Fótbolti

Emelía með slitið krossband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emelía Óskarsdóttir spilar ekki næstu mánuðina.
Emelía Óskarsdóttir spilar ekki næstu mánuðina. Køge

Íslenska unglingalandsliðskonan Emelía Óskarsdóttir verður frá keppni næstu mánuðina eftir að hún sleit krossband í hné.

Emelía leikur með Køge í Danmörku en félagið greindi frá meiðslum hennar á heimasíðu sinni. Emelía þarf að gangast undir aðgerð og að henni lokinni tekur við endurhæfing.

Hin átján ára Emelía lék sjö leiki með Køge í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og skoraði eitt mark. Hún kom til liðsins frá Kristianstad.

Síðasta sumar lék Emelía ellefu leiki með Selfossi í deild og bikar og skoraði tvö mörk.

Hún hefur leikið 37 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað þrettán mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×