Heimir: Valsmenn fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk Andri Már Eggertsson skrifar 19. ágúst 2024 20:45 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennskuna Vísir/Anton Brink FH gerði 2-2 jafntefli gegn Val í annað skiptið á tímabilinu. Leikurinn var mikill rússíbani og bæði lið skoruðu í uppbótartímanum. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með frammistöðu liðsins. „Úr því sem komið var þar sem þeir skoruðu á 94. mínútu sýndum við karakter að koma til baka og jafna. Ef maður skoðar leikinn í heild sinni og þá sérstaklega seinni hálfleik þá var eitt lið á vellinum og við vorum miklu betri.“ „Það var sama upp á teningnum í fyrri umferðinni þá vorum við miklu betri líka en Valsmenn eru góðir að því leytinu til að þeir refsa liðum og þurfa ekki mörg færi til að skora. Þeir fengu tvö færi í þessum leik og skoruðu tvö mörk. Það voru vonbrigði að vinna ekki þennan leik,“ sagði Heimir eftir leik. Heimir var ánægður með frammistöðu liðsins og fór yfir það hvað breyttist hjá FH í síðari hálfleik þar sem hans menn sundurspiluðu Val. „Við vorum betri á boltanum í seinni hálfleik og það var gott flot á boltanum. Við vorum að fá fyrirgjafir og vorum hættulegir í föstum leikatriðum. Skiptingarnar lyftu leik liðsins og það hjálpaði til. Við megum ekki gleyma því að það var góður karakter að koma til baka.“ Valur var yfir í hálfleik og aðspurður út í fyrsta mark gestanna sagði Heimir að þetta hafi verið uppskrift sem hann hafði séð oft áður. „Þetta var uppskrift sem við höfum séð oft áður. Bæði fyrra og seinna markið þar sem Birkir Már [Sævarsson] fer upp vænginn og hann er ótrúlega góður í að tímasetja hlaup og Tryggvi [Hrafn Haraldsson] kom inn í teig og við gleymdum okkur en heilt yfir náðum við að loka á það sem þeir voru að gera og við tökum það með okkur.“ „Eins og ég sagði fyrir leik þá var leikurinn okkar gegn KR var slakur þrátt fyrir að öll tölfræði hafi sýnt að við vorum betri þá var fínt að spila á móti góðu liði og fá stig,“ sagði Heimir að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Sjá meira
„Úr því sem komið var þar sem þeir skoruðu á 94. mínútu sýndum við karakter að koma til baka og jafna. Ef maður skoðar leikinn í heild sinni og þá sérstaklega seinni hálfleik þá var eitt lið á vellinum og við vorum miklu betri.“ „Það var sama upp á teningnum í fyrri umferðinni þá vorum við miklu betri líka en Valsmenn eru góðir að því leytinu til að þeir refsa liðum og þurfa ekki mörg færi til að skora. Þeir fengu tvö færi í þessum leik og skoruðu tvö mörk. Það voru vonbrigði að vinna ekki þennan leik,“ sagði Heimir eftir leik. Heimir var ánægður með frammistöðu liðsins og fór yfir það hvað breyttist hjá FH í síðari hálfleik þar sem hans menn sundurspiluðu Val. „Við vorum betri á boltanum í seinni hálfleik og það var gott flot á boltanum. Við vorum að fá fyrirgjafir og vorum hættulegir í föstum leikatriðum. Skiptingarnar lyftu leik liðsins og það hjálpaði til. Við megum ekki gleyma því að það var góður karakter að koma til baka.“ Valur var yfir í hálfleik og aðspurður út í fyrsta mark gestanna sagði Heimir að þetta hafi verið uppskrift sem hann hafði séð oft áður. „Þetta var uppskrift sem við höfum séð oft áður. Bæði fyrra og seinna markið þar sem Birkir Már [Sævarsson] fer upp vænginn og hann er ótrúlega góður í að tímasetja hlaup og Tryggvi [Hrafn Haraldsson] kom inn í teig og við gleymdum okkur en heilt yfir náðum við að loka á það sem þeir voru að gera og við tökum það með okkur.“ „Eins og ég sagði fyrir leik þá var leikurinn okkar gegn KR var slakur þrátt fyrir að öll tölfræði hafi sýnt að við vorum betri þá var fínt að spila á móti góðu liði og fá stig,“ sagði Heimir að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Sjá meira