Stúlka og kona stungnar á Leicester torgi Oddur Ævar Gunnarsson og Kjartan Kjartansson skrifa 12. ágúst 2024 12:34 Mynd er úr safni. EPA-EFE/NEIL HALL Ellefu ára gömul stúlka og 34 ára gömul kona voru stungnar á Leicester torgi í miðborg London í morgun. Þær hafa verið færðar á sjúkrahús, ekki í lífshættu, og hefur árásarmaðurinn verið handtekinn. Áverkar stúlkunnar eru ekki taldir lífshættulegir samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London. Konan er sögð minna særð. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir öryggisverði verslunar að hann hafi stöðvað árásarmanninn og veitt stúlkunni fyrstu hjálpa ásamt samstarfsmönnum sínum. Leicester-torg er einn af vinsælustu ferðamannastöðum London og jafnan margmenni þar. Fram kemur í tilkynningu lögreglu að ekki sé talið að fleiri hafi átt þátt í árásinni en karlmaðurinn sem nú sé í haldi. Ekki sé talið að árásin sé hryðjuverkatengd að svo stöddu. Götulistamaður sem varð vitni að árásinni segir að stúlkan og konan hafi virst tengdar þar sem þær voru saman áður en maðurinn lét til skarar skríða. Konan hafi öskrað af öllum lífs og sálar kröftum. Abdullah, 29 ára gamli öryggisvörðurinn sem kom stúlkunni til varnar, segist hafa stokkið á árásarmanninn þegar hann heyrði konuna öskra og náð að sparka hníf í burtu. Honum tókst að halda árásarmanninum niðri með hjálp tveggja annarra karlmanna sem dreif að. „Ég hafði engan tíma, ég hugsaði bara ekki,“ segir hann um ákvörðunina um að blanda sér í málið. 'I saw a kid getting stabbed, and I tried to save her'Abdullah is a security guard working nearby and intervened in the attack - he tells Sky News he "heard a scream", then "jumped on" the man who was attacking the childFull story ➡️ https://t.co/LcimTSYLrL📺 Sky 501 pic.twitter.com/PwSXADhKP3— Sky News (@SkyNews) August 12, 2024 Mikil spenna hefur verið í Bretlandi undanfarnar tvær vikur eftir ungur maður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í bænum Southport. Til ítrekaðra óeirða hægriöfgamanna hefur komið þar sem fjöldi lögreglumanna hefur særst og eignaspjöll verið unnin. Ekkert liggur fyrir um hvort að árásin í London tengist þeim atburðum á nokkurn hátt. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland England Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Sjá meira
Áverkar stúlkunnar eru ekki taldir lífshættulegir samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London. Konan er sögð minna særð. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir öryggisverði verslunar að hann hafi stöðvað árásarmanninn og veitt stúlkunni fyrstu hjálpa ásamt samstarfsmönnum sínum. Leicester-torg er einn af vinsælustu ferðamannastöðum London og jafnan margmenni þar. Fram kemur í tilkynningu lögreglu að ekki sé talið að fleiri hafi átt þátt í árásinni en karlmaðurinn sem nú sé í haldi. Ekki sé talið að árásin sé hryðjuverkatengd að svo stöddu. Götulistamaður sem varð vitni að árásinni segir að stúlkan og konan hafi virst tengdar þar sem þær voru saman áður en maðurinn lét til skarar skríða. Konan hafi öskrað af öllum lífs og sálar kröftum. Abdullah, 29 ára gamli öryggisvörðurinn sem kom stúlkunni til varnar, segist hafa stokkið á árásarmanninn þegar hann heyrði konuna öskra og náð að sparka hníf í burtu. Honum tókst að halda árásarmanninum niðri með hjálp tveggja annarra karlmanna sem dreif að. „Ég hafði engan tíma, ég hugsaði bara ekki,“ segir hann um ákvörðunina um að blanda sér í málið. 'I saw a kid getting stabbed, and I tried to save her'Abdullah is a security guard working nearby and intervened in the attack - he tells Sky News he "heard a scream", then "jumped on" the man who was attacking the childFull story ➡️ https://t.co/LcimTSYLrL📺 Sky 501 pic.twitter.com/PwSXADhKP3— Sky News (@SkyNews) August 12, 2024 Mikil spenna hefur verið í Bretlandi undanfarnar tvær vikur eftir ungur maður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í bænum Southport. Til ítrekaðra óeirða hægriöfgamanna hefur komið þar sem fjöldi lögreglumanna hefur særst og eignaspjöll verið unnin. Ekkert liggur fyrir um hvort að árásin í London tengist þeim atburðum á nokkurn hátt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland England Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Sjá meira