Ten Hag um kaupin á öllum þessum Ajax mönnum: Ekki bara mín ákvörðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 10:30 Erik ten Hag með nýju leikmönnunum Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui auk íþróttastjórans Dan Ashworth. Manchester United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki beðið félagið sérstaklega um að kaupa leikmenn sem hann hefur unnið með áður. Ten Hag er að hefja sitt þriðja tímabil á Old Trafford og félagið hefur á þeim tíma keypt fimm leikmenn sem léku undir hans stjórn hjá hollenska félaginu Ajax. Nú síðast keypti United þá Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui sem koma báðir frá Bayern München en spiluðu undir stjórn Ten Hag hjá Ajax fyrir nokkrum árum. Áður hafði félagið keypt þá Lisandro Martínez, Antony og André Onana sem léku líka allir undir stjórn hans hjá Ajax. Hollenski stjórinn segist þó ekki vera einn í því að finna nýja leikmenn fyrir félagið. „Í fyrsta lagi þá er þetta ákvörðun félagsins og enginn þeirra var bara mín ákvörðun,“ sagði Ten Hag. Hollendingurinn segir að margir komi að þeirri ákvörðun að kaupa leikmenn eins og yfirmaður knattspyrnumála og íþróttastjórinn auk þeirra sem njósna um leikmenn fyrir United. „Þetta er alltaf ákvörðun sem fleiri en einn maður tekur. En það er samt gott að þekkja persónuleika leikmanna og svo þarf allt að ganga upp fjárhagslega,“ sagði Ten Hag. ESPN segir frá. Ten Hag talaði sérstaklega um miðvörðinn De Ligt sem hefur spilað með Juventus og Bayern München síðan hann yfirgaf Ajax. Ten Hag segir hann vera einn besta miðvörð heims. „Matthijs verður 25 ára í þessari viku og hefur þegar spilað næstum því 375 leiki fyrir Ajax, Juventus og Bayern. Það er ótrúlegt,“ sagði Ten Hag. „Nú er hann að komast inn á sín bestu ár. Hann hefur mikla hæfileika sem fótboltamaður en þetta snýst líka um hans karakter og hans persónuleika. Ég er mjög ánægður með að hafa hann hér,“ sagði Ten Hag. Manchester United spilar í kvöld fyrsta leik sinn á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni þegar Fulham kemur í heimsókn. Man United have spent €272.4M to bring five of Erik ten Hag's former Ajax players to Old Trafford over the last two years with Matthijs de Ligt and Noussair Mazraoui set to join the club in the coming days 💰Getting the band back together 👀 pic.twitter.com/eW2aEz49Tw— ESPN FC (@ESPNFC) August 11, 2024 Enski boltinn Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Sjá meira
Ten Hag er að hefja sitt þriðja tímabil á Old Trafford og félagið hefur á þeim tíma keypt fimm leikmenn sem léku undir hans stjórn hjá hollenska félaginu Ajax. Nú síðast keypti United þá Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui sem koma báðir frá Bayern München en spiluðu undir stjórn Ten Hag hjá Ajax fyrir nokkrum árum. Áður hafði félagið keypt þá Lisandro Martínez, Antony og André Onana sem léku líka allir undir stjórn hans hjá Ajax. Hollenski stjórinn segist þó ekki vera einn í því að finna nýja leikmenn fyrir félagið. „Í fyrsta lagi þá er þetta ákvörðun félagsins og enginn þeirra var bara mín ákvörðun,“ sagði Ten Hag. Hollendingurinn segir að margir komi að þeirri ákvörðun að kaupa leikmenn eins og yfirmaður knattspyrnumála og íþróttastjórinn auk þeirra sem njósna um leikmenn fyrir United. „Þetta er alltaf ákvörðun sem fleiri en einn maður tekur. En það er samt gott að þekkja persónuleika leikmanna og svo þarf allt að ganga upp fjárhagslega,“ sagði Ten Hag. ESPN segir frá. Ten Hag talaði sérstaklega um miðvörðinn De Ligt sem hefur spilað með Juventus og Bayern München síðan hann yfirgaf Ajax. Ten Hag segir hann vera einn besta miðvörð heims. „Matthijs verður 25 ára í þessari viku og hefur þegar spilað næstum því 375 leiki fyrir Ajax, Juventus og Bayern. Það er ótrúlegt,“ sagði Ten Hag. „Nú er hann að komast inn á sín bestu ár. Hann hefur mikla hæfileika sem fótboltamaður en þetta snýst líka um hans karakter og hans persónuleika. Ég er mjög ánægður með að hafa hann hér,“ sagði Ten Hag. Manchester United spilar í kvöld fyrsta leik sinn á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni þegar Fulham kemur í heimsókn. Man United have spent €272.4M to bring five of Erik ten Hag's former Ajax players to Old Trafford over the last two years with Matthijs de Ligt and Noussair Mazraoui set to join the club in the coming days 💰Getting the band back together 👀 pic.twitter.com/eW2aEz49Tw— ESPN FC (@ESPNFC) August 11, 2024
Enski boltinn Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Sjá meira