Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. ágúst 2024 11:42 Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt vegna aurskriðu. Vísir/Vilhelm Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. Kristján Ingi Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Húsavík, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að aurskriðan hafi að mestu lent á einu húsi við Skálabrekku en að skemmdirnar séu ekki umtalsverðar þrátt fyrir að greinilega séu einhverjar vatnsskemmdir. Mbl.is greindi fyrst frá. „Þetta var í raun og veru mikill vatnsflaumur sem kom þarna niður hlíðina í þessari brekku fyrir ofan og hafði tekið með sér svona leir og mold úr jarðveginum og það lág svona þéttur leir upp að þessu húsi þegar við komum á staðinn og var farið að leka inn í húsið bæði vatn og aur.“ Íbúar fái líklegast að fara aftur heim í dag Kristján tekur fram að hann telji líklegt að íbúar fái að snúa aftur til heimila sinna seinna í dag en bætir við að lögreglan á Norðurlandi-Eystra taki þó endanlega ákvörðun varðandi það. „Þetta var ekki rýmt í neinu snarhasti, þetta var fyrst og fremst öryggisaðgerð að rýma þessi þrjú hús. Allur jarðvegur var svo gegnsósa í þessari brekku og ef eitthvað færi af stað þá væri ekki sofandi fólk í húsunum. Lögreglan tók þá ákvörðun.“ Aðgerðir gengu vel Hann segir að allar aðgerðir á svæðinu hafi gengið vel í nótt og að vinna hafi staðið yfir til klukkan þrjú í nótt. „Það var strax ákveðið að fá gröfur þarna á staðinn og útbúa einhverjar rásir svona til að veita vatninu fram hjá húsinu svo það lægi ekki allt upp að húsinu. Þar sem ekki var hægt að koma gröfunum að var handmokað aðeins. Þetta létti talsvert á húsinu.“ Óhemju rigning í bænum Svo best sem Kristján veit er þetta í fyrsta sinn sem að aurskriða fellur í bænum og segir hann þetta hafa komið að einhverju leiti á óvart. „Það var rigning alveg í gær og í fyrradag. Það var búin að vera alveg óhemju rigning í bænum. Algjört skýfall gjörsamlega. “ Norðurþing Slökkvilið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kristján Ingi Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Húsavík, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að aurskriðan hafi að mestu lent á einu húsi við Skálabrekku en að skemmdirnar séu ekki umtalsverðar þrátt fyrir að greinilega séu einhverjar vatnsskemmdir. Mbl.is greindi fyrst frá. „Þetta var í raun og veru mikill vatnsflaumur sem kom þarna niður hlíðina í þessari brekku fyrir ofan og hafði tekið með sér svona leir og mold úr jarðveginum og það lág svona þéttur leir upp að þessu húsi þegar við komum á staðinn og var farið að leka inn í húsið bæði vatn og aur.“ Íbúar fái líklegast að fara aftur heim í dag Kristján tekur fram að hann telji líklegt að íbúar fái að snúa aftur til heimila sinna seinna í dag en bætir við að lögreglan á Norðurlandi-Eystra taki þó endanlega ákvörðun varðandi það. „Þetta var ekki rýmt í neinu snarhasti, þetta var fyrst og fremst öryggisaðgerð að rýma þessi þrjú hús. Allur jarðvegur var svo gegnsósa í þessari brekku og ef eitthvað færi af stað þá væri ekki sofandi fólk í húsunum. Lögreglan tók þá ákvörðun.“ Aðgerðir gengu vel Hann segir að allar aðgerðir á svæðinu hafi gengið vel í nótt og að vinna hafi staðið yfir til klukkan þrjú í nótt. „Það var strax ákveðið að fá gröfur þarna á staðinn og útbúa einhverjar rásir svona til að veita vatninu fram hjá húsinu svo það lægi ekki allt upp að húsinu. Þar sem ekki var hægt að koma gröfunum að var handmokað aðeins. Þetta létti talsvert á húsinu.“ Óhemju rigning í bænum Svo best sem Kristján veit er þetta í fyrsta sinn sem að aurskriða fellur í bænum og segir hann þetta hafa komið að einhverju leiti á óvart. „Það var rigning alveg í gær og í fyrradag. Það var búin að vera alveg óhemju rigning í bænum. Algjört skýfall gjörsamlega. “
Norðurþing Slökkvilið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira