Barnaníðingurinn brotnaði saman í fyrsta viðtali eftir baulið á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2024 15:46 Steven van de Velde felldi tár þegar hann mætti í fyrsta viðtalið eftir Ólympíuleikana. Samsett/Getty Hollenski strandblaksspilarinn Steven van de Velde fékk að keppa á Ólympíuleikunum í París þrátt fyrir að vera með dóm á bakinu fyrir að nauðga barni. Hann hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um viðbrögðin sem hann fékk á leikunum. „Ég gerði mistök fyrir tíu árum síðan. Ég verð að taka afleiðingum þess,“ sagði Van de Velde í fyrsta viðtalinu eftir Ólympíuleikana, samkvæmt Telegraaf. Van de Velde var 19 ára gamall þegar hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 12 ára breskri stúlku. Eftir að hann losnaði úr fangelsi hélt hann áfram að spila strandblak og komst inn á leikana í París. Ákvörðun Hollendinga um að leyfa Van de Velde að keppa hlaut mikla gagnrýni og baulað var kröftuglega á hann við keppni á leikunum. „Ef að íþróttamaður eða þjálfari væri með eitthvað svona mál á bakinu þá hefði hann ekki fengið að vera í okkar liði,“ sagði til að mynda Anna Meares, formaður ástralska ólympíusambandsins. Sobbing child rapist Steven van de Velde breaks silence after being booed at the Olympics https://t.co/YMBd0cUsdL— LBC News (@LBCNews) August 13, 2024 Van de Velde felldi tár í viðtalinu sem birt var í dag og sagði fólk hafa gengið of langt með því að ásækja fjölskyldumeðlimi hans. „Ég gerði mistök fyrir tíu árum og verð að taka afleiðingum þess. En það er of langt gengið að ráðast á fólkið í kringum mig, alveg sama hvort það er Matthew [Immer, liðsfélagi], konan mín eða barnið mitt,“ sagði Van de Velde og viðurkenndi að hafa íhugað að hætta við leikana. „Það komu svo sannarlega augnablik þar sem ég hugsaði með mér; er þetta virkilega þess virði?“ Van de Velde og Immer komust í 16-liða úrslit á leikunum en töpuðu þar fyrir Brasilíu. Van de Velde dvaldi ekki í ólympíuþorpinu líkt og langflestir keppendur heldur á ótilgreindum stað, og þá var hann ekki skyldaður til að mæta í viðtöl eins og aðrir. Ólympíuleikar 2024 í París Holland Tengdar fréttir Baulað á nauðgarann Van de Velde Baulað var á hinn hollenska Steven van de Velde þegar hann mætti til leiks í strandblaki karla á Ólympíuleikunum. Velde er dæmdur nauðgari eftir að hafa ferðast frá Hollandi til Englands til að nauðga 12 ára gamalli stelpu. 28. júlí 2024 13:30 Dæmdur nauðgari fær ekki að gista í Ólympíuþorpinu Hollenski blakarinn Steven Van de Velde mun taka þátt í Ólympíuleikunum í París en hann fær aftur á móti ekki leyfi til að gista í sjálfu Ólympíuþorpinu með hinu íþróttafólkinu á leikunum. 23. júlí 2024 06:31 Dæmdur barnaníðingur keppir fyrir hönd Hollands á Ólympíuleikunum Hollenski strandblakarinn Steven van de Velde játaði að hafa nauðgað 12 ára barni þrisvar sinnum. Hann hefur nú tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. júní 2024 07:00 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
„Ég gerði mistök fyrir tíu árum síðan. Ég verð að taka afleiðingum þess,“ sagði Van de Velde í fyrsta viðtalinu eftir Ólympíuleikana, samkvæmt Telegraaf. Van de Velde var 19 ára gamall þegar hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 12 ára breskri stúlku. Eftir að hann losnaði úr fangelsi hélt hann áfram að spila strandblak og komst inn á leikana í París. Ákvörðun Hollendinga um að leyfa Van de Velde að keppa hlaut mikla gagnrýni og baulað var kröftuglega á hann við keppni á leikunum. „Ef að íþróttamaður eða þjálfari væri með eitthvað svona mál á bakinu þá hefði hann ekki fengið að vera í okkar liði,“ sagði til að mynda Anna Meares, formaður ástralska ólympíusambandsins. Sobbing child rapist Steven van de Velde breaks silence after being booed at the Olympics https://t.co/YMBd0cUsdL— LBC News (@LBCNews) August 13, 2024 Van de Velde felldi tár í viðtalinu sem birt var í dag og sagði fólk hafa gengið of langt með því að ásækja fjölskyldumeðlimi hans. „Ég gerði mistök fyrir tíu árum og verð að taka afleiðingum þess. En það er of langt gengið að ráðast á fólkið í kringum mig, alveg sama hvort það er Matthew [Immer, liðsfélagi], konan mín eða barnið mitt,“ sagði Van de Velde og viðurkenndi að hafa íhugað að hætta við leikana. „Það komu svo sannarlega augnablik þar sem ég hugsaði með mér; er þetta virkilega þess virði?“ Van de Velde og Immer komust í 16-liða úrslit á leikunum en töpuðu þar fyrir Brasilíu. Van de Velde dvaldi ekki í ólympíuþorpinu líkt og langflestir keppendur heldur á ótilgreindum stað, og þá var hann ekki skyldaður til að mæta í viðtöl eins og aðrir.
Ólympíuleikar 2024 í París Holland Tengdar fréttir Baulað á nauðgarann Van de Velde Baulað var á hinn hollenska Steven van de Velde þegar hann mætti til leiks í strandblaki karla á Ólympíuleikunum. Velde er dæmdur nauðgari eftir að hafa ferðast frá Hollandi til Englands til að nauðga 12 ára gamalli stelpu. 28. júlí 2024 13:30 Dæmdur nauðgari fær ekki að gista í Ólympíuþorpinu Hollenski blakarinn Steven Van de Velde mun taka þátt í Ólympíuleikunum í París en hann fær aftur á móti ekki leyfi til að gista í sjálfu Ólympíuþorpinu með hinu íþróttafólkinu á leikunum. 23. júlí 2024 06:31 Dæmdur barnaníðingur keppir fyrir hönd Hollands á Ólympíuleikunum Hollenski strandblakarinn Steven van de Velde játaði að hafa nauðgað 12 ára barni þrisvar sinnum. Hann hefur nú tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. júní 2024 07:00 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Baulað á nauðgarann Van de Velde Baulað var á hinn hollenska Steven van de Velde þegar hann mætti til leiks í strandblaki karla á Ólympíuleikunum. Velde er dæmdur nauðgari eftir að hafa ferðast frá Hollandi til Englands til að nauðga 12 ára gamalli stelpu. 28. júlí 2024 13:30
Dæmdur nauðgari fær ekki að gista í Ólympíuþorpinu Hollenski blakarinn Steven Van de Velde mun taka þátt í Ólympíuleikunum í París en hann fær aftur á móti ekki leyfi til að gista í sjálfu Ólympíuþorpinu með hinu íþróttafólkinu á leikunum. 23. júlí 2024 06:31
Dæmdur barnaníðingur keppir fyrir hönd Hollands á Ólympíuleikunum Hollenski strandblakarinn Steven van de Velde játaði að hafa nauðgað 12 ára barni þrisvar sinnum. Hann hefur nú tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. júní 2024 07:00
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn