Stærra eldgos væntanlegt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 11:36 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. vísir/arnar Búast má við stærra eldgosi á Reykjanesi á næstu dögum miðað við kvikusöfnun, að sögn eldfjallafræðings. Mjög ólíklegt er að kvika komi upp innan bæjarmarka. Á fimmta hundrað smærri skjálftar hafa mælst síðastliðna viku. Sérfræðingar búast við gosi á næstu klukkutímum eða dögum, frekar en vikum. Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur er á því máli sömuleiðis. „Þessi kvikugeymsla er allavega búin að safna meiru en fyrir síðasta gos. Eitthvað hafa þolmörkin breyst, kannski er það bara eitthvað smotterí og gosið þá væntanlegt á næstu klukktímum eða dögum ef það fylgir þessu fyrra ferli,“ segir Þorvaldur við fréttastofu. Að öðru leyti megi búast við svipuðu gosi og áður. „Sennilega eitthvað heldur stærra, þar sem það er meira kvikumagn til staðar í geymsluhólfinu. Þar af leiðandi endar hraunið á því vera stærra en fyrri hraun“ Það sé hins vegar ekki óeðlilegt hversu lengi kvika hafi safnast í geymsluhólfi. „Miðað við fyrri reynslu myndi ég halda að gosið kæmi upp á svipuðum slóðum, eða í sprungubútnum sem er rétt suðaustan við Stóra Skógfell. Síðan opnast sprunga bara eins og blævængur út frá því til norðurs og suðurs.“ „Í upphafi verðum við með öflugt gos, tiltölulega háa kvikustróka í kannski klukkutíma tvo. Svo fer að draga úr þessu og þá spurning hvar virknin sest til á sprungunni.“ Að hans mati eru mjög litlar líkur á því að gos komi upp innan bæjarmarka Grindavíkur. „Það er ákveðin lína á sunnanverðu Reykjanesinu, þar sem við höfum enga gíga og engar sprungur. Á síðustu 14-15 þúsund árum hefur aldrei gosið sunnan við þessa línu. Við vitum ekki um neina gíga sem eru innan bæjarmarkanna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Á fimmta hundrað smærri skjálftar hafa mælst síðastliðna viku. Sérfræðingar búast við gosi á næstu klukkutímum eða dögum, frekar en vikum. Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur er á því máli sömuleiðis. „Þessi kvikugeymsla er allavega búin að safna meiru en fyrir síðasta gos. Eitthvað hafa þolmörkin breyst, kannski er það bara eitthvað smotterí og gosið þá væntanlegt á næstu klukktímum eða dögum ef það fylgir þessu fyrra ferli,“ segir Þorvaldur við fréttastofu. Að öðru leyti megi búast við svipuðu gosi og áður. „Sennilega eitthvað heldur stærra, þar sem það er meira kvikumagn til staðar í geymsluhólfinu. Þar af leiðandi endar hraunið á því vera stærra en fyrri hraun“ Það sé hins vegar ekki óeðlilegt hversu lengi kvika hafi safnast í geymsluhólfi. „Miðað við fyrri reynslu myndi ég halda að gosið kæmi upp á svipuðum slóðum, eða í sprungubútnum sem er rétt suðaustan við Stóra Skógfell. Síðan opnast sprunga bara eins og blævængur út frá því til norðurs og suðurs.“ „Í upphafi verðum við með öflugt gos, tiltölulega háa kvikustróka í kannski klukkutíma tvo. Svo fer að draga úr þessu og þá spurning hvar virknin sest til á sprungunni.“ Að hans mati eru mjög litlar líkur á því að gos komi upp innan bæjarmarka Grindavíkur. „Það er ákveðin lína á sunnanverðu Reykjanesinu, þar sem við höfum enga gíga og engar sprungur. Á síðustu 14-15 þúsund árum hefur aldrei gosið sunnan við þessa línu. Við vitum ekki um neina gíga sem eru innan bæjarmarkanna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira