Tugir þúsunda krefjast afsökunarbeiðni frá Raygun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2024 06:32 Raygun bauð án efa upp á mjög óhefðbundnar æfingar í breikdanskeppninni á Ólympíuleikunum í París. Getty/Elsa Margir munu minnast Ólympíuleikanna í París fyrir frammistöðu ástralska breikdansarans sem sló í gegn á netmiðlum heimsins en landar hennar eru allt annað en sáttir. Raygun, eða Rachel Gunn, steig á svið í breikdansi á Ólympíuleikunum í París en þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í greininni á Ólympíuleikunum. Frammistaða Raygun vakti gríðarlega athygli enda hreyfingar hennar vægast sagt óhefðbundnar. Hún fékk hins vegar ekki eitt einasta stig. Sporin sem hún bauð upp á hafa verið endalaus uppspretta brandara á netinu og þykir sumum nóg um. Raygun er þó ekki af baki dottin þrátt fyrir mótlætið. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli „Öll sporin mín eru orginal. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer þarna út og sýni list mína. Stundum talar það til dómara og stundum ekki. Ég geri mína hluti og það er list,“ sagði Raygun. The best of Raygun the breakdancer from Australia at the Olympics. pic.twitter.com/TL9BJdEfLG— K-Med (@K__Med) August 11, 2024 Breikdans verður ekki ein af keppnisgreinunum á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2028. Það er þó ekki hægt að kenna Raygun um það enda hefur dansinn hennar verið meiri auglýsing fyrir íþróttina en nokkuð annað. Ástralar ekki sáttir Ástralar eru hins vegar ekki sáttir við framgöngu sinnar konu og heimta afsökunarbeiðni. Næstum því fimmtíu þúsund þeirra hafa skrifað undir undirskriftalista um að bæði Raygun og Anna Meares, yfirstýra Ólympíuliðs Ástrala á leikunum, biðjast afsökunar á frammistöðu breikdansarans á Ólympíuleikunum. Fólkið sakar hina 36 ára gömlu Raygun um að svindla sér inn á leikana með því að stýra því sjálf hverjar kröfurnar voru til að komast í breikdansliðið. „Við heimtun afsökunarbeiðni frá Rachel Gunn og Anna Mears fyrir að afvegaleiða ástralskan almenning, reyna að gaslýsa fólk og grafa undan alvöru íþróttafólki,“ segir meðal annars í texta undirskrifarlistans. View this post on Instagram A post shared by The Project (@theprojecttv) Ólympíuleikar 2024 í París Dans Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Raygun, eða Rachel Gunn, steig á svið í breikdansi á Ólympíuleikunum í París en þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í greininni á Ólympíuleikunum. Frammistaða Raygun vakti gríðarlega athygli enda hreyfingar hennar vægast sagt óhefðbundnar. Hún fékk hins vegar ekki eitt einasta stig. Sporin sem hún bauð upp á hafa verið endalaus uppspretta brandara á netinu og þykir sumum nóg um. Raygun er þó ekki af baki dottin þrátt fyrir mótlætið. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli „Öll sporin mín eru orginal. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer þarna út og sýni list mína. Stundum talar það til dómara og stundum ekki. Ég geri mína hluti og það er list,“ sagði Raygun. The best of Raygun the breakdancer from Australia at the Olympics. pic.twitter.com/TL9BJdEfLG— K-Med (@K__Med) August 11, 2024 Breikdans verður ekki ein af keppnisgreinunum á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2028. Það er þó ekki hægt að kenna Raygun um það enda hefur dansinn hennar verið meiri auglýsing fyrir íþróttina en nokkuð annað. Ástralar ekki sáttir Ástralar eru hins vegar ekki sáttir við framgöngu sinnar konu og heimta afsökunarbeiðni. Næstum því fimmtíu þúsund þeirra hafa skrifað undir undirskriftalista um að bæði Raygun og Anna Meares, yfirstýra Ólympíuliðs Ástrala á leikunum, biðjast afsökunar á frammistöðu breikdansarans á Ólympíuleikunum. Fólkið sakar hina 36 ára gömlu Raygun um að svindla sér inn á leikana með því að stýra því sjálf hverjar kröfurnar voru til að komast í breikdansliðið. „Við heimtun afsökunarbeiðni frá Rachel Gunn og Anna Mears fyrir að afvegaleiða ástralskan almenning, reyna að gaslýsa fólk og grafa undan alvöru íþróttafólki,“ segir meðal annars í texta undirskrifarlistans. View this post on Instagram A post shared by The Project (@theprojecttv)
Ólympíuleikar 2024 í París Dans Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira