Þriggja metra hrauntunga renni í átt að Grindavíkurvegi Lovísa Arnardóttir skrifar 22. ágúst 2024 22:46 Víðir Reynisson segir líklega langa nótt fram undan hjá viðbragðsaðilum Vísir/Arnar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir eldgosið svipað að stærð og áður en hraunstreymið meira í . Töluverður hraunstraumur stefni í átt að Grindavíkurvegi og hugsanlega að varnargörðum við Bláa lónið. „Mesti krafturinn og lengingarnar í því eru meira til norðurs, þannig við erum meir hraunstreymi norðar en við höfum verið með frá því kannski í desember,“ segir Víðir í samtali ið fréttastofu. Stðasetning eldgossins sé líkust því sem var í eldgosinu í desember. „Milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells er talsvert mikið hraunstreymi og jafnvel norðan við Stóra-Skógfellið.“ Víðir fyrsta rennsli hraunstraumsins um þrjá metra að breidd. Hann á ekki von á því að hraunið fari yfir varnargarðana að svo stöddu en að líklegt sé að það þurfi að endurmeta stöðuna „eftir fyrstu gusuna“. Hann segir Grindavíkurveginn líklega það fyrsta sem lendi fyrir hraunstraumnum. Víðir segir að rýming hafi gengið afar vel í Grindavík, Svartsengi og í Bláa lóninu. Það hafi verið fáir starfsmenn í Svartsengi og lítil starfsemi. Fram kom í tilkynningu frá Bláa lóninu að um 1.300 gestir og starfsmenn hafi verið á svæðinu. Ekki var talin þörf á að opna fjöldahjálparstöð en Víðir segir Rauða krossinn í nánu samstarfi við viðbragðsaðila og fylgjast vel með. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Það gekk mjög hratt fyrir sig,“ segir Víðir og að það hafi liðið hálftími frá því að fyrstu merki sáust um mögulegt eldgos og þar til eldgosið hófst. „Nú er vísindafólk í þyrluflugi að meta og mynda og þeim gögnum er streymt til þeirra sem gera fyrir okkur hraunhermilíkön,“ segir hann og að fyrstu niðurstöður úr því komi á næstu klukkustundum. Þá viti þau betur hvað gerist næst og hvert hraunið streymi. Þá sé hægt að gera plön fyrir næstu skref. „Eins og staðan er núna er rýmingu lokið og enginn í hættu. Hraunstreymið ógnar ekki enn þá varnargörðunum,“ segir Víðir og að hann eigi alveg von á því að það gerist seinna. Það hafi þurft að bregðast við því í fyrri eldgosum og það verði líklega þannig líka núna. Hann segir að á staðnum sé töluvert af búnaði en að almannavarnir verði að sjá hvernig hraunstraumurinn þróast eftir þennan fyrsta fasa eldgossins. „Við vitum það líka alveg að náttúran er ekki alltaf fyrirsjáanleg,“ segir Víðir og að nóttin verði líklega löng hjá viðbragðsaðilum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sjáðu sprunguna opnast Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í kvöld en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. 22. ágúst 2024 22:43 Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Um 1.300 manns í og við Bláa lónið þegar gosið hófst Um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst vegna eldgossins sem hófst við Sýlingarfell á tíunda tímanum í kvöld. 22. ágúst 2024 22:23 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
„Mesti krafturinn og lengingarnar í því eru meira til norðurs, þannig við erum meir hraunstreymi norðar en við höfum verið með frá því kannski í desember,“ segir Víðir í samtali ið fréttastofu. Stðasetning eldgossins sé líkust því sem var í eldgosinu í desember. „Milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells er talsvert mikið hraunstreymi og jafnvel norðan við Stóra-Skógfellið.“ Víðir fyrsta rennsli hraunstraumsins um þrjá metra að breidd. Hann á ekki von á því að hraunið fari yfir varnargarðana að svo stöddu en að líklegt sé að það þurfi að endurmeta stöðuna „eftir fyrstu gusuna“. Hann segir Grindavíkurveginn líklega það fyrsta sem lendi fyrir hraunstraumnum. Víðir segir að rýming hafi gengið afar vel í Grindavík, Svartsengi og í Bláa lóninu. Það hafi verið fáir starfsmenn í Svartsengi og lítil starfsemi. Fram kom í tilkynningu frá Bláa lóninu að um 1.300 gestir og starfsmenn hafi verið á svæðinu. Ekki var talin þörf á að opna fjöldahjálparstöð en Víðir segir Rauða krossinn í nánu samstarfi við viðbragðsaðila og fylgjast vel með. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Það gekk mjög hratt fyrir sig,“ segir Víðir og að það hafi liðið hálftími frá því að fyrstu merki sáust um mögulegt eldgos og þar til eldgosið hófst. „Nú er vísindafólk í þyrluflugi að meta og mynda og þeim gögnum er streymt til þeirra sem gera fyrir okkur hraunhermilíkön,“ segir hann og að fyrstu niðurstöður úr því komi á næstu klukkustundum. Þá viti þau betur hvað gerist næst og hvert hraunið streymi. Þá sé hægt að gera plön fyrir næstu skref. „Eins og staðan er núna er rýmingu lokið og enginn í hættu. Hraunstreymið ógnar ekki enn þá varnargörðunum,“ segir Víðir og að hann eigi alveg von á því að það gerist seinna. Það hafi þurft að bregðast við því í fyrri eldgosum og það verði líklega þannig líka núna. Hann segir að á staðnum sé töluvert af búnaði en að almannavarnir verði að sjá hvernig hraunstraumurinn þróast eftir þennan fyrsta fasa eldgossins. „Við vitum það líka alveg að náttúran er ekki alltaf fyrirsjáanleg,“ segir Víðir og að nóttin verði líklega löng hjá viðbragðsaðilum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sjáðu sprunguna opnast Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í kvöld en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. 22. ágúst 2024 22:43 Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Um 1.300 manns í og við Bláa lónið þegar gosið hófst Um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst vegna eldgossins sem hófst við Sýlingarfell á tíunda tímanum í kvöld. 22. ágúst 2024 22:23 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Sjáðu sprunguna opnast Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í kvöld en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. 22. ágúst 2024 22:43
Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27
Um 1.300 manns í og við Bláa lónið þegar gosið hófst Um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst vegna eldgossins sem hófst við Sýlingarfell á tíunda tímanum í kvöld. 22. ágúst 2024 22:23