Í ljós hefur komið að hún hljóp heilt maraþonhlaup fótbrotin. Myndatökur eftir hlaupið sýndu að hún er með álagsbrot í lærleggnum.
Harvey kom í mark eftir þessa rúmu 42 kílómetra á tveimur klukkutímum, 51 mínútu og þremur sekúndum. Hún endaði í 78. sæti í hlaupinu.
„Þetta var mjög erfitt,“ viðurkenndi Rose í samtali við breska ríkisútvarpið.
„Brekkurnar voru ekkert að hjálpa til og það var hræðilegt að hlaupa niður þær. Þetta varð bara verra og verra. Þegar ég var hálfnuð þá vissi ég að þetta yrði ótrúlega sársaukafullt,“ sagði Harvey.
„Ólympíuorkan hélt mér gangandi og kom mér í mark. Í öllum öðrum hlaupum þá hefði ég hætt keppni af því að ég gat ekki hlaupið eins og ég er vön. Sársaukinn var líka það mikill en ég ætlaði mér bara að komast yfir marklínuna. Ég varð að klára maraþonhlaup á Ólympíuleikunum,“ sagði Harvey.