Gossprungan að lengjast til sex í morgun Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2024 11:26 Magnús Tumi fór í eftirlitsflug í gær þegar gosið hófst. Myndin er tekin að því loknu. Vísir/Sigurjón Heildarlengd gossprungunnar er um sjö kílómetrar. Hún hélt áfram að lengjast til um klukkan sex í morgun. Enn dregur úr virkni eldgossins en enn er óljóst hvort því ljúki fljótt eða hvort það haldi áfram með minni hraunstraumi. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir eldgosið hafa vaxið jafnt og þétt í fyrstu klukkutímana. Meira en hálfur sólarhringur er nú frá því það hófst klukkan 21:6 í gærkvöldi. „Svo var sprungan að lengjast alveg þangað til klukkan um sex í morgun. Heildarlengd gossprungunnar var um sjö kílómetrar,“ segir Magnús Tumi. Gossprungan hafi þó ekki verið öll virk í einu og að munurinn á þessu gosi og hinum sé að virknin sé norðar og að hún hafi dáið snemma út nærri Grindavík og byggðin þar því ekki í hættu. „Það er enn töluvert hraunrennsli en það hefur dregið mikið úr eins og gerir alltaf fyrstu klukkutímana.“ Hann segir enn óljóst hversu langt hraunið muni renna en það verði metið í hádeginu þegar jarðvísindamenn fljúga yfir svæðið í þyrlu Landhelgisgæskunnar. Í stórum dráttum virðist gosið vera að þróast á sömu leið og þau fyrri. „Það dregur úr en þetta er töluvert miklu norðar, og það er stóri munurinn,“ segir Magnús Tumi. Gossprungurnar sem opnuðust í gær og í nótt voru tvær.Vísir/Grafík Það sé orðið þröngt sunnantil og því hafi virknin færst norðar í þetta sinn. „Þess vegna erum við að sjá annan atburð og miklu lengra frá öllum innviðum slíkum.“ Magnús Tumi segir alla innviði örugga eins og stendur en mögulega gæti hraun runnið yfir kaldavatnslögn HS Orku en ekkert víst að það gerist. Hraunið fari hægt yfir og hafi til dæmis ekki náð Grindavíkurvegi. Eftir því sem líður á daginn verði hægt að sjá betur hvernig þetta muni þróast en við fyrstu sýn virðist gosið haga sér eins og fyrri gos. Óvíst með lengd Hann segir ekki hægt að vera viss um neitt með tímalengd. Það geti verið eins og fyrri gos og varið í stuttan tíma en alveg eins líklegt sé að það verði eins og tvö síðustu sem vörðu í nokkrar vikur. „Þá var hraunrennsli í nokkurn tíma en hraunrennslið sem er í þessum seinni hluta gossins bara brotabrot af því sem er í upphafi. Það er hundraðfaldur munur á því sem kemur fyrstu klukkutímana og það sem kemur seinna. Það er ekki hægt að gefa sér neitt í þessu en þetta er mun skárri sviðsmynd en var í síðasta gosi,“ segir Magnús Tumi. Þá hafi flætt meðfram Grindavík og orkuverinu í Svartsengi og hraunrennslið ógnað innviðum en runnið meðfram varnargörðunum. Hraunið sé núna langt frá innviðum og varnargörðum. Hvað varðar samanburð við síðasta gos segir Magnús Tumi ekki eins mikinn mun á landrisinu á gosi í mars og í maí. Það hafi verið, hlutfallslega, búið að safnast miklu meira þá en á milli gossins núna og maí. Hann segir vísindamenn ekki sjá mikinn mun á þessu gosi og því síðasta. Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni fyrr í morgun að það væri að draga úr hraunrennsli en að eldgosið væri ekki búið að ná jafnvægi. Magnús Tumi segir enn vera að draga úr og það megi búast við því áfram. Óljóst sé hvort það slökkni á því eftir það eða hvort því fylgi langur hali. „Það sem aðallega kemur út úr þessu er að við sjáum engin merki um að þessari atburðarás sé að ljúka. Það er ekki enn þá komið neitt fram sem segir að þessu sé nú að ljúka. Við erum þannig í miðri ánni að vaða yfir hana,“ segir Magnús Tumi og að það sé engin leið að segja til um það hvort þetta verði síðasta gosið eða ekki. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Örfáir starfsmenn fara inn í Svartsengi til að huga að búnaði Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi HS Orku segir það létti hvernig eldgosið og hraunstreymið er að þróast. Eldgosið hófst í gærkvöldi og gýs enn úr tveimur sprungum við Stóra-Skógfell. Birna segir enga innviði í Svartsengi í hættu og hraunið ekki ógna vatnslögn þeirra frá Lágum. 