Græddi meira en milljarð á því að skemmta sér á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2024 12:02 Bandarísku fjölmiðlarnir misstu ekki af því sem Snoop Dogg tók sér fyrir hendur í París. Getty/Alex Gottschalk Rapparinn Snoop Dogg var hrókur alls fagnaðar á Ólympíuleikunum í París en kappinn var ekki mættur þangað bara fyrir heiðurinn eða áhuga sinn á Ólympíuleikunum. Nú er komið fram í dagsljósið að Snoop Dogg var á þrusu launum fyrir að skemmta sér og öðrum á Ólympíuleikunum. Snoop Dogg deildi sjálfur frétt á sínum samfélagsmiðlum þar sem kom fram að hann hafi fengið 447 þúsund Bandaríkjadali á dag fyrir vinnuna sína á Ólympíuleikunum. Það gerir rúma 61 milljón króna í laun á dag. #Snoop recently re-posted a video that says, “This is the main star of the Paris Olympics. Snoop Dogg, a top rapper, gets over 40 m rubles about $447,000 daily for his presence at the Paris Olympic Games” 🤯@SnoopDogg #TPRMediaGroup#TheProgressReport pic.twitter.com/GNbdMN040O— The Progress Report Media Group (@TPRMediaGroup) August 17, 2024 Það var líka allt borgað undir Snoop á leikunum, eins og gisting, ferðalög, matur og annað. Hann kom því út í hreinum gróða. Reif upp stemmninguna Það er samt ekki hægt að segja annað en að Snoop Dogg hafi skilað sínu starfi upp á tíu. Hann var mættur til Parísar til að rífa upp stemmninguna og auka athygli á keppnisgreinum leikanna. Hvert sem hann fór þá var hann hrókur alls fagnaðar og bandaríska íþróttafólkið tók honum fagnandi. Þessi tilraun heppnaðist líka vel fyrir þá sem borguðu fyrir hann reikninginn því allir fjölmiðlar voru uppfullir af fréttum um það sem Snoop tók sér fyrir hendur þessa daga í París. Níu milljónir Bandaríkjadala Hann var líka tilbúinn að prófa alls konar íþróttir auk þess að lýsa keppnum með sínum einstaka hætti. Fyrir vikið fengu fleiri íþróttir sviðsljósið. Snnop Dogg var alls í sautján daga á Ólympíuleikunum og fékk því næstum því níu milljónir dollara að launum fyrir þessa ferð. Það gerir meira en milljarð í íslenskum krónum. Tölurnar tala og það er strax farið að orða kappann við næstu Ólympíuleika. Áhorfið á Ólympíuleikana jókst nefnilega um 79 prósent í bandarísku sjónvarpi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mAgbSaF_UoM">watch on YouTube</a> Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Nú er komið fram í dagsljósið að Snoop Dogg var á þrusu launum fyrir að skemmta sér og öðrum á Ólympíuleikunum. Snoop Dogg deildi sjálfur frétt á sínum samfélagsmiðlum þar sem kom fram að hann hafi fengið 447 þúsund Bandaríkjadali á dag fyrir vinnuna sína á Ólympíuleikunum. Það gerir rúma 61 milljón króna í laun á dag. #Snoop recently re-posted a video that says, “This is the main star of the Paris Olympics. Snoop Dogg, a top rapper, gets over 40 m rubles about $447,000 daily for his presence at the Paris Olympic Games” 🤯@SnoopDogg #TPRMediaGroup#TheProgressReport pic.twitter.com/GNbdMN040O— The Progress Report Media Group (@TPRMediaGroup) August 17, 2024 Það var líka allt borgað undir Snoop á leikunum, eins og gisting, ferðalög, matur og annað. Hann kom því út í hreinum gróða. Reif upp stemmninguna Það er samt ekki hægt að segja annað en að Snoop Dogg hafi skilað sínu starfi upp á tíu. Hann var mættur til Parísar til að rífa upp stemmninguna og auka athygli á keppnisgreinum leikanna. Hvert sem hann fór þá var hann hrókur alls fagnaðar og bandaríska íþróttafólkið tók honum fagnandi. Þessi tilraun heppnaðist líka vel fyrir þá sem borguðu fyrir hann reikninginn því allir fjölmiðlar voru uppfullir af fréttum um það sem Snoop tók sér fyrir hendur þessa daga í París. Níu milljónir Bandaríkjadala Hann var líka tilbúinn að prófa alls konar íþróttir auk þess að lýsa keppnum með sínum einstaka hætti. Fyrir vikið fengu fleiri íþróttir sviðsljósið. Snnop Dogg var alls í sautján daga á Ólympíuleikunum og fékk því næstum því níu milljónir dollara að launum fyrir þessa ferð. Það gerir meira en milljarð í íslenskum krónum. Tölurnar tala og það er strax farið að orða kappann við næstu Ólympíuleika. Áhorfið á Ólympíuleikana jókst nefnilega um 79 prósent í bandarísku sjónvarpi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mAgbSaF_UoM">watch on YouTube</a>
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira