Sjá ekki fyrir endann á eldsumbrotum á Reykjanesskaga Kjartan Kjartansson og Telma Tómasson skrifa 23. ágúst 2024 21:54 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir/Arnar Ekki sér enn fyrir endann á þeirri eldvirkni sem hófst á Reykjanesskaga fyrir þremur árum, að sögn jarðeðlisfræðings. Hann útilokar þó að búast megi lengi áfram við stöðugum eldgosum á nokkurra mánaða fresti. Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi er það fimmta á þessu ári og það sjötta á rúmum átta mánuðum. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að gosið nú hegðaði sér eins og fyrri gos. Það hefði byrjað af miklum krafti og hraunið sé núna að minnsta kosti jafnstórt og í síðasta gosi sem lauk í maí. Verulega hefur fjarað undan gosinu. Magnús Tumi sagði að rennslið hafi verið um tvö þúsund rúmmetrar á sekúndu í fyrstu en nú sé það á bilinu fimmtíu til hundrað rúmmetrar. Til samanburðar nefndi hann að rennsli í Þjórsá væri um fjögur hundruð rúmmetrar á sekúndu. „Við vitum ekki hvort það muni slokkna á þessu hratt eða hvort að þetta fer í sísrennsli eins og hin gosin tvö sem á undan hafa komið,“ sagði hann. Gæti komið áratugalangt hlé Landris hófst aftur áður en gosi lauk í síðustu tveimur eldgosum á Reykjanesi. Magnús Tumi sagði að engin þreytumerki sæjust ennþá á virkninni þótt nú nálgist tíu mánuðir frá því að hrina tíðra eldgosa hófst. Ekki sjái enn fyrir endann á þessum atburðum. Ef tekið væri mið af síðasta þekkta gostímabili á Reykjanesskaga fyrir um átta hundruð árum og hversu mikið magn hrauns kom upp þá mætti ætla að töluvert af kviku eigi enn eftir að koma upp. „En hvort að það gerist á næstu mánuðum eða hvort það koma hlé og svo gerist það á næstu árum er ómögulegt að segja,“ sagði jarðvísindamaðurinn. Að því loknu mætti reikna með hléi sem stæði yfir í áratugi þess vegna. „Þetta verður ekki þannig að hér verði stöðug gos á nokkurra mánaða fresti í áratugi. Þannig er skaginn ekki,“ sagði Magnús Tumi. Til að setja virknina í samhengi sagði Magnús Tumi að magn kviku sem hefði komið upp á Reykjanesskaga á þrjú hundruð árum væri jafnt því sem kom upp í Holuhraunsgosinu á sex mánuðum fyrir að verða tíu árum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi er það fimmta á þessu ári og það sjötta á rúmum átta mánuðum. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að gosið nú hegðaði sér eins og fyrri gos. Það hefði byrjað af miklum krafti og hraunið sé núna að minnsta kosti jafnstórt og í síðasta gosi sem lauk í maí. Verulega hefur fjarað undan gosinu. Magnús Tumi sagði að rennslið hafi verið um tvö þúsund rúmmetrar á sekúndu í fyrstu en nú sé það á bilinu fimmtíu til hundrað rúmmetrar. Til samanburðar nefndi hann að rennsli í Þjórsá væri um fjögur hundruð rúmmetrar á sekúndu. „Við vitum ekki hvort það muni slokkna á þessu hratt eða hvort að þetta fer í sísrennsli eins og hin gosin tvö sem á undan hafa komið,“ sagði hann. Gæti komið áratugalangt hlé Landris hófst aftur áður en gosi lauk í síðustu tveimur eldgosum á Reykjanesi. Magnús Tumi sagði að engin þreytumerki sæjust ennþá á virkninni þótt nú nálgist tíu mánuðir frá því að hrina tíðra eldgosa hófst. Ekki sjái enn fyrir endann á þessum atburðum. Ef tekið væri mið af síðasta þekkta gostímabili á Reykjanesskaga fyrir um átta hundruð árum og hversu mikið magn hrauns kom upp þá mætti ætla að töluvert af kviku eigi enn eftir að koma upp. „En hvort að það gerist á næstu mánuðum eða hvort það koma hlé og svo gerist það á næstu árum er ómögulegt að segja,“ sagði jarðvísindamaðurinn. Að því loknu mætti reikna með hléi sem stæði yfir í áratugi þess vegna. „Þetta verður ekki þannig að hér verði stöðug gos á nokkurra mánaða fresti í áratugi. Þannig er skaginn ekki,“ sagði Magnús Tumi. Til að setja virknina í samhengi sagði Magnús Tumi að magn kviku sem hefði komið upp á Reykjanesskaga á þrjú hundruð árum væri jafnt því sem kom upp í Holuhraunsgosinu á sex mánuðum fyrir að verða tíu árum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21
Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34