Innlent

Hin­­segin­fáni skorinn niður í Hvera­­gerði

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Svona var aðkoman í morgun.
Svona var aðkoman í morgun. Vísir

Tveir hinseginfánar voru skornir niður í Hveragerði í dag, einn við hjúkrunarheimilið Ás og annar við kirkjuna. Sú sem vakti athygli á þessu vill senda fólkinu á bak við verknaðinn ást og frið.

Aðfararnótt fimmtudags voru skemmdarverk unnin á regnbogafánanum í Skólamörk í Hveragerði. Fáninn var málaður á götuna í tilefni Hinsegin daga á miðvikudaginn. Pétur Markan bæjarstjóri sagði skemmdarverkin augljósa hatursorðræðu og kvaðst ætla mæta þessu með því að stækka fánann.

Sennilega sömu aðilar að verki

Birna Sif Atladóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Ási í Hveragerði, vakti athygli á því í dag á Facebook að hinseginfáninn við hlið hjúkrunarheimilisins hefði verið skorinn niður. Hún segir sömu aðila sennilega vera að verki og unnu skemmdarverkin á götunni.

Hún vill senda fólkinu sem vann skemmdarverkin ást og frið.

„Þeir eru bara fáfróðir og hræddir. Það þarf að leggja áherslu á það að þetta er bara fólk sem veit ekki betur og þarf bara að fræða,“ segir hún.

„Það er ekkert hatur frá okkur, það er bara ást og friður,“ segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×