„Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 11:44 Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. vísir/arnar Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. „Það hefur verið talsverð skjálftavirkni síðasta sólarhringinn en það gengur nú stundum í hviðum. En frá viku til viku er hún vaxandi,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Kvikumagnið undir Svartsengi er orðið meira en fyrir síðasta gos og Benedikt segir umfram þrýsting nú byggjast upp og endurspeglast í aukinni skjáfltavirkni. Búist er við gosi á hverri stundu og samkvæmt hættumati Veðurstofunnar eru taldar líkur á hraunflæði, sprunguhreyfingum og jafnvel gosopnun innan Grindavíkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær ítrekaði Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri að fólk væri á eigin ábyrgð í bænum og biðlaði til fólks um að gista þar ekki. Í gærnótt var gist í um tuttugu húsum og þar af um fjórum innan afmarkaðs svæðis í norðurhluta bæjarins, þar sem hættan er talin óásættanleg. Benedikt tekur undir með lögreglustjóra. „Það er ansi vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins þar sem við getum átt von á atburði sem svipar til þess sem varð í janúar, þegar sprunga opnaðist mjög nálægt bænum. Það er ekkert sem segir að svoleiðis sprunga geti ekki farið inn fyrir bæjarmörkin og inn fyrir byggðina,“ segir Benedikt. „Það er ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni ef það gerist í fyrsta hluta þegar þetta er að opnast og við náum ekki að rýma. Þetta er spurning um öryggi,“ segir Benedikt. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
„Það hefur verið talsverð skjálftavirkni síðasta sólarhringinn en það gengur nú stundum í hviðum. En frá viku til viku er hún vaxandi,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Kvikumagnið undir Svartsengi er orðið meira en fyrir síðasta gos og Benedikt segir umfram þrýsting nú byggjast upp og endurspeglast í aukinni skjáfltavirkni. Búist er við gosi á hverri stundu og samkvæmt hættumati Veðurstofunnar eru taldar líkur á hraunflæði, sprunguhreyfingum og jafnvel gosopnun innan Grindavíkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær ítrekaði Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri að fólk væri á eigin ábyrgð í bænum og biðlaði til fólks um að gista þar ekki. Í gærnótt var gist í um tuttugu húsum og þar af um fjórum innan afmarkaðs svæðis í norðurhluta bæjarins, þar sem hættan er talin óásættanleg. Benedikt tekur undir með lögreglustjóra. „Það er ansi vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins þar sem við getum átt von á atburði sem svipar til þess sem varð í janúar, þegar sprunga opnaðist mjög nálægt bænum. Það er ekkert sem segir að svoleiðis sprunga geti ekki farið inn fyrir bæjarmörkin og inn fyrir byggðina,“ segir Benedikt. „Það er ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni ef það gerist í fyrsta hluta þegar þetta er að opnast og við náum ekki að rýma. Þetta er spurning um öryggi,“ segir Benedikt.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira