Segir Sterling hafa brugðist liðsfélögum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 08:01 Það er komin upp mikil óvissa með framtíð Raheem Sterling hjá Chelsea og hann sjálfur heimtar skýringar. Getty/ James Gill Chelsea tapaði í gær fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem jafnframt var fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn nýja stjórans Enzo Maresca. Fyrsta stóra vandamál tímabilsins var þó komið fram í dagsljósið áður en leikurinn var flautaður á. Klukkutíma fyrir leik sendi Raheem Sterling frá sér yfirlýsingu þar sem hann heimtaði um skýringar á stöðu sinni innan félagsins. Litlu áður hafði Maresca tilkynnt byrjunarlið sitt og leikmannahóp fyrir leikinn á móti Manchester City og þar mátti ekki sjá nafn Sterling. Hann var ekki sá eini. Það komast bara tuttugu leikmenn fyrir á hverri skýrslu og Chelsea er með 42 leikmenn á skrá. Knattspyrnustjórinn Maresca segir að þrjátíu af þessum leikmönnum séu að keppa um sæti í liðinu. Sterling fékk að heyra það frá knattspyrnusérfræðingunum úti. Þeir segja Sterling hafa ekki verið að hugsa um liðið sitt með þessu útspili sínu rétt fyrir mikilvægan fyrsta leik. Micah Richards, fyrrum varnarmaður Manchester City sakaði Sterling um að „bregðast liðsfélögum sínum“ og fyrrum miðjumaður Liverpool, Jamie Redknapp, kallaði yfirlýsinguna „algjört rusl“. Pat Nevin, fyrrum leikmaður Chelsea, segir það nokkuð augljóst að Sterling sé næsti leikmaður á leiðinni í burtu frá félaginu. Framtíð Conor Gallagher, Ben Chilwell, Trevoh Chalobah og Romelu Lukaku er líka í uppnámi. Knattspyrnustjórinn var spurður út í Sterling og framtíð hans. „Ég vil hafa Raheem Sterling en ég vil líka hafa alla þrjátíu leikmennina sem við höfum. Það er bara ekki pláss fyrir þá alla og því þurfa einhverjir þeirra að yfirgefa okkur,“ sagði Enzo Maresca. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2012 sem Sterling tekur ekki þátt í fyrsta leik á tímabilinu. Chelsea keypti hann á fimmtíu milljónir punda frá Manchester City fyrir tveimur árum en hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp. Sterling hefur skorað níu og tíu mörk á þessum tveimur tímabilum en hefur misst sæti sitt í enska landsliðinu. Micah Richards telur að Sterling og hans fólk viti alveg hvað þau eru að gera. „Raheem og hans lið ætluðu sér að búa til læti. Það er bara ekki nógu gott að senda svona tilkynningu frá sér skömmu fyrir leik. Það hjálpar ekki liðsfélögum þínum eða eykur líkurnar á því að þú komist aftur í liðið. Stjórinn valdi hann ekki og hann þarf að vinna úr því,“ sagði Richards. Lesa má meira um viðbrögð sérfræðinganna hér. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Fyrsta stóra vandamál tímabilsins var þó komið fram í dagsljósið áður en leikurinn var flautaður á. Klukkutíma fyrir leik sendi Raheem Sterling frá sér yfirlýsingu þar sem hann heimtaði um skýringar á stöðu sinni innan félagsins. Litlu áður hafði Maresca tilkynnt byrjunarlið sitt og leikmannahóp fyrir leikinn á móti Manchester City og þar mátti ekki sjá nafn Sterling. Hann var ekki sá eini. Það komast bara tuttugu leikmenn fyrir á hverri skýrslu og Chelsea er með 42 leikmenn á skrá. Knattspyrnustjórinn Maresca segir að þrjátíu af þessum leikmönnum séu að keppa um sæti í liðinu. Sterling fékk að heyra það frá knattspyrnusérfræðingunum úti. Þeir segja Sterling hafa ekki verið að hugsa um liðið sitt með þessu útspili sínu rétt fyrir mikilvægan fyrsta leik. Micah Richards, fyrrum varnarmaður Manchester City sakaði Sterling um að „bregðast liðsfélögum sínum“ og fyrrum miðjumaður Liverpool, Jamie Redknapp, kallaði yfirlýsinguna „algjört rusl“. Pat Nevin, fyrrum leikmaður Chelsea, segir það nokkuð augljóst að Sterling sé næsti leikmaður á leiðinni í burtu frá félaginu. Framtíð Conor Gallagher, Ben Chilwell, Trevoh Chalobah og Romelu Lukaku er líka í uppnámi. Knattspyrnustjórinn var spurður út í Sterling og framtíð hans. „Ég vil hafa Raheem Sterling en ég vil líka hafa alla þrjátíu leikmennina sem við höfum. Það er bara ekki pláss fyrir þá alla og því þurfa einhverjir þeirra að yfirgefa okkur,“ sagði Enzo Maresca. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2012 sem Sterling tekur ekki þátt í fyrsta leik á tímabilinu. Chelsea keypti hann á fimmtíu milljónir punda frá Manchester City fyrir tveimur árum en hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp. Sterling hefur skorað níu og tíu mörk á þessum tveimur tímabilum en hefur misst sæti sitt í enska landsliðinu. Micah Richards telur að Sterling og hans fólk viti alveg hvað þau eru að gera. „Raheem og hans lið ætluðu sér að búa til læti. Það er bara ekki nógu gott að senda svona tilkynningu frá sér skömmu fyrir leik. Það hjálpar ekki liðsfélögum þínum eða eykur líkurnar á því að þú komist aftur í liðið. Stjórinn valdi hann ekki og hann þarf að vinna úr því,“ sagði Richards. Lesa má meira um viðbrögð sérfræðinganna hér.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn