Gaukarnir gista og fá snyrtingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 21:31 Þórdís Lilja Einarsdóttir rekur hótel og snyrtistofu fyrir fugla sem nefnist Fugladekur. Einar Kristinn Gröndal Stefánsson starfar hjá móður sinni. Fuglinn Vúdu lætur sig ekki vanta á myndina en hann neitaði að snúa aftur heim eftir hóteldvölina hjá mæðginunum. Vísir/Arnar Kona sem fékk sér páfagauk fyrir ári rekur nú fuglahótel þar sem gestir geta líka fengið gogg- og klóasnyrtingu. Sumir fuglar hafa verið það ánægðir með dvölina að þeir urðu eftir. Hótelstýran segir fuglaeigendur himinlifandi með þennan nýja valmöguleika. Þórdís lét gamlan draum rætast fyrir rúmu ári og fékk sér páfagauk. Það var hins vegar fljótt að vinda upp á sig og nú rekur hún bæði hótel og snyrtistofu fyrir fugla. „Ég eignaðist fyrsta páfagaukinn minn þegar maðurinn minn gaf sig loksins. Ég varð í framhaldinu sjálfboðaliði í fuglaathvarfi og fékk algjöra fugladellu. Ég byrjaði að passa fugla hérna heima í fyrrasumar og í vetur þá sprakk þetta alveg. Það var allt fullt í gistingu hér um jól, áramót og í sumar. Fólk sem er á leið í ferðalög hefur verið afar ánægt með að geta komið fuglinum sínum hér fyrir á meðan. Þetta er búið að gerast mjög hratt og greinilega mikil þörf fyrir svona þjónustu,“ segir Þórdís sem kallar nýja hótelið Fugladekur. Sumir neita að snúa aftur heim Hún heldur nú ríflega þrjátíu fugla, Dísir, Gára, Ástargauka Senegal og Hringháls. Nokkrir þeirra komu sem gestir en leið svo vel að eigendur þeirra ákváðu að leyfa þeim að vera áfram hjá fjölskyldunni.Meðal þeirra er Hringhálsinn Vúdú sem kom fyrst sem gestur en er nú orðinn einn af fjölskyldunni. Þórdís segir hann tala bæði íslensku og ungversku en fyrri eigendur voru frá Ungverjalandi. „Vúdú er mun hrifnari af körlum en konum. Hann er t.d. svo hrifinn af manninum mínum að hann byrjar á að kalla á hann á morgnana. Þegar hann kemst svo loksins í fangið á honum segir hann alltaf: Jói minn gaman að sjá þig. Mér hefði ekki getað dottið í hug á sínum tíma að fuglar væru svona miklir karakterar,“segir Þórdís. Gogg-og klóasnyrting Hún segir fjölskylduna hæstánægða með fuglanna, sonur hennar sé til dæmis kominn í vinnu Fugladekri en þar er líka boðið upp á gogg, og klóasnyrtingu. Það hafi hins vegar þurft að gera ýmsar breytingar á heimilinu. „Það að þrífa rosalega mikið. Svo þarf ég að passa að hafa ekki kveikt á kertum og sleppa ilmefnum. Ég þarf líka passa að elda ekki á teflon því það er eitur. Þá ryksuga ég að minnsta kosti fjórum sinnum á dag,“ segir hún og hlær. Þórdís segir fjölskylduna hafa vanist garginu í gaukunum og setji bara upp heyrnartól ef svo ber undir. Þá þagni fuglarnir á nóttinni þegar breitt er yfir búrin. Loks séu skilaboðin einföld þegar fólk kemur í heimsókn. „Gestirnir þurfa bara að þola lætin,“ segir Þórdís brosandi að lokum. Dýraheilbrigði Fuglar Dýr Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Þórdís lét gamlan draum rætast fyrir rúmu ári og fékk sér páfagauk. Það var hins vegar fljótt að vinda upp á sig og nú rekur hún bæði hótel og snyrtistofu fyrir fugla. „Ég eignaðist fyrsta páfagaukinn minn þegar maðurinn minn gaf sig loksins. Ég varð í framhaldinu sjálfboðaliði í fuglaathvarfi og fékk algjöra fugladellu. Ég byrjaði að passa fugla hérna heima í fyrrasumar og í vetur þá sprakk þetta alveg. Það var allt fullt í gistingu hér um jól, áramót og í sumar. Fólk sem er á leið í ferðalög hefur verið afar ánægt með að geta komið fuglinum sínum hér fyrir á meðan. Þetta er búið að gerast mjög hratt og greinilega mikil þörf fyrir svona þjónustu,“ segir Þórdís sem kallar nýja hótelið Fugladekur. Sumir neita að snúa aftur heim Hún heldur nú ríflega þrjátíu fugla, Dísir, Gára, Ástargauka Senegal og Hringháls. Nokkrir þeirra komu sem gestir en leið svo vel að eigendur þeirra ákváðu að leyfa þeim að vera áfram hjá fjölskyldunni.Meðal þeirra er Hringhálsinn Vúdú sem kom fyrst sem gestur en er nú orðinn einn af fjölskyldunni. Þórdís segir hann tala bæði íslensku og ungversku en fyrri eigendur voru frá Ungverjalandi. „Vúdú er mun hrifnari af körlum en konum. Hann er t.d. svo hrifinn af manninum mínum að hann byrjar á að kalla á hann á morgnana. Þegar hann kemst svo loksins í fangið á honum segir hann alltaf: Jói minn gaman að sjá þig. Mér hefði ekki getað dottið í hug á sínum tíma að fuglar væru svona miklir karakterar,“segir Þórdís. Gogg-og klóasnyrting Hún segir fjölskylduna hæstánægða með fuglanna, sonur hennar sé til dæmis kominn í vinnu Fugladekri en þar er líka boðið upp á gogg, og klóasnyrtingu. Það hafi hins vegar þurft að gera ýmsar breytingar á heimilinu. „Það að þrífa rosalega mikið. Svo þarf ég að passa að hafa ekki kveikt á kertum og sleppa ilmefnum. Ég þarf líka passa að elda ekki á teflon því það er eitur. Þá ryksuga ég að minnsta kosti fjórum sinnum á dag,“ segir hún og hlær. Þórdís segir fjölskylduna hafa vanist garginu í gaukunum og setji bara upp heyrnartól ef svo ber undir. Þá þagni fuglarnir á nóttinni þegar breitt er yfir búrin. Loks séu skilaboðin einföld þegar fólk kemur í heimsókn. „Gestirnir þurfa bara að þola lætin,“ segir Þórdís brosandi að lokum.
Dýraheilbrigði Fuglar Dýr Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira