Tugir þúsunda krefjast afsökunarbeiðni frá Raygun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2024 06:32 Raygun bauð án efa upp á mjög óhefðbundnar æfingar í breikdanskeppninni á Ólympíuleikunum í París. Getty/Elsa Margir munu minnast Ólympíuleikanna í París fyrir frammistöðu ástralska breikdansarans sem sló í gegn á netmiðlum heimsins en landar hennar eru allt annað en sáttir. Raygun, eða Rachel Gunn, steig á svið í breikdansi á Ólympíuleikunum í París en þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í greininni á Ólympíuleikunum. Frammistaða Raygun vakti gríðarlega athygli enda hreyfingar hennar vægast sagt óhefðbundnar. Hún fékk hins vegar ekki eitt einasta stig. Sporin sem hún bauð upp á hafa verið endalaus uppspretta brandara á netinu og þykir sumum nóg um. Raygun er þó ekki af baki dottin þrátt fyrir mótlætið. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli „Öll sporin mín eru orginal. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer þarna út og sýni list mína. Stundum talar það til dómara og stundum ekki. Ég geri mína hluti og það er list,“ sagði Raygun. The best of Raygun the breakdancer from Australia at the Olympics. pic.twitter.com/TL9BJdEfLG— K-Med (@K__Med) August 11, 2024 Breikdans verður ekki ein af keppnisgreinunum á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2028. Það er þó ekki hægt að kenna Raygun um það enda hefur dansinn hennar verið meiri auglýsing fyrir íþróttina en nokkuð annað. Ástralar ekki sáttir Ástralar eru hins vegar ekki sáttir við framgöngu sinnar konu og heimta afsökunarbeiðni. Næstum því fimmtíu þúsund þeirra hafa skrifað undir undirskriftalista um að bæði Raygun og Anna Meares, yfirstýra Ólympíuliðs Ástrala á leikunum, biðjast afsökunar á frammistöðu breikdansarans á Ólympíuleikunum. Fólkið sakar hina 36 ára gömlu Raygun um að svindla sér inn á leikana með því að stýra því sjálf hverjar kröfurnar voru til að komast í breikdansliðið. „Við heimtun afsökunarbeiðni frá Rachel Gunn og Anna Mears fyrir að afvegaleiða ástralskan almenning, reyna að gaslýsa fólk og grafa undan alvöru íþróttafólki,“ segir meðal annars í texta undirskrifarlistans. View this post on Instagram A post shared by The Project (@theprojecttv) Ólympíuleikar 2024 í París Dans Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Leik lokið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Raygun, eða Rachel Gunn, steig á svið í breikdansi á Ólympíuleikunum í París en þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í greininni á Ólympíuleikunum. Frammistaða Raygun vakti gríðarlega athygli enda hreyfingar hennar vægast sagt óhefðbundnar. Hún fékk hins vegar ekki eitt einasta stig. Sporin sem hún bauð upp á hafa verið endalaus uppspretta brandara á netinu og þykir sumum nóg um. Raygun er þó ekki af baki dottin þrátt fyrir mótlætið. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli „Öll sporin mín eru orginal. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer þarna út og sýni list mína. Stundum talar það til dómara og stundum ekki. Ég geri mína hluti og það er list,“ sagði Raygun. The best of Raygun the breakdancer from Australia at the Olympics. pic.twitter.com/TL9BJdEfLG— K-Med (@K__Med) August 11, 2024 Breikdans verður ekki ein af keppnisgreinunum á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2028. Það er þó ekki hægt að kenna Raygun um það enda hefur dansinn hennar verið meiri auglýsing fyrir íþróttina en nokkuð annað. Ástralar ekki sáttir Ástralar eru hins vegar ekki sáttir við framgöngu sinnar konu og heimta afsökunarbeiðni. Næstum því fimmtíu þúsund þeirra hafa skrifað undir undirskriftalista um að bæði Raygun og Anna Meares, yfirstýra Ólympíuliðs Ástrala á leikunum, biðjast afsökunar á frammistöðu breikdansarans á Ólympíuleikunum. Fólkið sakar hina 36 ára gömlu Raygun um að svindla sér inn á leikana með því að stýra því sjálf hverjar kröfurnar voru til að komast í breikdansliðið. „Við heimtun afsökunarbeiðni frá Rachel Gunn og Anna Mears fyrir að afvegaleiða ástralskan almenning, reyna að gaslýsa fólk og grafa undan alvöru íþróttafólki,“ segir meðal annars í texta undirskrifarlistans. View this post on Instagram A post shared by The Project (@theprojecttv)
Ólympíuleikar 2024 í París Dans Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Leik lokið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira