Fólk í öllum flokkum ágætt og meingallað í senn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 10:00 Sindri og Heimir ræddu ferilinn og ævina yfir kaffibolla. Vísir Heimir Már Pétursson er einn helsti stjórnmálablaðamaður Íslands og hefur verið í fjölmiðlabransanum lengur en flestir. Sindri Sindrason kíkti til Heimis í morgunkaffi á litla, krúttlega heimili hans í miðbæ Reykjavíkur. Heimir fór yfir langan feril og litríka ævi með Sindra og rifjar meðal annars upp æskuárin fyrir vestan. Hann var, að hans sögn, dálítið hættulegt barn. „Á Ísafirði varðstu að vera þannig að annað hvort varstu sá sem fólk var hrætt við eða þú varst hræddur við fólk. Þannig að ég var dálítið hættulegt barn. Ég var ekkert hræddur við að slá frá mér. Ef ég hafði á tilfinningunni að einhver ætlaði að ybbast upp á mig þá lamdi ég hann áður en honum tókst að gera það,“ sagði Heimir. Langaði alltaf í börn Heimir segist alltaf hafa langað börn og að hann hafi átt von á barni með fyrrverandi kærustu sinni en þau misstu fóstrið skömmu áður en hann kom út úr skápnum. Hann leggi ekki í það í dag. „En ég hef mjög gaman að börnum. Ég næ góðu sambandi við börn. Þau eru svo miklir heimspekingar, krakkar,“ sagði hann. Sindri spurði Heimi hvort það væri hans stærsta eftirsjá, að hafa aldrei eignast börn, en því svaraði Heimir neitandi. Eina sem hann sér verulega eftir er að hafa byrjað að reykja. „Eins og mér þykir nú gott að reykja þegar ég geri það.“ Nokkrir stjórnmálamenn standa upp úr Heimir er í grunninn „vinstrikall“ en segir þó að fólk í öllum flokkum sé ágætt og meingallað í senn eins og aðrir. Sindri spurði Heimi hvort hann ætti sér einhverja uppáhalds stjórnmálamenn í gegnum árin. „Ég hef mjög gaman að Sigmundi Davíð. Hann er svo mælskur. Það er rosa gaman að taka viðtöl við hann og auðvelt að klippa hann,“ sagði Heimir. „Það var líka mjög gaman að Guðna Ágústsyni. Hann hefur húmor og er kíminn. Davíð Oddsson var auðvitað ofboðslega litríkur stjórnmálamaður. Það var aldrei leiðinlegt sem fréttamaður að vera í kringum hann þegar hann var í stjórnmálum. Margrét Frímannsdóttir er í uppáhaldi líka. Hún er svo hrein, hún Magga. Margrét var stjórnmálamaður hjartans og hún var svo street-wise og klár. Ef ekki hefði verið fyrir hana hefði aldrei orðið þessi sameining fjögurra flokka.“ Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Fjölmiðlar Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Heimir fór yfir langan feril og litríka ævi með Sindra og rifjar meðal annars upp æskuárin fyrir vestan. Hann var, að hans sögn, dálítið hættulegt barn. „Á Ísafirði varðstu að vera þannig að annað hvort varstu sá sem fólk var hrætt við eða þú varst hræddur við fólk. Þannig að ég var dálítið hættulegt barn. Ég var ekkert hræddur við að slá frá mér. Ef ég hafði á tilfinningunni að einhver ætlaði að ybbast upp á mig þá lamdi ég hann áður en honum tókst að gera það,“ sagði Heimir. Langaði alltaf í börn Heimir segist alltaf hafa langað börn og að hann hafi átt von á barni með fyrrverandi kærustu sinni en þau misstu fóstrið skömmu áður en hann kom út úr skápnum. Hann leggi ekki í það í dag. „En ég hef mjög gaman að börnum. Ég næ góðu sambandi við börn. Þau eru svo miklir heimspekingar, krakkar,“ sagði hann. Sindri spurði Heimi hvort það væri hans stærsta eftirsjá, að hafa aldrei eignast börn, en því svaraði Heimir neitandi. Eina sem hann sér verulega eftir er að hafa byrjað að reykja. „Eins og mér þykir nú gott að reykja þegar ég geri það.“ Nokkrir stjórnmálamenn standa upp úr Heimir er í grunninn „vinstrikall“ en segir þó að fólk í öllum flokkum sé ágætt og meingallað í senn eins og aðrir. Sindri spurði Heimi hvort hann ætti sér einhverja uppáhalds stjórnmálamenn í gegnum árin. „Ég hef mjög gaman að Sigmundi Davíð. Hann er svo mælskur. Það er rosa gaman að taka viðtöl við hann og auðvelt að klippa hann,“ sagði Heimir. „Það var líka mjög gaman að Guðna Ágústsyni. Hann hefur húmor og er kíminn. Davíð Oddsson var auðvitað ofboðslega litríkur stjórnmálamaður. Það var aldrei leiðinlegt sem fréttamaður að vera í kringum hann þegar hann var í stjórnmálum. Margrét Frímannsdóttir er í uppáhaldi líka. Hún er svo hrein, hún Magga. Margrét var stjórnmálamaður hjartans og hún var svo street-wise og klár. Ef ekki hefði verið fyrir hana hefði aldrei orðið þessi sameining fjögurra flokka.“
Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Fjölmiðlar Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira