Frönsku landsliðsmennirnir tryggðu PSG sigur í fyrsta leiknum án Mbappe Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 20:47 Leikmenn PSG fagna marki í leiknum í kvöld. Vísir/EPA PSG lék í kvöld sinn fyrsta leik í frönsku deildinni síðan Kylian Mbappe hvarf á braut til Real Madrid. Þá var stórlið Bayern Munchen í eldlínunni í þýska bikarnum. Félagaskipti Kylian Mbappe frá PSG til Real Madrid höfðu legið lengi í loftinu en voru engu að síður stærsta fréttin á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Í kvöld spilaði PSG fyrsta leik sinn í frönsku deildinni á þessu tímabili þegar liðið mætti liði Le Havre á útivelli. Leikurinn byrjaði vel fyrir Mbappe-lausa PSG. Kóreumaðurinn Lee Kang-In kom gestunum yfir strax á 2. mínútu og frönsku meistararnir voru með 1-0 forystu í leikhléi. 16-year-old Ibrahim Mbaye starts for PSG in their season opener 😲He was born in 2008 🤯 pic.twitter.com/GdDbOOll18— ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2024 Heimamenn í Le Havre jöfnuðu metin hins vegar strax í upphafi síðari hálfleiks og eftir það reyndu leikmenn PSG allt hvað þeir gátu að ná forystunni á ný. Það tókst heldur betur undir lokin. Ousmane Dembele kom PSG í 2-1 á 86. mínútu og annar franskur landsliðsmaður, Bradley Barcola, kom PSG í 3-1 mínútu síðar. Þriðji landsliðsmaðurinn, Randal Kolo Muani, innsiglaði síðan 4-1 sigur PSG í uppbótartíma. Góður sigur PSG staðreynd sem ætlar sér eflaust að sanna fyrir knattspyrnuáhugamönnum að liðið er hörkugott þó Mbappe sé farinn. Í Þýskalandi tók þriðjudeildarlið Ulm á móti stórliði Bayern Munchen í þýska bikarnum. Gamla brýnið Thomas Muller skoraði tvívegis fyrir lið Bayern í fyrri hálfleik sem nú er undir stjórn Vincent Kompany sem tók við liðinu í sumar. Staðan í hálfleik 2-0 og í síðari hálfleik bættu Bæjarar við tveimur mörkum. Fyrst var það Kingsley Coman en hann hefur verið orðaður við brottför frá Bayern. Harry Kane bætti fjórða markinu síðan við í uppbótartíma. Lokatölur 4-0 og Bayern örugglega áfram í næstu umferð. Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira
Félagaskipti Kylian Mbappe frá PSG til Real Madrid höfðu legið lengi í loftinu en voru engu að síður stærsta fréttin á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Í kvöld spilaði PSG fyrsta leik sinn í frönsku deildinni á þessu tímabili þegar liðið mætti liði Le Havre á útivelli. Leikurinn byrjaði vel fyrir Mbappe-lausa PSG. Kóreumaðurinn Lee Kang-In kom gestunum yfir strax á 2. mínútu og frönsku meistararnir voru með 1-0 forystu í leikhléi. 16-year-old Ibrahim Mbaye starts for PSG in their season opener 😲He was born in 2008 🤯 pic.twitter.com/GdDbOOll18— ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2024 Heimamenn í Le Havre jöfnuðu metin hins vegar strax í upphafi síðari hálfleiks og eftir það reyndu leikmenn PSG allt hvað þeir gátu að ná forystunni á ný. Það tókst heldur betur undir lokin. Ousmane Dembele kom PSG í 2-1 á 86. mínútu og annar franskur landsliðsmaður, Bradley Barcola, kom PSG í 3-1 mínútu síðar. Þriðji landsliðsmaðurinn, Randal Kolo Muani, innsiglaði síðan 4-1 sigur PSG í uppbótartíma. Góður sigur PSG staðreynd sem ætlar sér eflaust að sanna fyrir knattspyrnuáhugamönnum að liðið er hörkugott þó Mbappe sé farinn. Í Þýskalandi tók þriðjudeildarlið Ulm á móti stórliði Bayern Munchen í þýska bikarnum. Gamla brýnið Thomas Muller skoraði tvívegis fyrir lið Bayern í fyrri hálfleik sem nú er undir stjórn Vincent Kompany sem tók við liðinu í sumar. Staðan í hálfleik 2-0 og í síðari hálfleik bættu Bæjarar við tveimur mörkum. Fyrst var það Kingsley Coman en hann hefur verið orðaður við brottför frá Bayern. Harry Kane bætti fjórða markinu síðan við í uppbótartíma. Lokatölur 4-0 og Bayern örugglega áfram í næstu umferð.
Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira