Vindur í eigu þjóðar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 22. ágúst 2024 07:02 Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar og að ströng skilyrði séu fyrir nýtingu þessa kostar. Vindorkuver geta haft veruleg áhrif á landslag, lífríki og lífsgæði fólks í nærsamfélaginu. Á fáum og röskuðum svæðum Ísland á að nýta auðlindir sínar í sátt við samfélag og náttúru. Gott er ganga út frá því viðmiði að náttúran sé friðhelg og nýting sé undantekning frá þeirri meginreglu. Við Íslendingar búum í nánara sambandi við náttúruna en margar aðrar þjóðir og hún er órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar. Vindorkuver valda meira raski á náttúrunni en oft er haldið fram í umræðunni og framkvæmdir eru ekki endilega að fullu afturkræfar. Á Íslandi má enn finna lítt snortin víðerni og stór svæði þar sem áhrifa mannsins gætir takmarkað, sem er nánast einsdæmi í okkar heimshluta og ef vindorkuver eru reist á landi ættu þau að vera á fáum stöðum og á þegar röskuðum svæðum. Þá er mikilvægt að halda vindorkuverum utan miðhálendis Íslands, náttúruverndarsvæða og víðerna, mikilvægra fuglasvæða og farleiða fugla svo eitthvað sé nefnt. Samfélagslegt eignarhald og auðlindagjald Ein af grundvallarstoðum í stefnu Vinstri grænna er að orkuauðlindir Íslands eigi að vera í almannaeigu. Aðkoma einkaaðila að uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi er ekki æskileg að mínu mati. Landsvirkjun, sem er í samfélagslegri eigu, ætti að gegna því hlutverki. Þá er mikilvægt að taka auðlindagjald af vindorkuvirkjunum sem á að renna til samfélagsins alls. Orka í þágu innlendra orkuskipta, ekki útflutnings Vinstri græn telja að fyrst og fremst skuli horfa til betri nýtingar orkunnar og jafna aðgengi að nauðsynlegum orkuskiptum um land allt. Jafnframt að ef afla þurfi frekari orku skuli henni ráðstafað í þágu almennra nota og innlendra orkuskipta en ekki til útflutnings. Þannig getur Ísland haldið áfram að vera leiðandi á sviði endurnýjanlegrar orku án þess að ráðast í stórfelldar fórnir á náttúru Íslands. Ósnortin náttúra landsins og víðernin eru líka verðmæt auðlind sem okkur ber að standa vörð um. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Orkumál Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar og að ströng skilyrði séu fyrir nýtingu þessa kostar. Vindorkuver geta haft veruleg áhrif á landslag, lífríki og lífsgæði fólks í nærsamfélaginu. Á fáum og röskuðum svæðum Ísland á að nýta auðlindir sínar í sátt við samfélag og náttúru. Gott er ganga út frá því viðmiði að náttúran sé friðhelg og nýting sé undantekning frá þeirri meginreglu. Við Íslendingar búum í nánara sambandi við náttúruna en margar aðrar þjóðir og hún er órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar. Vindorkuver valda meira raski á náttúrunni en oft er haldið fram í umræðunni og framkvæmdir eru ekki endilega að fullu afturkræfar. Á Íslandi má enn finna lítt snortin víðerni og stór svæði þar sem áhrifa mannsins gætir takmarkað, sem er nánast einsdæmi í okkar heimshluta og ef vindorkuver eru reist á landi ættu þau að vera á fáum stöðum og á þegar röskuðum svæðum. Þá er mikilvægt að halda vindorkuverum utan miðhálendis Íslands, náttúruverndarsvæða og víðerna, mikilvægra fuglasvæða og farleiða fugla svo eitthvað sé nefnt. Samfélagslegt eignarhald og auðlindagjald Ein af grundvallarstoðum í stefnu Vinstri grænna er að orkuauðlindir Íslands eigi að vera í almannaeigu. Aðkoma einkaaðila að uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi er ekki æskileg að mínu mati. Landsvirkjun, sem er í samfélagslegri eigu, ætti að gegna því hlutverki. Þá er mikilvægt að taka auðlindagjald af vindorkuvirkjunum sem á að renna til samfélagsins alls. Orka í þágu innlendra orkuskipta, ekki útflutnings Vinstri græn telja að fyrst og fremst skuli horfa til betri nýtingar orkunnar og jafna aðgengi að nauðsynlegum orkuskiptum um land allt. Jafnframt að ef afla þurfi frekari orku skuli henni ráðstafað í þágu almennra nota og innlendra orkuskipta en ekki til útflutnings. Þannig getur Ísland haldið áfram að vera leiðandi á sviði endurnýjanlegrar orku án þess að ráðast í stórfelldar fórnir á náttúru Íslands. Ósnortin náttúra landsins og víðernin eru líka verðmæt auðlind sem okkur ber að standa vörð um. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar