Vill afsökunarbeiðni vegna dómaramistaka sem kostuðu hana gullið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2024 11:30 Amber Rutter með silfurmedalíuna og soninn Tommy við heimkomuna frá París. getty/Leon Neal Breska skyttan Amber Rutter vill fá afsökunarbeiðni vegna dómaramistakanna sem urðu til þess að hún vann ekki gullið í haglabyssuskotfimi (e. skeet) á Ólympíuleikunum í París. Rutter mætti Franciscu Crovetto Chadid frá Síle í bráðabana í úrslitum í haglabyssuskotfiminni. Þær voru jafnar eftir þrjár umferðir en í þeirri fjórðu mátu dómararnir ranglega að skot Rutters hefði geigað, þegar það hitti raunar í mark. Ekki er notast við myndbandsupptökur í haglabyssuskotfimi og dómararnir stóðu við ákvörðun sína þegar Rutter mótmælti. Chadid hitti svo úr síðustu tveimur skotum sínum og tryggði sér gullið. „Þúsundum athugasemda og mynda, sem sýna augljóslega að ég hitti úr lokaskoti mínu í bráðabananum í úrslitaleiknum, hefur verið deilt. Mér finnst ég skulda ekki bara sjálfum mér heldur öllu skotsamfélaginu að benda á og taka þetta fyrir,“ skrifaði Rutter á Instagram. „Allt íþróttafólk, sérstaklega á Ólympíuleikunum, á skilið að keppa á sanngjörnum grundvelli. Við erum á hæsta getustigi og svona mistök eiga að mínu mati ekki að geta átt sér stað.“ Rutter sagðist ekki búast við því að mikið yrði gert í málinu og hún væri ekki að leitast eftir því. En hún kallaði eftir því að einhverjir myndu taka ábyrgð og hún fengi afsökunarbeiðni vegna mistakanna sem urðu til þess að hún missti af tækifærinu á því að vinna Ólympíugull. Rutter keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún endaði í 6. sæti. Hún átti að keppa í Tókýó fyrir þremur árum en greindist með kórónuveiruna kvöldið áður en hún átti að fljúga til Japan og ekkert varð af þátttöku hennar þar. Rutter keppti svo í annað sinn á leikunum í París og vann silfrið, þremur mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Hún er fyrsta breska konan sem vinnur til verðlauna í haglabyssuskotfimi. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Sjá meira
Rutter mætti Franciscu Crovetto Chadid frá Síle í bráðabana í úrslitum í haglabyssuskotfiminni. Þær voru jafnar eftir þrjár umferðir en í þeirri fjórðu mátu dómararnir ranglega að skot Rutters hefði geigað, þegar það hitti raunar í mark. Ekki er notast við myndbandsupptökur í haglabyssuskotfimi og dómararnir stóðu við ákvörðun sína þegar Rutter mótmælti. Chadid hitti svo úr síðustu tveimur skotum sínum og tryggði sér gullið. „Þúsundum athugasemda og mynda, sem sýna augljóslega að ég hitti úr lokaskoti mínu í bráðabananum í úrslitaleiknum, hefur verið deilt. Mér finnst ég skulda ekki bara sjálfum mér heldur öllu skotsamfélaginu að benda á og taka þetta fyrir,“ skrifaði Rutter á Instagram. „Allt íþróttafólk, sérstaklega á Ólympíuleikunum, á skilið að keppa á sanngjörnum grundvelli. Við erum á hæsta getustigi og svona mistök eiga að mínu mati ekki að geta átt sér stað.“ Rutter sagðist ekki búast við því að mikið yrði gert í málinu og hún væri ekki að leitast eftir því. En hún kallaði eftir því að einhverjir myndu taka ábyrgð og hún fengi afsökunarbeiðni vegna mistakanna sem urðu til þess að hún missti af tækifærinu á því að vinna Ólympíugull. Rutter keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún endaði í 6. sæti. Hún átti að keppa í Tókýó fyrir þremur árum en greindist með kórónuveiruna kvöldið áður en hún átti að fljúga til Japan og ekkert varð af þátttöku hennar þar. Rutter keppti svo í annað sinn á leikunum í París og vann silfrið, þremur mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Hún er fyrsta breska konan sem vinnur til verðlauna í haglabyssuskotfimi.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Sjá meira