Mótmæla brottvísun stórs hóps hælisleitenda Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2024 23:39 Stór hluti íbúa Venesúela hafa flúið landið á síðust árum. Aðsend Hópur fólks frá Venesúela er staddur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að mótmæla brottvísun samlanda sinna. Fjöldi hælisleitenda frá Suður-Ameríku ríkinu flýgur frá Íslandi í kvöld og er byrjað að innrita hópinn. Betsy Contreras er stödd í innritunarsal Keflavíkurflugvallar og segir að fólkið sem yfirgefi nú landið hafi mörg dvalið í eitt til tvö ár á Íslandi. Hún giskar á að um sé að ræða sjö fjölskyldur. Betsy segir sorglegt og erfitt að horfa á eftir fólkinu en íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vísa hælisleitendum frá Venesúela aftur til landsins þar sem sumir óttist um öryggi sitt. „Ég hef grátið og grátið. Mér líður mjög illa yfir því að það sé verið að senda fólkið aftur til Venesúela. Það er hættulegt þar.“ Betsy sem er sjálf hælisleitandi frá landinu telur að í kringum þrettán mótmælendur séu staddir í flugstöðinni. Þau hafi lítið verið vör við lögreglu á staðnum og ætli að vera eitthvað áfram í innritunarsalnum til að sýna samstöðu með fólkinu sem fer nú af landi brott. Hlutu áður öll vernd Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hælisleitendur óttist um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í landinu eftir að Nicolas Maduro framlengdi forsetatíð sína í kosningum sem sumir telja ólögmætar. Um tíma fengu allir einstaklingar frá Venesúela sem sóttu hér um alþjóðlega vernd hæli á Íslandi og kvað Kærunefnd útlendingamála upp árið 2022 að ríkisborgurum landsins skyldi veitt hér sérstök viðbótarvernd vegna ástandsins þar. Þeirri ákvörðun var snúið við í fyrra þegar kærunefndin heimilaði Útlendingastofnun að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd með vísan til batnandi ástands í Venesúela. Síðan þá hefur staðið til að vísa stórum hópum hælisleitenda frá ríkinu úr landi. Hælisleitendur Venesúela Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Tengdar fréttir „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Kæru Íslendingar / Queridos hermanos Islandeses Í dag skrifa ég til ykkar út frá sársaukanum sem hvert og eitt okkar frá Venesúela upplifum svo að þið séuð líka ábyrgðarmenn sannleikans, sannleika sem við sjáum í mörg ár að hefur verið hagrætt og afbakað af glæpamönnum, eiturlyfjaeinræðisherrum og morðingjum sem hafa niðurlægt okkur árum saman. 2. ágúst 2024 13:30 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Betsy Contreras er stödd í innritunarsal Keflavíkurflugvallar og segir að fólkið sem yfirgefi nú landið hafi mörg dvalið í eitt til tvö ár á Íslandi. Hún giskar á að um sé að ræða sjö fjölskyldur. Betsy segir sorglegt og erfitt að horfa á eftir fólkinu en íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vísa hælisleitendum frá Venesúela aftur til landsins þar sem sumir óttist um öryggi sitt. „Ég hef grátið og grátið. Mér líður mjög illa yfir því að það sé verið að senda fólkið aftur til Venesúela. Það er hættulegt þar.“ Betsy sem er sjálf hælisleitandi frá landinu telur að í kringum þrettán mótmælendur séu staddir í flugstöðinni. Þau hafi lítið verið vör við lögreglu á staðnum og ætli að vera eitthvað áfram í innritunarsalnum til að sýna samstöðu með fólkinu sem fer nú af landi brott. Hlutu áður öll vernd Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hælisleitendur óttist um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í landinu eftir að Nicolas Maduro framlengdi forsetatíð sína í kosningum sem sumir telja ólögmætar. Um tíma fengu allir einstaklingar frá Venesúela sem sóttu hér um alþjóðlega vernd hæli á Íslandi og kvað Kærunefnd útlendingamála upp árið 2022 að ríkisborgurum landsins skyldi veitt hér sérstök viðbótarvernd vegna ástandsins þar. Þeirri ákvörðun var snúið við í fyrra þegar kærunefndin heimilaði Útlendingastofnun að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd með vísan til batnandi ástands í Venesúela. Síðan þá hefur staðið til að vísa stórum hópum hælisleitenda frá ríkinu úr landi.
Hælisleitendur Venesúela Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Tengdar fréttir „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Kæru Íslendingar / Queridos hermanos Islandeses Í dag skrifa ég til ykkar út frá sársaukanum sem hvert og eitt okkar frá Venesúela upplifum svo að þið séuð líka ábyrgðarmenn sannleikans, sannleika sem við sjáum í mörg ár að hefur verið hagrætt og afbakað af glæpamönnum, eiturlyfjaeinræðisherrum og morðingjum sem hafa niðurlægt okkur árum saman. 2. ágúst 2024 13:30 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
„Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30
Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57
Kæru Íslendingar / Queridos hermanos Islandeses Í dag skrifa ég til ykkar út frá sársaukanum sem hvert og eitt okkar frá Venesúela upplifum svo að þið séuð líka ábyrgðarmenn sannleikans, sannleika sem við sjáum í mörg ár að hefur verið hagrætt og afbakað af glæpamönnum, eiturlyfjaeinræðisherrum og morðingjum sem hafa niðurlægt okkur árum saman. 2. ágúst 2024 13:30