23. ágúst 2024 10:39 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir eldgosið hafa vaxið jafnt og þétt í fyrstu klukkutímana. Meira en hálfur sólarhringur er nú frá því það hófst klukkan 21:6 í gærkvöldi. „Svo var sprungan að lengjast alveg þangað til klukkan um sex í morgun. Heildarlengd gossprungunnar var um sjö kílómetrar,“ segir Magnús Tumi. Gossprungan hafi þó ekki verið öll virk í einu og að munurinn á þessu gosi og hinum sé að virknin sé norðar og að hún hafi dáið snemma út nærri Grindavík og byggðin þar því ekki í hættu. „Það er enn töluvert hraunrennsli en það hefur dregið mikið úr eins og gerir alltaf fyrstu klukkutímana.“ Hann segir enn óljóst hversu langt hraunið muni renna en það verði metið í hádeginu þegar jarðvísindamenn fljúga yfir svæðið í þyrlu Landhelgisgæskunnar. Í stórum dráttum virðist gosið vera að þróast á sömu leið og þau fyrri. „Það dregur úr en þetta er töluvert miklu norðar, og það er stóri munurinn,“ segir Magnús Tumi. Gossprungurnar sem opnuðust í gær og í nótt voru tvær.Vísir/Grafík Það sé orðið þröngt sunnantil og því hafi virknin færst norðar í þetta sinn. „Þess vegna erum við að sjá annan atburð og miklu lengra frá öllum innviðum slíkum.“ Magnús Tumi segir alla innviði örugga eins og stendur en mögulega gæti hraun runnið yfir kaldavatnslögn HS Orku en ekkert víst að það gerist. Hraunið fari hægt yfir og hafi til dæmis ekki náð Grindavíkurvegi. Eftir því sem líður á daginn verði hægt að sjá betur hvernig þetta muni þróast en við fyrstu sýn virðist gosið haga sér eins og fyrri gos. Óvíst með lengd Hann segir ekki hægt að vera viss um neitt með tímalengd. Það geti verið eins og fyrri gos og varið í stuttan tíma en alveg eins líklegt sé að það verði eins og tvö síðustu sem vörðu í nokkrar vikur. „Þá var hraunrennsli í nokkurn tíma en hraunrennslið sem er í þessum seinni hluta gossins bara brotabrot af því sem er í upphafi. Það er hundraðfaldur munur á því sem kemur fyrstu klukkutímana og það sem kemur seinna. Það er ekki hægt að gefa sér neitt í þessu en þetta er mun skárri sviðsmynd en var í síðasta gosi,“ segir Magnús Tumi. Þá hafi flætt meðfram Grindavík og orkuverinu í Svartsengi og hraunrennslið ógnað innviðum en runnið meðfram varnargörðunum. Hraunið sé núna langt frá innviðum og varnargörðum. Hvað varðar samanburð við síðasta gos segir Magnús Tumi ekki eins mikinn mun á landrisinu á gosi í mars og í maí. Það hafi verið, hlutfallslega, búið að safnast miklu meira þá en á milli gossins núna og maí. Hann segir vísindamenn ekki sjá mikinn mun á þessu gosi og því síðasta. Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni fyrr í morgun að það væri að draga úr hraunrennsli en að eldgosið væri ekki búið að ná jafnvægi. Magnús Tumi segir enn vera að draga úr og það megi búast við því áfram. Óljóst sé hvort það slökkni á því eftir það eða hvort því fylgi langur hali. „Það sem aðallega kemur út úr þessu er að við sjáum engin merki um að þessari atburðarás sé að ljúka. Það er ekki enn þá komið neitt fram sem segir að þessu sé nú að ljúka. Við erum þannig í miðri ánni að vaða yfir hana,“ segir Magnús Tumi og að það sé engin leið að segja til um það hvort þetta verði síðasta gosið eða ekki.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Örfáir starfsmenn fara inn í Svartsengi til að huga að búnaði Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi HS Orku segir það létti hvernig eldgosið og hraunstreymið er að þróast. Eldgosið hófst í gærkvöldi og gýs enn úr tveimur sprungum við Stóra-Skógfell. Birna segir enga innviði í Svartsengi í hættu og hraunið ekki ógna vatnslögn þeirra frá Lágum. 23. ágúst 2024 10:39 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira
Örfáir starfsmenn fara inn í Svartsengi til að huga að búnaði Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi HS Orku segir það létti hvernig eldgosið og hraunstreymið er að þróast. Eldgosið hófst í gærkvöldi og gýs enn úr tveimur sprungum við Stóra-Skógfell. Birna segir enga innviði í Svartsengi í hættu og hraunið ekki ógna vatnslögn þeirra frá Lágum. 23. ágúst 2024 10:39