Fréttir

Stríðið í Úkraínu og tekist á um gjaldfrjáls náms­gögn

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Úkraínuforseti vill ná fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi með sóknaraðgerðum úkraínuhers innan landamæra Rússlands. Aðgerðirnar ná nú tugi kílómetra inn fyrir landamæri Rússlands. Farið verður yfir stöðuna í stríði ríkjanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við sérfræðing í öryggis- og varnarmálum í beinni útsendingu.

Í fréttatímanum verður einnig rýnt í stöðuna í skóla- og menntamálum en ráðherrar hafa tekist á um nytsemi gjaldfrjálsra námsgagna og máltíða í grunnskólum landsins. Háskólaráðherra segir það sóun á almannafé en barnamálaráðherra vill ganga enn lengra.

Klippa: Kvöldfréttir 11. ágúst 2024

Þá verður sagt frá endurbótum sem hafa verið gerðar á höfninni í Vestmannaeyjum, en hafnarstjóri segir að höfnin sé sprungin og ekki veiti af meira plássi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×