Enski boltinn

Snið­gengu verð­launa­af­hendinguna og fóru út að borða

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho voru báðir tilnefndir sem besti ungi leikmaðurinn.
Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho voru báðir tilnefndir sem besti ungi leikmaðurinn. Visionhaus/Getty Images

Enginn leikmaður karlaliðs Manchester United var viðstaddur verðlaunaafhendingu PFA í gærkvöldi, liðið snæddi á veitingastað rétt hjá á meðan nágrannar þeirra sópuðu verðlaunum til sín.

Alejandro Garnacho og Kobbie Mainoo voru þeir einu sem voru tilnefndir til verðlauna, besti ungi leikmaðurinn, sem fyrrum City-maðurinn Cole Palmer vann.

Phil Foden var valinn besti leikmaðurinn, Erling Haaland, Rodri og Kyle Walker voru allir með honum í liði ársins.

United-menn voru ekki viðstaddir og nutu þess frekar lífsins á kínverska veitingastaðnum Tattu, sem Manchester City hefur einmitt notað áður til að fagna þegar þeir unnu þrennuna á þarsíðasta tímabili.

Það var risastórt 500 manna partý, en öllu rólegra hjá United í gær, þó flestallir leikmenn liðsins virðast hafa látið sjá sig, meira að segja nýju mennirnir Matthijs De Ligt, Noussair Mazraoui og Lenny Yoro mætti á hækjum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×