Ten Hag til leikmanna Man. Utd: Ekki fara í fýlu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 09:31 Joshua Zirkzee kemur inn á sem varamaður í fyrsta leik Manchester United á tímabilinu sem var á móti Fulham. Zirkzee átti eftir að skora sigurmarkið í leiknum. Getty/Robbie Jay Barratt Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur varað sína leikmenn við því að það sé mun meiri samkeppni í liðinu í vetur heldur en á síðasta tímabili. United hefur keypt fullt af leikmönnum í sumar en félagið hefur eytt meira en 130 milljónum punda samanlagt í þá Joshua Zirkzee, Leny Yoro, Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui. Það er líka enn góður möguleiki á því að miðjumaðurinn Manuel Ugarte komi frá Paris Saint-Germain áður en félagaskiptaglugginn lokar. Ten Hag segir að stærri og öflugri leikmannahópur þýði að leikmenn þurfi stundum að sætta sig við það að vera á hliðarlínunni. BBC segir frá. „Við erum með góðan leikmannahóp og ég vonast til að vera með tvo leikmenn í hverja stöðu. Það þýðir líka að þú getur ekki valið alla leikmenn í liðið. Þú þarft á þeim að halda allt tímabilið því þeir hæfustu munu lifa af á þessu tímabili,“ sagði Ten Hag „Við verðum að stýra álaginu en hugarfar leikmanna er einnig mikilvægt. Stundum verða þeir svekktir með að fá ekki að spila en þeir verða að takast á við það með réttum hætti,“ sagði Ten Hag og skilaboðin eru skýr: Ekki fara í fýlu. Daily Mail sló þessu upp í morgun eins og sjá má hér fyrir neðan. Daily Mail Meiðsli og annað vesen hafa séð til þess að Ten Hag hefur sjaldan verið með fullan leikmannahóp í boði þegar hann stillir upp byrjunarliði sínu. Það verður því fróðlegt að sjá hverjir spila, hverjir spilar næstum því alltaf og hvort að einhverjir leikmanna hans fari hreinlega í fýlu missi þeir sæti sitt í liðinu. „Þú vinnur ekkert með ellefu leikmönnum. Þú vinnur með öllum leikmannahópnum. Úrslitin ráðast í maí og þangað til þurfum við á því að halda að allir leikmenn í hópnum séu tilbúnir og með rétta hugarfarið,“ sagði Ten Hag. „Þetta er ekki von mín heldur krafa frá félaginu og mér sem knattspyrnustjóra. Liðið er alltaf mikilvægara en einn einstaklingur innan þess,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Sjá meira
United hefur keypt fullt af leikmönnum í sumar en félagið hefur eytt meira en 130 milljónum punda samanlagt í þá Joshua Zirkzee, Leny Yoro, Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui. Það er líka enn góður möguleiki á því að miðjumaðurinn Manuel Ugarte komi frá Paris Saint-Germain áður en félagaskiptaglugginn lokar. Ten Hag segir að stærri og öflugri leikmannahópur þýði að leikmenn þurfi stundum að sætta sig við það að vera á hliðarlínunni. BBC segir frá. „Við erum með góðan leikmannahóp og ég vonast til að vera með tvo leikmenn í hverja stöðu. Það þýðir líka að þú getur ekki valið alla leikmenn í liðið. Þú þarft á þeim að halda allt tímabilið því þeir hæfustu munu lifa af á þessu tímabili,“ sagði Ten Hag „Við verðum að stýra álaginu en hugarfar leikmanna er einnig mikilvægt. Stundum verða þeir svekktir með að fá ekki að spila en þeir verða að takast á við það með réttum hætti,“ sagði Ten Hag og skilaboðin eru skýr: Ekki fara í fýlu. Daily Mail sló þessu upp í morgun eins og sjá má hér fyrir neðan. Daily Mail Meiðsli og annað vesen hafa séð til þess að Ten Hag hefur sjaldan verið með fullan leikmannahóp í boði þegar hann stillir upp byrjunarliði sínu. Það verður því fróðlegt að sjá hverjir spila, hverjir spilar næstum því alltaf og hvort að einhverjir leikmanna hans fari hreinlega í fýlu missi þeir sæti sitt í liðinu. „Þú vinnur ekkert með ellefu leikmönnum. Þú vinnur með öllum leikmannahópnum. Úrslitin ráðast í maí og þangað til þurfum við á því að halda að allir leikmenn í hópnum séu tilbúnir og með rétta hugarfarið,“ sagði Ten Hag. „Þetta er ekki von mín heldur krafa frá félaginu og mér sem knattspyrnustjóra. Liðið er alltaf mikilvægara en einn einstaklingur innan þess,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti