ekki haus og skapa fleiri færi. Hefðum átt að vera búnir að skora fleiri. Tökum þessum þremur stigum fagnandi.“ Vestri komst yfir eftir 10 mínútna leik og sagði Jónatan það hafa verið snúna stöðu að vera komnir í, einum manni fleiri. „Það er mjög erfitt en þú horfir samt á klukkuna og hugsar það eru 80 mínútur eftir. Við rífum okkur í gang. Þetta getur verið dýrt, sem betur fer var það ekki í dag en verðum að læra af þessu.“ Eins og áður segir var Jónatan frábær í dag og skóp sigur Vals með einstaklingsframmistöðu sinni. Hann var sáttur en vildi samt meira. „Frammistaðan var fín en hefði getað skorað fleiri mörk. Það var alvöru færi í byrjun seinni þegar hann ver á línu. Veit ekki afhverju ég ákvað að skjóta með hægri þar, ekki beinlínis betri fóturinn minn. Gott að skora og vinna leikinn,“ sagði Jónatan og bætti við um framhaldið hjá Val. „Þurfum bara að halda áfram. Fótbolti er bara þannig að það hafa ótrúlegri hlutir gerst en þeir sem við erum að trúa á. Við þurfum að hafa trú á þessu og taka einn leik í einu. Megum ekki pæla í hvað hin liðin eru að gera. Þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvar við stöndum eftir 27 leiki.“ Túfa tók við þjálfum Vals fyrir nokkrum vikum og virðist Jónatan vera ánægður með hann. Hvaða breytingar hefur hann komið með inní þetta? „Bara jákvætt. Það eru nýjar áherslur og öðruvísi sýn á hlutina. Það verður spennandi að vinna áfram með honum,“ sagði Jónatan að lokum.
Besta deild karla Valur Vestri Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti