Þurftu að stækka klefann hjá Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 11:01 Leikmenn Chelsea sjást hér fyrir leikinn á móti Manchester City í gær. Það er engin smá samkeppni í gangi hjá félaginu enda yfir fjörutíu leikmenn á skrá. Getty/Shaun Botterill Umræðan um stærð leikmannahópsins hjá Chelsea hefur verið áberandi síðustu vikur enda heldur félagið áfram að bæta við sig leikmönnum. Frá því að Behdad Eghbali og Todd Boehly eignuðust Chelsea fyrir tveimur árum síðan hafa þeir eytt um 1,5 milljörðum punda í nýja leikmenn. Breska ríkisútvarpið segir frá því að leikmannahópurinn hafi verið orðinn svo stór, eftir hundrað daga undir nýjum eigendum, að það þurfti bókstaflega að stækka búningsklefann. Það þurfti stærri klefa til að koma fleiri leikmönnum þangað inn enda þurftu leikmenn þá að skipta um föt á göngunum. Chelsea þurfti á þessum tíma að skilja Pierre-Emerick Aubameyang eftir utan Meistaradeildarhóps þrátt fyrir að hann hafi byrjað alla leikina í riðlakeppninni. Þegar kom að útsláttarkeppninni þá var ekki lengur pláss fyrir hann. Enzo Maresca, nýr knattspyrnustjóri Chelsea, fær nú það vandamikla verkefni að finna besta liðið sitt og velja þá 25 leikmenn sem verða í boði í ensku úrvalsdeildinni. Hver stjóri þarf að velja 25 manna hóp en leikmenn undir 21 árs teljast ekki með þar. Af þessum 25 þurfa síðan átta leikmenn að vera uppaldir í Englandi. Ellefu nýir leikmenn hafa bæst við í sumar og það þarf að finna út hverjir spila, hverjir eru í hóp, hverjir passa best saman og hvaða leikstíll hentar þessum leikmannahópi best. Verkefnið er því af stærri gerðinni fyrir Maresca og það er strax komið af stað mikið fjaðrafok í kringum Raheem Sterling. Umræðan um stærð leikmannahópsins og framtíð sumra leikmanna liðsins verður því örugglega mjög áberandi þar til að félagsskiptaglugginn lokar. Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Sjá meira
Frá því að Behdad Eghbali og Todd Boehly eignuðust Chelsea fyrir tveimur árum síðan hafa þeir eytt um 1,5 milljörðum punda í nýja leikmenn. Breska ríkisútvarpið segir frá því að leikmannahópurinn hafi verið orðinn svo stór, eftir hundrað daga undir nýjum eigendum, að það þurfti bókstaflega að stækka búningsklefann. Það þurfti stærri klefa til að koma fleiri leikmönnum þangað inn enda þurftu leikmenn þá að skipta um föt á göngunum. Chelsea þurfti á þessum tíma að skilja Pierre-Emerick Aubameyang eftir utan Meistaradeildarhóps þrátt fyrir að hann hafi byrjað alla leikina í riðlakeppninni. Þegar kom að útsláttarkeppninni þá var ekki lengur pláss fyrir hann. Enzo Maresca, nýr knattspyrnustjóri Chelsea, fær nú það vandamikla verkefni að finna besta liðið sitt og velja þá 25 leikmenn sem verða í boði í ensku úrvalsdeildinni. Hver stjóri þarf að velja 25 manna hóp en leikmenn undir 21 árs teljast ekki með þar. Af þessum 25 þurfa síðan átta leikmenn að vera uppaldir í Englandi. Ellefu nýir leikmenn hafa bæst við í sumar og það þarf að finna út hverjir spila, hverjir eru í hóp, hverjir passa best saman og hvaða leikstíll hentar þessum leikmannahópi best. Verkefnið er því af stærri gerðinni fyrir Maresca og það er strax komið af stað mikið fjaðrafok í kringum Raheem Sterling. Umræðan um stærð leikmannahópsins og framtíð sumra leikmanna liðsins verður því örugglega mjög áberandi þar til að félagsskiptaglugginn lokar.
Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Sjá meira