Mamman tók verðlaunaféð af Ólympíumeistaranum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 12:01 Carlos Edriel Yulo með Ólympíugullverðlaun sín sem hann fékk fyrir sigur í æfingum á gólfi. Getty/Stephen McCarthy Er Ólympíumeistara treystandi fyrir verðlaunafénu sínu eða ætlar að móðir hans kannski að nota það til eigin nota? Deilur mæðgina eru stórt fjölmiðlamál á Filippseyjum. Carlos Yulo er ein af fimleikastjörnum Ólympíuleikanna í París og sönn þjóðhetja á Filippseyjum eftir gullverðlaunin sem hann vann á leikunum. Yulo varð Ólympíumeistari bæði í gólfæfingum sem og í stökki. Stjórnvöld á Filippseyjum ætla að verðlauna Yulo á margan hátt, bæði með peningum en eins með alls kyns öðrum fríðindum. Með aðgang að reikningi sonarins Slæmt samband hans og móður hans hefur hins vegar komið fram í dagsljósið eftir sigurinn. Yulo upplýsti um það á samfélagsmiðlum að móðir hans hafi hreinlega tekið frá honum verðlaunaféð. Forbes fjallar um málið. Hinn 24 ára gamli Yulo sagði frá því að móðir hans hafi umsjón með reikningnum sem verðlaunafé hans kemur inn á. Hún hefur verið að taka pening út af þessum reikningi hans án þess að útskýra það frekar fyrir honum í hvað peningurinn fari. View this post on Instagram A post shared by Forbes (@forbes) Móðir hans sagði Yulo ekki frá því þegar hann fékk verðlaunafé fyrir keppni árið 2022. Hún hélt því líka fram að peningaupphæðin hefði verið mun lægri en hún var í rauninni. Móðir hans, Angelica Yulo, neitar þessum ásökunum og hélt því fram í viðtali að hún væri að taka peninginn af reikningi stráksins til að passa upp á það að hann ætti nóg fyrir framtíðina. Nýja kærastan Upphafið af deilum mæðginanna er þó líklega sú að móðirin var ekki sátt við nýja kærustu hans, Chloe San Jose. Móðir hans var ósátt með bæði klæðaburð og hegðun kærustunnar. Yulo segir að Chloe hafi alist upp í öðrum menningarheimi í Ástralíu og hafnar því að hún sé að nota hann til að komast yfir peningana hans. Yulo er sigursælasti fimleikamaður Filippseyja frá upphafi því hann hefur einnig unnið sex verðlaun á heimsmeistaramótum. Fyrir þessa Ólympíuleika höfðu Filippseyjar aðeins unnið ein Ólympíuverðlaun í sögunni og hann bætti nú tvennum við. Fyrirgefur móður sinni Yulo fyrirgefur móður sinni og vonast eftir því að þau geti fagnað árangri hans með öllum hinum Filippseyingunum. Samkvæmt frétt í blaðinu Philstar þá fær Ólympíugullverðlaunahafi tíu milljónir pesóa frá stjórnvöldum fyrir sigur sinn og filippseyska þingið vill verðlauna hann með sex milljónum pesóa til viðbótar. Þetta eru samtals rúmar 38 milljónir íslenskra króna. Veitingastaður einn hefur lofað honum ókeypis ramen súpu út lífið og fasteignafélag ætlar að bjóða honum upp á fullinnréttaða íbúð í borginni Taguig. Þá er ótalið allir þeir auglýsingasamningar sem honum munu nú bjóðast sem fremsti íþróttamaður þjóðar sinnar. Það eru því peningar að streyma inn á umræddan reikning. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira
Carlos Yulo er ein af fimleikastjörnum Ólympíuleikanna í París og sönn þjóðhetja á Filippseyjum eftir gullverðlaunin sem hann vann á leikunum. Yulo varð Ólympíumeistari bæði í gólfæfingum sem og í stökki. Stjórnvöld á Filippseyjum ætla að verðlauna Yulo á margan hátt, bæði með peningum en eins með alls kyns öðrum fríðindum. Með aðgang að reikningi sonarins Slæmt samband hans og móður hans hefur hins vegar komið fram í dagsljósið eftir sigurinn. Yulo upplýsti um það á samfélagsmiðlum að móðir hans hafi hreinlega tekið frá honum verðlaunaféð. Forbes fjallar um málið. Hinn 24 ára gamli Yulo sagði frá því að móðir hans hafi umsjón með reikningnum sem verðlaunafé hans kemur inn á. Hún hefur verið að taka pening út af þessum reikningi hans án þess að útskýra það frekar fyrir honum í hvað peningurinn fari. View this post on Instagram A post shared by Forbes (@forbes) Móðir hans sagði Yulo ekki frá því þegar hann fékk verðlaunafé fyrir keppni árið 2022. Hún hélt því líka fram að peningaupphæðin hefði verið mun lægri en hún var í rauninni. Móðir hans, Angelica Yulo, neitar þessum ásökunum og hélt því fram í viðtali að hún væri að taka peninginn af reikningi stráksins til að passa upp á það að hann ætti nóg fyrir framtíðina. Nýja kærastan Upphafið af deilum mæðginanna er þó líklega sú að móðirin var ekki sátt við nýja kærustu hans, Chloe San Jose. Móðir hans var ósátt með bæði klæðaburð og hegðun kærustunnar. Yulo segir að Chloe hafi alist upp í öðrum menningarheimi í Ástralíu og hafnar því að hún sé að nota hann til að komast yfir peningana hans. Yulo er sigursælasti fimleikamaður Filippseyja frá upphafi því hann hefur einnig unnið sex verðlaun á heimsmeistaramótum. Fyrir þessa Ólympíuleika höfðu Filippseyjar aðeins unnið ein Ólympíuverðlaun í sögunni og hann bætti nú tvennum við. Fyrirgefur móður sinni Yulo fyrirgefur móður sinni og vonast eftir því að þau geti fagnað árangri hans með öllum hinum Filippseyingunum. Samkvæmt frétt í blaðinu Philstar þá fær Ólympíugullverðlaunahafi tíu milljónir pesóa frá stjórnvöldum fyrir sigur sinn og filippseyska þingið vill verðlauna hann með sex milljónum pesóa til viðbótar. Þetta eru samtals rúmar 38 milljónir íslenskra króna. Veitingastaður einn hefur lofað honum ókeypis ramen súpu út lífið og fasteignafélag ætlar að bjóða honum upp á fullinnréttaða íbúð í borginni Taguig. Þá er ótalið allir þeir auglýsingasamningar sem honum munu nú bjóðast sem fremsti íþróttamaður þjóðar sinnar. Það eru því peningar að streyma inn á umræddan reikning.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira