Svakaleg dramatík þegar ÍBV kastaði frá sér stigum í toppbaráttunni Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2024 20:04 Tómas Bent Magnússon skoraði fyrra mark ÍBV í kvöld. Facebook/@IBVKnattspyrna Þrátt fyrir að vera manni fleiri og 2-0 yfir þegar tíu mínútur voru eftir urðu Eyjamenn að sætta sig við að fá aðeins eitt stig gegn ÍR, í hádramatískum leik á Hásteinsvelli í kvöld. Þeir misstu því af dýrmætum stigum í baráttunni um toppsæti deildarinnar. Liðin gerðu á endanum 2-2 jafntefli og það þrátt fyrir að ÍBV fengi víti í lokin á uppbótartíma, en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson varði spyrnu Sverris Páls Hjaltested. Spírumaður leiksins!☘️BESTI MARKMAÐUR LENGJUDEILDARINNAR!🤍💙 pic.twitter.com/vhAlRc0Mmo— ÍR Fótbolti (@IRFotbolti) August 14, 2024 Stigið dugar ÍBV þó til að fara upp fyrir Fjölni og á topp deildarinnar, vegna betri markatölu, en Fjölnir er þessa stundina að spila við Njarðvík í leik sem hófst klukkan 19:15. Útlitið var afar gott hjá ÍBV lengi framan af leik en hinn ungi Viggó Valgeirsson kom liðinu yfir með sínu fyrsta marki fyrir ÍBV, í fyrri hálfleik. Jordian Farahani var rekinn af velli á 60. mínútu og ÍR-ingar því orðnir manni færri, og þar að auki kom Tómas Bent Magnússon ÍBV í 2-0 skömmu síðar. En gestirnir gáfust ekki upp og Óliver Elís Hlynsson minnkaði muninn af vítapunktinum áður en Marc McAusland jafnaði metin skömmu fyrir leikslok. Þá átti ÍBV þó enn eftir að fá víti en eins og fyrr segir varði Vilhelm spyrnuna frá Sverri Páli. ÍR-ingar halda því áfram að safna stigum en þeir eru í 4. sæti sem stendur með 27 stig, og á góðri leið með að komast í umspilið sem liðin í 2.-5. sæti fara í, um eitt laust sæti í Bestu deildinni. Aron tryggði Aftureldingu sigur Afturelding þurfti að hafa mikið fyrir 3-1 sigri sínum gegn Dalvík/Reyni fyrir norðan. Hrannar Snær Magnússon kom Mosfellingum reyndar snemma yfir en heimamenn jöfnuðu metin í 1-1 á 60. mínútu, þegar Amin Guerrero Touiki skoraði. Aron Jóhannsson sá hins vegar um að tryggja Aftureldingu sigur með tveimur mörkum. Afturelding er því komin með 24 stig í 6. sæti og nálgast næstu lið, í baráttunni um sæti í umspilinu. Dalvík/Reynir er hins vegar enn með 13 stig í næstneðsta sæti. Öruggt hjá Grindavík gegn Þór Grindavík vann öruggan 3-0 sigur á Þór í Safamýrinni og komst þar með upp fyrir Akureyringa í 8. sæti, með 20 stig. Einar Karl Ingvarsson skoraði mark úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Josip Krznaric bættu við mörkum í seinni hálfleik. Þrír leikir hófust svo klukkan 19:15 en í Njarðvík mæta heimamenn Fjölni, Þróttur og Grótta eigast við í Laugardal og Leiknir mætir Keflavík í Breiðholti. Allar upplýsingar um markaskorara eru af vef Fótbolta.net. Lengjudeild karla Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Liðin gerðu á endanum 2-2 jafntefli og það þrátt fyrir að ÍBV fengi víti í lokin á uppbótartíma, en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson varði spyrnu Sverris Páls Hjaltested. Spírumaður leiksins!☘️BESTI MARKMAÐUR LENGJUDEILDARINNAR!🤍💙 pic.twitter.com/vhAlRc0Mmo— ÍR Fótbolti (@IRFotbolti) August 14, 2024 Stigið dugar ÍBV þó til að fara upp fyrir Fjölni og á topp deildarinnar, vegna betri markatölu, en Fjölnir er þessa stundina að spila við Njarðvík í leik sem hófst klukkan 19:15. Útlitið var afar gott hjá ÍBV lengi framan af leik en hinn ungi Viggó Valgeirsson kom liðinu yfir með sínu fyrsta marki fyrir ÍBV, í fyrri hálfleik. Jordian Farahani var rekinn af velli á 60. mínútu og ÍR-ingar því orðnir manni færri, og þar að auki kom Tómas Bent Magnússon ÍBV í 2-0 skömmu síðar. En gestirnir gáfust ekki upp og Óliver Elís Hlynsson minnkaði muninn af vítapunktinum áður en Marc McAusland jafnaði metin skömmu fyrir leikslok. Þá átti ÍBV þó enn eftir að fá víti en eins og fyrr segir varði Vilhelm spyrnuna frá Sverri Páli. ÍR-ingar halda því áfram að safna stigum en þeir eru í 4. sæti sem stendur með 27 stig, og á góðri leið með að komast í umspilið sem liðin í 2.-5. sæti fara í, um eitt laust sæti í Bestu deildinni. Aron tryggði Aftureldingu sigur Afturelding þurfti að hafa mikið fyrir 3-1 sigri sínum gegn Dalvík/Reyni fyrir norðan. Hrannar Snær Magnússon kom Mosfellingum reyndar snemma yfir en heimamenn jöfnuðu metin í 1-1 á 60. mínútu, þegar Amin Guerrero Touiki skoraði. Aron Jóhannsson sá hins vegar um að tryggja Aftureldingu sigur með tveimur mörkum. Afturelding er því komin með 24 stig í 6. sæti og nálgast næstu lið, í baráttunni um sæti í umspilinu. Dalvík/Reynir er hins vegar enn með 13 stig í næstneðsta sæti. Öruggt hjá Grindavík gegn Þór Grindavík vann öruggan 3-0 sigur á Þór í Safamýrinni og komst þar með upp fyrir Akureyringa í 8. sæti, með 20 stig. Einar Karl Ingvarsson skoraði mark úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Josip Krznaric bættu við mörkum í seinni hálfleik. Þrír leikir hófust svo klukkan 19:15 en í Njarðvík mæta heimamenn Fjölni, Þróttur og Grótta eigast við í Laugardal og Leiknir mætir Keflavík í Breiðholti. Allar upplýsingar um markaskorara eru af vef Fótbolta.net.
Lengjudeild karla Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira