Kýrin Mugga bar þremur myndarlegum kvígum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2024 20:04 Úllen, Dúllen og Doff eru nöfnin á kvígunum en hér eru þær ásamt fréttamanni, sem gaf þeim mjólk úr pela. Aðsend Kýrin Mugga á bænum Steindyrum í Svarfaðardal er engin venjuleg kýr því hún bar þremur kálfum, allt hraustar kvígur. Það er mikil frjósemi í fjósinu á Steindyr því þar hafa fæðst töluvert af tvíkelfingum síðustu ár og nú síðast þríkelfingar í byrjun sumars, sem er mjög sjaldgæft og sérstakt. Bændurnir á bænum eru hjónin Gunnhildur Gylfadóttir og Hjálmar Herbertsson en búið þeirra er mjög myndarlegt og allt til fyrirmyndar á bænum. En þetta eru ekki fyrstu þríkelfingarnir, sem kom í heiminn á bænum, ó nei. „Þetta er í annað skiptið á rúmu ári, sem við fáum þrjár kvígur en hinar dóu því miður allar. Ein lifði þó í dálítinn tíma en það var alveg sama hvað við gerðum. Þessar voru meðhöndlaðar eins og prinsessur, fengu allskonar vítamín og bætiefni og eru bara gríðarlega sprækar,” segir Gunnhildur. Og systurnar þrjár eru komnar með nöfn, Úllen, Dúllen og Doff. En hvernig gekk burðurinn hjá Muggu? „Hún bar bara sjálf að nóttu til. Sonur okkar var að leysa af, við vorum í fríi og þær voru bara þrjár pínu litlar eldsprækar hjá mömmu sinni þegar hann kom út um morguninn.” Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi á Steindyr, sem er alsæl með þríkelfingana í fjósinu, sem eru sprækar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnhildur segir að Mugga sé afburðakýr, sem mjólki alltaf mjög vel og sé þægileg í umgengni. Faðir þríkelfinganna er nautið Óðinn með númerið 21002. „Mugga er undan kýr, sem hét Sí og hún var tvíkelfingur, þær hétu Sí og Æ, mamma hennar og móðursystir, þannig að þetta er á bak við hana,” segir Gunnhildur hlæjandi. Á bænum eru á milli 50 og 60 mjólkandi kýr, sem mjaltaþjónn sér um að mjólka. Allt er mjög snyrtilegt og til fyrirmyndar á Steindyr.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður nú um þríburasysturnar og hver er framtíð þeirra? „Þær vonandi bara lifa, fara út næsta sumar og leika sér og koma svo sprækar inn um tveggja ára og vonandi mjólka ekki minna en mamma sín.” Mugga hefur alltaf hugsað vel um kvígurnar sínar og reynst þeim velMagnús Hlynur Hreiðarsson En er gaman að fá svona marga kálfa í einu eða er þetta erfitt og leiðinlegt? „Þetta er gaman þegar þeir lifa allir og ekkert vesen en þetta er ekkert sérstaklega gott fyrir kýrnar, þetta tekur á þær, þannig að maður reynir að gera sérstaklega vel við þær svo þær haldi heilsu og holdum og komist í nyt,” segir Gunnhildur. Kýrnar á Steindyr mjólka mjög vel. Dalabyggð Frjósemi Landbúnaður Kýr Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Það er mikil frjósemi í fjósinu á Steindyr því þar hafa fæðst töluvert af tvíkelfingum síðustu ár og nú síðast þríkelfingar í byrjun sumars, sem er mjög sjaldgæft og sérstakt. Bændurnir á bænum eru hjónin Gunnhildur Gylfadóttir og Hjálmar Herbertsson en búið þeirra er mjög myndarlegt og allt til fyrirmyndar á bænum. En þetta eru ekki fyrstu þríkelfingarnir, sem kom í heiminn á bænum, ó nei. „Þetta er í annað skiptið á rúmu ári, sem við fáum þrjár kvígur en hinar dóu því miður allar. Ein lifði þó í dálítinn tíma en það var alveg sama hvað við gerðum. Þessar voru meðhöndlaðar eins og prinsessur, fengu allskonar vítamín og bætiefni og eru bara gríðarlega sprækar,” segir Gunnhildur. Og systurnar þrjár eru komnar með nöfn, Úllen, Dúllen og Doff. En hvernig gekk burðurinn hjá Muggu? „Hún bar bara sjálf að nóttu til. Sonur okkar var að leysa af, við vorum í fríi og þær voru bara þrjár pínu litlar eldsprækar hjá mömmu sinni þegar hann kom út um morguninn.” Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi á Steindyr, sem er alsæl með þríkelfingana í fjósinu, sem eru sprækar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnhildur segir að Mugga sé afburðakýr, sem mjólki alltaf mjög vel og sé þægileg í umgengni. Faðir þríkelfinganna er nautið Óðinn með númerið 21002. „Mugga er undan kýr, sem hét Sí og hún var tvíkelfingur, þær hétu Sí og Æ, mamma hennar og móðursystir, þannig að þetta er á bak við hana,” segir Gunnhildur hlæjandi. Á bænum eru á milli 50 og 60 mjólkandi kýr, sem mjaltaþjónn sér um að mjólka. Allt er mjög snyrtilegt og til fyrirmyndar á Steindyr.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður nú um þríburasysturnar og hver er framtíð þeirra? „Þær vonandi bara lifa, fara út næsta sumar og leika sér og koma svo sprækar inn um tveggja ára og vonandi mjólka ekki minna en mamma sín.” Mugga hefur alltaf hugsað vel um kvígurnar sínar og reynst þeim velMagnús Hlynur Hreiðarsson En er gaman að fá svona marga kálfa í einu eða er þetta erfitt og leiðinlegt? „Þetta er gaman þegar þeir lifa allir og ekkert vesen en þetta er ekkert sérstaklega gott fyrir kýrnar, þetta tekur á þær, þannig að maður reynir að gera sérstaklega vel við þær svo þær haldi heilsu og holdum og komist í nyt,” segir Gunnhildur. Kýrnar á Steindyr mjólka mjög vel.
Dalabyggð Frjósemi Landbúnaður Kýr Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira