Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2024 13:01 Lögreglubílar í miðborg Solingen snemma í morgun. DPA/Christoph Reichwein Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. Lögreglan segist enn ekki vita hvað lá að baki árásinni og útilokar ekki að hún teljist hryðjuverk. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag en lögreglan vinnur að því að staðfesta hvort einstaklingurinn tengist ódæðinu. Hin látnu eru tveir karlmenn á aldrinum 67 og 57 ára og 56 ára kona en lögreglan segir að fjórir séu enn í lífshættu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá handtökunni og segir hana hafa átt sér stað í morgun eftir að tvær konur tilkynntu lögreglu að þær hafi heyrt samræður unglingsins við annan einstakling um árásina. Þýski miðilinn DW hefur eftir saksóknara að hann sé talinn hafa rætt við grunaðan árásarmann um mögulegar ástæður fyrir árásinni. Lögreglan kveðst hafa fundið fleiri en einn hníf og reyni nú að meta hvort einn þeirra hafi verið notaður í árásinni. Engin tengsl virðist vera milli árásarmannsins og fórnarlambanna. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að árásarmanninum síðan í gær og náði hún út fyrir borgarmörkin. Lögregla hefur áður greint frá því að skortur á upplýsingum um útlit hans hafi hindrað leitina. Einn er nú í haldi lögreglu vegna málsins en hún er enn sögð reyna að komast að því hver framdi árásina. Reynt að skera háls fólks „Á sama tíma standa yfir ýmsar lögregluaðgerðir, þar á meðal leit á ýmsum stöðum,“ segir í fyrri yfirlýsingu frá lögreglu. Leit að öðrum aðilum sem gætu mögulega átt aðild að árásinni sé enn í gangi sem og rannsókn á því hvað árásarmanninum gekk til. Lögregluyfirvöld höfðu áður gefið út að þau töldu árásarmanninn vera karlmann sem var einn að verki. Þá hafi hann vísvitandi reynt að skera háls fórnarlamba. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi fyrir framan tónleikasvið. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við mannlegan fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen en borgin er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Fréttin var uppfærð klukkan 14:26 í kjölfar blaðamannafundar þýsku lögreglunnar.. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Lögreglan segist enn ekki vita hvað lá að baki árásinni og útilokar ekki að hún teljist hryðjuverk. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag en lögreglan vinnur að því að staðfesta hvort einstaklingurinn tengist ódæðinu. Hin látnu eru tveir karlmenn á aldrinum 67 og 57 ára og 56 ára kona en lögreglan segir að fjórir séu enn í lífshættu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá handtökunni og segir hana hafa átt sér stað í morgun eftir að tvær konur tilkynntu lögreglu að þær hafi heyrt samræður unglingsins við annan einstakling um árásina. Þýski miðilinn DW hefur eftir saksóknara að hann sé talinn hafa rætt við grunaðan árásarmann um mögulegar ástæður fyrir árásinni. Lögreglan kveðst hafa fundið fleiri en einn hníf og reyni nú að meta hvort einn þeirra hafi verið notaður í árásinni. Engin tengsl virðist vera milli árásarmannsins og fórnarlambanna. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að árásarmanninum síðan í gær og náði hún út fyrir borgarmörkin. Lögregla hefur áður greint frá því að skortur á upplýsingum um útlit hans hafi hindrað leitina. Einn er nú í haldi lögreglu vegna málsins en hún er enn sögð reyna að komast að því hver framdi árásina. Reynt að skera háls fólks „Á sama tíma standa yfir ýmsar lögregluaðgerðir, þar á meðal leit á ýmsum stöðum,“ segir í fyrri yfirlýsingu frá lögreglu. Leit að öðrum aðilum sem gætu mögulega átt aðild að árásinni sé enn í gangi sem og rannsókn á því hvað árásarmanninum gekk til. Lögregluyfirvöld höfðu áður gefið út að þau töldu árásarmanninn vera karlmann sem var einn að verki. Þá hafi hann vísvitandi reynt að skera háls fórnarlamba. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi fyrir framan tónleikasvið. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við mannlegan fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen en borgin er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Fréttin var uppfærð klukkan 14:26 í kjölfar blaðamannafundar þýsku lögreglunnar..
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22
Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02