„Við erum með YouTube-gaur að berjast við besta boxara sögunnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. ágúst 2024 13:01 Mike Tyson og Jake Paul mætast í boxbardaga 15. nóvember næstkomandi. getty/Michael Loccisano Mike Tyson er tilbúinn í bardagann gegn Jake Paul og ætlar að láta samfélagsmiðlastjörnuna finna til tevatnsins. Tyson og Paul áttu að mætast í boxbardaga 20. júlí. Honum var frestað vegna veikinda Tysons. Í flugi frá Miami til Los Angeles í maí fann gamli heimsmeistarinn fyrir ógleði og svima vegna magasárs. Bardaginn á núna að fara fram 15. nóvember á heimavelli NFL-liðsins Dallas Cowboys í Arlington, Texas. Tyson er hvergi banginn þrátt fyrir veikindin í vor. „Ég berst því ég get það. Hver annar en ég getur gert þetta? Hvern annan á hann að berjast við?“ sagði Tyson á blaðamannafundi í New York. „Við verðum bara að horfa í staðreyndirnar. Við erum með YouTube-gaur að berjast við besta boxara sögunnar.“ Á blaðamannafundinum fögnuðu viðstaddir Tyson honum vel og innilega en púuðu á Paul. Hann svaraði fyrir sig. „Hey, New York. Þú ert eins og Mike Tyson. Góður fyrir tuttugu árum,“ sagði Paul sem beindi svo orðum sínum að Tyson. „Ég var tilbúinn áður en þú þurftir smá hlé. Er þér enn illt í maganum,“ sagði Paul sem barðist við Mike Perry, sem kemur úr hnefaleikum án hanska, og sigraði hann 20. júlí. Tyson, sem er 58 ára, lagði hanskana á hilluna 2005 en sneri aftur í hringinn fyrir fjórum árum þegar hann mætti Roy Jones í sýningarbardaga. Hann byrjaði að æfa á nýjan leik fyrir tveimur til þremur vikum Box Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Sjá meira
Tyson og Paul áttu að mætast í boxbardaga 20. júlí. Honum var frestað vegna veikinda Tysons. Í flugi frá Miami til Los Angeles í maí fann gamli heimsmeistarinn fyrir ógleði og svima vegna magasárs. Bardaginn á núna að fara fram 15. nóvember á heimavelli NFL-liðsins Dallas Cowboys í Arlington, Texas. Tyson er hvergi banginn þrátt fyrir veikindin í vor. „Ég berst því ég get það. Hver annar en ég getur gert þetta? Hvern annan á hann að berjast við?“ sagði Tyson á blaðamannafundi í New York. „Við verðum bara að horfa í staðreyndirnar. Við erum með YouTube-gaur að berjast við besta boxara sögunnar.“ Á blaðamannafundinum fögnuðu viðstaddir Tyson honum vel og innilega en púuðu á Paul. Hann svaraði fyrir sig. „Hey, New York. Þú ert eins og Mike Tyson. Góður fyrir tuttugu árum,“ sagði Paul sem beindi svo orðum sínum að Tyson. „Ég var tilbúinn áður en þú þurftir smá hlé. Er þér enn illt í maganum,“ sagði Paul sem barðist við Mike Perry, sem kemur úr hnefaleikum án hanska, og sigraði hann 20. júlí. Tyson, sem er 58 ára, lagði hanskana á hilluna 2005 en sneri aftur í hringinn fyrir fjórum árum þegar hann mætti Roy Jones í sýningarbardaga. Hann byrjaði að æfa á nýjan leik fyrir tveimur til þremur vikum
Box Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða