Framleidd var átta þátta sería, tökur hófust síðasta desember og útboð um sýningarrétt þáttanna hófst í janúar, þegar Klopp tilkynnti að hann myndi láta af störfum eftir tímabilið.
Hann var sjálfur mjög skeptískur á slíka heimildarþætti og hótaði á sínum tíma að hætta ef eigendur Liverpool myndu gera félagið að viðfangsefni.
Liverpool have announced there will be a documentary of the final months of this season released later in the year.
— View of the Kop (@ViewOfTheKop_) January 31, 2024
Klopp said a few years back that if the club ever did an Amazon style documentary with cameras in the dressing room, then he would leave?
Strange. pic.twitter.com/JabvgjTaSz
Svo virðist sem honum hafi snúist hugur á síðasta tímabilinu sem stjóri því Klopp veitti framleiðendum fullt aðgengi að allri starfsemi Liverpool þar til hann hætti.
Disney+ hefur áður boðið í sýningarréttinn en þær viðræður hafa staðnað og Amazon Prime hefur lagt fram tilboð, sem The Athletic segir að hljóði upp á tugi milljóna punda.
Auk þess að bjóða í heimildarþættina um Klopp er Amazon að framleiða heimildarmynd um Sir Kenny Dalglish sem mun koma út í byrjun næsta árs.