Harmonikkan er alls staðar að slá í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2024 20:07 Hljómsveitin Blær, sem hefur komið við á nokkrum stöðum í sumar og látið ljós sitt skína með skemmtilegum hljóðfæraleik og söng þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki en önnur skemmtileg hljóðfæri eru líka með. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vinsældir harmonikkunnar, sem hljóðfæris eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um ungt fólk, sem lærir á harmonikku og þá hefur eldri kynslóðin ekki síður gaman af hljóðfærinu. Fréttamaður hitti nokkra flotta hljóðfæraleikara, sem stofnuðu nýlega hljómsveit þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki. Hljómsveitin Blær hefur komið við á nokkrum stöðum í sumar og látið ljós sitt skína með skemmtilegum hljóðfæraleik og söng þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki en önnur skemmtileg hljóðfæri eru líka með eins og saxófónn. Hér er hljómsveitin að spila á Sólheimum í Grímsnesi en í dag á menningarnótt voru þau að spila fjöruga danstónlist í Vélasalnum á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Hljómsveitin spilar allskonar lög. „Það eru bæði Bítlarnir og Stuðmenn og ég veit ekki hvað og hvað, Gylfi Ægisson og allir endurvaknir. Við erum mest ellismellir og svo nokkur börn hérna líka í hljómsveitinni,” segir Elísabet Halldóra Einarsdóttir, sem er í forsvari fyrir hljómsveitina en sjálf spilar hún á nikku og syngur. En er ekki gaman að koma svona saman og spila og syngja? „Jú, ég byrjaði á því að stofna þessa hljómsveit í Covidinu og það var svo skemmtilegt og svo höfum við bara haldið áfram síðan 2021 held ég.” Elísabet Halldóra Einarsdóttir, harmoníkuleikari og söngvari bandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elísabet segir að hljómsveitin sé töluvert bókuð næstu vikurnar og mánuði en það megi alltaf bæta eins og einu gikki við. Formaður Félags harmónikkuunnenda segir að vinsældir harmonikkurnar hafi sjaldan eða aldrei verið eins miklar og núna. „Það er ungt fólk, sem er að taka hana trausta taki. Það eru ungir strákar með hljómsveitir til dæmis fyrir norðan, sem kallast “Norðlensku molarnir”. Þeir eru búnir að vera að spila í allt sumar og þetta er bara uppgangur alls staðar, hvar sem er,” segir Gylfi Björgvinsson. Af hverju heldur þú að þetta sé orðið svona vinsælt hljóðfæri? „Harmoníkuleikarar eru bara að verða betri og betri og þeir eru bara að gera góða hluti. Svo verða náttúrulega nikkurnar alltaf betri og betri líka og ég held að þetta sé bara samtvinnandi áhrif,” segir Gylfi, sem er formaður Félags harmónikkuunnenda. Gylfi Björgvinsson, formaður Félags harmonikkuunnendaMagnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Menningarnótt Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
Hljómsveitin Blær hefur komið við á nokkrum stöðum í sumar og látið ljós sitt skína með skemmtilegum hljóðfæraleik og söng þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki en önnur skemmtileg hljóðfæri eru líka með eins og saxófónn. Hér er hljómsveitin að spila á Sólheimum í Grímsnesi en í dag á menningarnótt voru þau að spila fjöruga danstónlist í Vélasalnum á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Hljómsveitin spilar allskonar lög. „Það eru bæði Bítlarnir og Stuðmenn og ég veit ekki hvað og hvað, Gylfi Ægisson og allir endurvaknir. Við erum mest ellismellir og svo nokkur börn hérna líka í hljómsveitinni,” segir Elísabet Halldóra Einarsdóttir, sem er í forsvari fyrir hljómsveitina en sjálf spilar hún á nikku og syngur. En er ekki gaman að koma svona saman og spila og syngja? „Jú, ég byrjaði á því að stofna þessa hljómsveit í Covidinu og það var svo skemmtilegt og svo höfum við bara haldið áfram síðan 2021 held ég.” Elísabet Halldóra Einarsdóttir, harmoníkuleikari og söngvari bandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elísabet segir að hljómsveitin sé töluvert bókuð næstu vikurnar og mánuði en það megi alltaf bæta eins og einu gikki við. Formaður Félags harmónikkuunnenda segir að vinsældir harmonikkurnar hafi sjaldan eða aldrei verið eins miklar og núna. „Það er ungt fólk, sem er að taka hana trausta taki. Það eru ungir strákar með hljómsveitir til dæmis fyrir norðan, sem kallast “Norðlensku molarnir”. Þeir eru búnir að vera að spila í allt sumar og þetta er bara uppgangur alls staðar, hvar sem er,” segir Gylfi Björgvinsson. Af hverju heldur þú að þetta sé orðið svona vinsælt hljóðfæri? „Harmoníkuleikarar eru bara að verða betri og betri og þeir eru bara að gera góða hluti. Svo verða náttúrulega nikkurnar alltaf betri og betri líka og ég held að þetta sé bara samtvinnandi áhrif,” segir Gylfi, sem er formaður Félags harmónikkuunnenda. Gylfi Björgvinsson, formaður Félags harmonikkuunnendaMagnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Menningarnótt Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira