Bomba frá Selmu og Ísak skoraði gegn toppliðinu Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 15:11 Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir skoraði glæsimark í dag. Vísir/Anton Selma Sól Magnúsdóttir og Ísak Andri Sigurgeirsson voru á skotskónum í Skandinavíu í dag og þótti mark Selmu sérlega glæsilegt. Selma sneri í lok síðasta mánaðar aftur til Rosenborg í Noregi, frá Þýskalandi, og hún skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Brann í dag, strax á fjórðu mínútu. Markið var algjör bomba af 25 metra færi, samkvæmt lýsingu Nettavisen, í stöng og inn. Ásdís Karen Halldórsdóttir var einnig á ferðinni í Noregi, með liði LSK, og spilaði 90 mínútur í markalausu jafntefli við Kolbotn á útivelli. Rosenborg er í 2. sæti deildarinnar með 37 stig og nú með sex stiga forskot á Brann, en enn langt á eftir toppliði Vålerenga. LSK er með 28 stig í 4. sæti. Sjáðu Ísak skora gegn Malmö Í Svíþjóð skoraði Ísak Andri laglegt mark gegn toppliði Malmö og kom Norrköping yfir, en Malmö vann þó leikinn að lokum 2-1. Mark Ísaks má sjá hér að neðan. Ísak Andri Sigurgeirsson! IFK Norrköping tar ledningen borta mot Malmö FF ⚪🔵📲 Se matchen på Max och Kanal 5 pic.twitter.com/tOIxQ5AUYY— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 17, 2024 Ísak var í byrjunarliði Norrköping líkt og Arnór Ingvi Traustason, en liðið er í 11. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir 18 leiki. Í næstefstu deild Svíþjóðar lék Valgeir Valgeirsson allan leikinn fyrir Örebro í mikilvægum 4-1 sigri á Gefle. Þar með komst Örebro í burtu frá fallsætunum og er með 23 stig í 10. sæti en Gefle er í 14. sæti með 18 stig. Skövde AIK, lið Stefans Ljubicic, tapaði hins vegar á heimavelli gegn Helsingborg, 3-1, og er í 15. og næstneðsta sæti með 18 stig. Liðin í 13. og 14. sæti fara í fallumspil en neðstu tvö liðin falla. Davíð lagði upp mark í Póllandi Í pólsku úrvalsdeildinni lagði Davíð Kristján Ólafsson upp fyrsta mark Cracovia sem vann 4-2 sigur á Jagiellonia Bialystok. Cracovia er sem stendur á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki en næstu lið eiga öll leik til góða. Loks gerðu OB og Bröndby, lið Hafrúnar Rakelar Halldórsdóttur, markalaust jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni. Þetta var annar leikur Bröndby á tímabilinu en liðið tapaði 3-0 á heimavelli fyrir Fortuna Hjörring í fyrsta leik. Norski boltinn Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Í beinni: Aston Villa - Juventus | Hörkuleikur á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Sjá meira
Selma sneri í lok síðasta mánaðar aftur til Rosenborg í Noregi, frá Þýskalandi, og hún skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Brann í dag, strax á fjórðu mínútu. Markið var algjör bomba af 25 metra færi, samkvæmt lýsingu Nettavisen, í stöng og inn. Ásdís Karen Halldórsdóttir var einnig á ferðinni í Noregi, með liði LSK, og spilaði 90 mínútur í markalausu jafntefli við Kolbotn á útivelli. Rosenborg er í 2. sæti deildarinnar með 37 stig og nú með sex stiga forskot á Brann, en enn langt á eftir toppliði Vålerenga. LSK er með 28 stig í 4. sæti. Sjáðu Ísak skora gegn Malmö Í Svíþjóð skoraði Ísak Andri laglegt mark gegn toppliði Malmö og kom Norrköping yfir, en Malmö vann þó leikinn að lokum 2-1. Mark Ísaks má sjá hér að neðan. Ísak Andri Sigurgeirsson! IFK Norrköping tar ledningen borta mot Malmö FF ⚪🔵📲 Se matchen på Max och Kanal 5 pic.twitter.com/tOIxQ5AUYY— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 17, 2024 Ísak var í byrjunarliði Norrköping líkt og Arnór Ingvi Traustason, en liðið er í 11. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir 18 leiki. Í næstefstu deild Svíþjóðar lék Valgeir Valgeirsson allan leikinn fyrir Örebro í mikilvægum 4-1 sigri á Gefle. Þar með komst Örebro í burtu frá fallsætunum og er með 23 stig í 10. sæti en Gefle er í 14. sæti með 18 stig. Skövde AIK, lið Stefans Ljubicic, tapaði hins vegar á heimavelli gegn Helsingborg, 3-1, og er í 15. og næstneðsta sæti með 18 stig. Liðin í 13. og 14. sæti fara í fallumspil en neðstu tvö liðin falla. Davíð lagði upp mark í Póllandi Í pólsku úrvalsdeildinni lagði Davíð Kristján Ólafsson upp fyrsta mark Cracovia sem vann 4-2 sigur á Jagiellonia Bialystok. Cracovia er sem stendur á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki en næstu lið eiga öll leik til góða. Loks gerðu OB og Bröndby, lið Hafrúnar Rakelar Halldórsdóttur, markalaust jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni. Þetta var annar leikur Bröndby á tímabilinu en liðið tapaði 3-0 á heimavelli fyrir Fortuna Hjörring í fyrsta leik.
Norski boltinn Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Í beinni: Aston Villa - Juventus | Hörkuleikur á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Sjá meira